Bankasýsla ríkisins segir að skilyrði fyrir sölu á eignarhlut ríkisins í Landsbankanum hf. sé til staðar og því sé rétt að ráðst í upphaf söluferlisins. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu sem Bankasýslan sendi frá sér í dag. Samkvæmt fjárlögum ársins er hemild fyrir sölu á allt að 30 prósent hlut í bankanum á síðari hluta þessa árs.
Í stöðuskýrslu Bankasýslunnar segir að stofnunin áætli að leggja framtillögu til ráðherra um söluna á fyrsta fjórðungi ársins. Líklegast sé að aðaltillaga sstofnunarinnar verði tillaga um sölu á allt að 28,2 prósent hlut með almennu útboði og skráningu hluta á skipulegan verðbréfamarkað í kjölfarið.
Þau fjögur efnahagslegu viðmið sem stofnunin setur um hvenær rétt sé að hefja söluferli, eru eftirfarandi:
Að íslenskt efnahagslíf hafi styrkst og náð stöðugleika.
Að virðismat á fjármálafyrirtækjum sé ásættanlegt.
Að fjárfestar hafi áhuga og bolmagn á fjárfestingu í eignarhlut.
Að rekstur, afkoma, fjárhagsskipan og stjórnarhættir viðkomandi fjármálafyrirtækis bendi til þess að fjármálafyrirtækið geti talist álitlegur fjárfestingarkostur.
Leggja til að rúm 28% verði seld í Landsbankanum
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið

Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu
Viðskipti innlent

Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð
Viðskipti innlent

Þorsteinn Már hættir hjá Samherja
Viðskipti innlent

Landsbankinn og Arion lækka vexti
Neytendur

Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife
Viðskipti innlent

Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa
Viðskipti innlent

Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum
Viðskipti erlent

Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér
Viðskipti innlent

Valgerður Hrund hættir hjá Sensa
Viðskipti innlent

Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi
Viðskipti innlent