Gjaldeyristekjur af þjónustu verði meiri en af vöruútflutningi Sæunn Gísladóttir skrifar 1. desember 2016 14:06 Ferðaþjónusta dregur vagninn í vexti á gjaldeyristekjum vegna þjónustu. vísir/pjetur Það stefnir í að gjaldeyristekjur í ár, af þjónustu (600 til 610 milljarðar króna), verði í fyrsta sinn meiri en tekjur af vöruútflutningi (520 til 530 milljarðar króna). Þar dregur ferðaþjónusta vagninn. Þetta kemur fram í nýjum Hitamæli Samtaka ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónusta er sannanlega að festa sig í sessi í íslensku hagkerfi og nú stefnir í að árið 2016 verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu landsins. Miðað við tiltækar upplýsingar má gera ráð fyrir að um 1.8 milljón erlendir ferðamenn komi til landsins í ár eða rösklega 40 prósent fleiri en í fyrra. Þar eru ekki taldir með um 99 þúsund erlendir ferðamenn sem komu til landsins með skemmtiferðaskipum en þeim fækkar (1,5 prósent) lítillega milli ára, annað árið í röð. Þessu til viðbótar má gera ráð fyrir að um 1 milljón erlendra ferðamanna (2 milljónir skiptifarþega) eða um 47% fleiri en í fyrra, fari um Ísland á leið sinni til annarra landa. Þá má líka benda á að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki eru jafnframt starfandi utan Íslands á erlendum mörkum (Atlanta ehf. og Primera Air ehf.). Á árinu 2010 urðu ákveðin þáttaskil í komum erlendra ferðamanna til landsins með tilheyrandi áhrifum á gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Þannig hafa þjónustutekjur vaxið hraðar en flestir hagvísar eða um rösklega 60 prósent frá árinu 2010. Í því ljósi á ekki að koma á óvart að nú stefnir í að gjaldeyristekjur í ár, af þjónustu, verði í fyrsta sinn meiri en tekjur af vöruútflutningi. Á árinu 2009 var vægi ferðaþjónustu í þjónustuútflutningi um 47 prósent en gera má ráð fyrir að hlutfallið verði 76 prósent í ár. Þá er það líka tákn um nýja tíma í hagsögunni að það sé afgangur á viðskiptajöfnuði, 8 ár í röð – þrátt fyrir halla á vöruskiptajöfnuði.Allt að 460 milljarða tekjur af ferðaþjónustu Í ár má gera ráð fyrir að gjaldeyristekjur íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu stefna í að verða um 450 til 460 milljarðar króna. Um 300 milljarðar króna vegna neyslu erlendra ferðamanna innanlands og um 150 til 160 milljarðar kr. vegna sölu á fargjöldum til erlendra ferðamanna til, um og utan Íslands. Það er vissulega góð ástæða að fagna þessari þróun en á Íslandi hefur lengi verið stefnt að því, leynt og ljóst, að afla gjaldeyris til að standa undir þeim innflutningi sem bætt lífskjör kalla óumflýjanlega á. Í skýrslu McKinsey sem kom út eftir hrun var tekið undir þessa stefnu, þ.e. að „leið landsins til aukinna lífskjara“ væri undir vaxandi útflutningi komin en vegna vaxtarskorts í hefðbundnum auðlindagreinum þyrfti að breikka samsetningu útflutnings og auka vægi fyrirtækja í alþjóðageiranum í útflutningsframleiðslunni. Í skýrslu McKinsey sem gefin var út 2012 var settur fram mælikvarði sem sýndi hlutfall inn- og útflutnings sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Þessum mælikvarða er ætlað að sýna hversu opin hagkerfi landa eru. Á árinu 2010 var þetta hlutfall fyrir Íslands um 97 prósent af VLF. Á þennan mælikvarða hefur þróunin verið í rétta átt. Hlutfallið hefur vaxið og var að meðaltali um 103 prósent af VLF á tímabilinu 2011 til 2015 hér á landi, hærra en í Svíþjóð (86 prósent), í Finnlandi (78 prósent), í Noregi (69 prósent) og viðlíka og í Danmörku (103 prósent). Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Það stefnir í að gjaldeyristekjur í ár, af þjónustu (600 til 610 milljarðar króna), verði í fyrsta sinn meiri en tekjur af vöruútflutningi (520 til 530 milljarðar króna). Þar dregur ferðaþjónusta vagninn. Þetta kemur fram í nýjum Hitamæli Samtaka ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónusta er sannanlega að festa sig í sessi í íslensku hagkerfi og nú stefnir í að árið 2016 verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu landsins. Miðað við tiltækar upplýsingar má gera ráð fyrir að um 1.8 milljón erlendir ferðamenn komi til landsins í ár eða rösklega 40 prósent fleiri en í fyrra. Þar eru ekki taldir með um 99 þúsund erlendir ferðamenn sem komu til landsins með skemmtiferðaskipum en þeim fækkar (1,5 prósent) lítillega milli ára, annað árið í röð. Þessu til viðbótar má gera ráð fyrir að um 1 milljón erlendra ferðamanna (2 milljónir skiptifarþega) eða um 47% fleiri en í fyrra, fari um Ísland á leið sinni til annarra landa. Þá má líka benda á að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki eru jafnframt starfandi utan Íslands á erlendum mörkum (Atlanta ehf. og Primera Air ehf.). Á árinu 2010 urðu ákveðin þáttaskil í komum erlendra ferðamanna til landsins með tilheyrandi áhrifum á gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Þannig hafa þjónustutekjur vaxið hraðar en flestir hagvísar eða um rösklega 60 prósent frá árinu 2010. Í því ljósi á ekki að koma á óvart að nú stefnir í að gjaldeyristekjur í ár, af þjónustu, verði í fyrsta sinn meiri en tekjur af vöruútflutningi. Á árinu 2009 var vægi ferðaþjónustu í þjónustuútflutningi um 47 prósent en gera má ráð fyrir að hlutfallið verði 76 prósent í ár. Þá er það líka tákn um nýja tíma í hagsögunni að það sé afgangur á viðskiptajöfnuði, 8 ár í röð – þrátt fyrir halla á vöruskiptajöfnuði.Allt að 460 milljarða tekjur af ferðaþjónustu Í ár má gera ráð fyrir að gjaldeyristekjur íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu stefna í að verða um 450 til 460 milljarðar króna. Um 300 milljarðar króna vegna neyslu erlendra ferðamanna innanlands og um 150 til 160 milljarðar kr. vegna sölu á fargjöldum til erlendra ferðamanna til, um og utan Íslands. Það er vissulega góð ástæða að fagna þessari þróun en á Íslandi hefur lengi verið stefnt að því, leynt og ljóst, að afla gjaldeyris til að standa undir þeim innflutningi sem bætt lífskjör kalla óumflýjanlega á. Í skýrslu McKinsey sem kom út eftir hrun var tekið undir þessa stefnu, þ.e. að „leið landsins til aukinna lífskjara“ væri undir vaxandi útflutningi komin en vegna vaxtarskorts í hefðbundnum auðlindagreinum þyrfti að breikka samsetningu útflutnings og auka vægi fyrirtækja í alþjóðageiranum í útflutningsframleiðslunni. Í skýrslu McKinsey sem gefin var út 2012 var settur fram mælikvarði sem sýndi hlutfall inn- og útflutnings sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Þessum mælikvarða er ætlað að sýna hversu opin hagkerfi landa eru. Á árinu 2010 var þetta hlutfall fyrir Íslands um 97 prósent af VLF. Á þennan mælikvarða hefur þróunin verið í rétta átt. Hlutfallið hefur vaxið og var að meðaltali um 103 prósent af VLF á tímabilinu 2011 til 2015 hér á landi, hærra en í Svíþjóð (86 prósent), í Finnlandi (78 prósent), í Noregi (69 prósent) og viðlíka og í Danmörku (103 prósent).
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira