Veitingaskáli og hótel í smíðum á Arnarstapa Kristján Már Unnarsson skrifar 1. desember 2016 20:30 Nýtt 36 herbergja hótel og þjónustumiðstöð eru nú í smíðum á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Þessi 400 milljóna króna uppbygging er sú mesta í sögu þessa litla þorps, að sögn Birgis Jóhannessonar, smiðs hjá Hótel Arnarstapa, en rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Vélarhljóðin óma þessa dagana á Arnarstapa og þar er unnið rösklega því allt á að vera tilbúið innan fimm mánaða, fyrir lok aprílmánaðar. Ferðaþjónustan Snjófell er að bæta aðstöðuna, með stórri þjónustumiðstöð með veitinga- og minjagripasölu en einnig salernum sem sárlega vantar þarna fyrir ferðamenn.Horft til norðvesturs, í átt til Stapafells og Jökuls. Nýju byggingarnar rísa gegnt núverandi þjónustumiðstöð Snjófells.Grafík/Hótel Arnarstapi.Nýja hótelið verður í nokkrum smáhýsum með alls 36 herbergjum og virðist falla vel að umhverfinu, miðað við grafískar myndir. Meðan við stöldruðum þarna við sáum við nokkrar rútur og slatta af bílaleigubílum þannig að það virðast vera næg verkefni að sinna ferðamönnum. „Hérna getum við farið að vera með opið allt árið. Ég held að það sé alveg grundvöllur fyrir því,“ segir Birgir.Horft til suðvesturs, í átt til Hellnahrauns. Veitingaskálinn og þjónustumiðstöðin verða í stærsta húsinu vinstra megin en hótelið í lágreistu byggingunum hægra megin.Grafík/Hótel Arnarstapi.Það er mögnuð náttúran sem helst dregur ferðamenn á utanvert Snæfellsnes. Jafnvel núna um hávetur er hún sterkt aðdráttarafl. Þarna er það sjálfur jökullinn, en einnig brimið og björgin, fuglalífið og svo gægjast selir upp úr sjónum. Og vafalaust er mannlífið einnig forvitnilegt. Birgir segir að þótt komið sé inn í skammdegi streymi ferðamenn enn út á nes. „Á húsbílum líka og sofa úti. Hér var allt á kafi í snjó um daginn og húsbílar fastir hérna um allt,“ segir smiðurinn hjá Hótel Arnarstapa.Þarna ætla menn að gera út á norðurljósin á veturna, miðað við þessa grafísku mynd, sem sýnir veitingaskálann uppljómaðan.Grafík/Hótel Arnarstapi. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Nýtt 36 herbergja hótel og þjónustumiðstöð eru nú í smíðum á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Þessi 400 milljóna króna uppbygging er sú mesta í sögu þessa litla þorps, að sögn Birgis Jóhannessonar, smiðs hjá Hótel Arnarstapa, en rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Vélarhljóðin óma þessa dagana á Arnarstapa og þar er unnið rösklega því allt á að vera tilbúið innan fimm mánaða, fyrir lok aprílmánaðar. Ferðaþjónustan Snjófell er að bæta aðstöðuna, með stórri þjónustumiðstöð með veitinga- og minjagripasölu en einnig salernum sem sárlega vantar þarna fyrir ferðamenn.Horft til norðvesturs, í átt til Stapafells og Jökuls. Nýju byggingarnar rísa gegnt núverandi þjónustumiðstöð Snjófells.Grafík/Hótel Arnarstapi.Nýja hótelið verður í nokkrum smáhýsum með alls 36 herbergjum og virðist falla vel að umhverfinu, miðað við grafískar myndir. Meðan við stöldruðum þarna við sáum við nokkrar rútur og slatta af bílaleigubílum þannig að það virðast vera næg verkefni að sinna ferðamönnum. „Hérna getum við farið að vera með opið allt árið. Ég held að það sé alveg grundvöllur fyrir því,“ segir Birgir.Horft til suðvesturs, í átt til Hellnahrauns. Veitingaskálinn og þjónustumiðstöðin verða í stærsta húsinu vinstra megin en hótelið í lágreistu byggingunum hægra megin.Grafík/Hótel Arnarstapi.Það er mögnuð náttúran sem helst dregur ferðamenn á utanvert Snæfellsnes. Jafnvel núna um hávetur er hún sterkt aðdráttarafl. Þarna er það sjálfur jökullinn, en einnig brimið og björgin, fuglalífið og svo gægjast selir upp úr sjónum. Og vafalaust er mannlífið einnig forvitnilegt. Birgir segir að þótt komið sé inn í skammdegi streymi ferðamenn enn út á nes. „Á húsbílum líka og sofa úti. Hér var allt á kafi í snjó um daginn og húsbílar fastir hérna um allt,“ segir smiðurinn hjá Hótel Arnarstapa.Þarna ætla menn að gera út á norðurljósin á veturna, miðað við þessa grafísku mynd, sem sýnir veitingaskálann uppljómaðan.Grafík/Hótel Arnarstapi.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira