Dagur: Fótboltastrákarnir geta komið á óvart í Frakklandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. febrúar 2016 17:56 Dagur hefur trú á fótboltastrákunum okkar. Samsett mynd/Vísir/Getty Dagur Sigurðsson var í viðtali á heimasíðu Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, þar sem hann ræðir bæði árangur sinn með þýska handboltalandsliðinu og áhuga sinn á knattspyrnu. Dagur gerði Þýskaland að Evrópumeistara í handbolta sem kunnugt er en árangurinn vakti gríðarlega athygli, ekki síst fyrir þær sakir að Dagur var með ungt og óreynt lið í höndunum vegna meiðsla margra lykilmanna. Margir af stærstu knattspyrnustjörnum Þýskalands óskuðu Degi og hans mönnum til hamingju með árangurinn og segir Dagur að þeir hafi vel merkt hversu góðan og víðtækan stuðning liðið fékk. Í greininnni er sagt frá því að Dagur hafi á sínum tíma æft fótbolta og að hann eigi að baki leiki með U-17 liði Íslands. „Ég hafði gaman að báðum íþróttum og var ekkert að velta því fyrir mér þá hvort ég yrði atvinnumaður í íþróttum,“s sagði Dagur í viðtalinu. „Ég ákvað að spila handbolta vegna þess að ég átti fleiri vini þar.“Vísir/GettyElskar ensku úrvalsdeildina Dagur segist fylgjast mjög vel með fótbolta og fari oft á völlinn til að sjá Herthu Berlín spila. Hann elskar ensku úrvalsdeildina eins og margir Íslendingar og þá sérstaklega Manchester United, segir hann. „Ég fer oft á leiki í Englandi. Ég var til dæmis á fyrsta leik Jürgen Klopp með Liverpool þegar liðið mætti Tottenham. Það var gaman,“ sagði hann. Dagur segir að það komi ekki til greina að taka að sér þjálfarastarf í fótboltanum þó svo að fjölmiðlar hafi fjallað um það. „Ég var spurður hvort ég hefði íhugað þap og sagði já. Metnaður minn liggur þó ekki þar og ég hef engin tilboð fengið,“ sagði Dagur og sagði að það væri í grunninn mikill munur á handbolta og fótbolta.Vísir/GettyHandboltinn þarf ekki að skammast sín „Tæknilega séð er munar mikið á íþróttunum en þrátt fyrir það þarf handboltinn ekkert að skammast sín í samanburði við fótbolta, hvað stemningu og spennu varðar. Það er meira „action“ í handbolta, fleiri mörk og meiri hraði. Þess fyrir utan er mun auðveldara að breyta um taktík í handbolta.“ Talið berst svo að árangri íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sem verður meðal þátttökuliða á stórmót í fyrsta sinn í sumar. „Það er stórbrotinn árangur. Ég er sannfærður um að þeir geta komið á óvart þó svo að það verði auðvitað erfitt,“ sagði Dagur sem kannast vel við það að vera lægra skrifaða liðið. „Svoleiðis hlutir skipta engu máli þegar flautað er til leiks. Við vorum með ungt lið [á EM í handbolta] sem við höfðum trú á. Við stóðum okkur vel.“ Handbolti Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Sjá meira
Dagur Sigurðsson var í viðtali á heimasíðu Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, þar sem hann ræðir bæði árangur sinn með þýska handboltalandsliðinu og áhuga sinn á knattspyrnu. Dagur gerði Þýskaland að Evrópumeistara í handbolta sem kunnugt er en árangurinn vakti gríðarlega athygli, ekki síst fyrir þær sakir að Dagur var með ungt og óreynt lið í höndunum vegna meiðsla margra lykilmanna. Margir af stærstu knattspyrnustjörnum Þýskalands óskuðu Degi og hans mönnum til hamingju með árangurinn og segir Dagur að þeir hafi vel merkt hversu góðan og víðtækan stuðning liðið fékk. Í greininnni er sagt frá því að Dagur hafi á sínum tíma æft fótbolta og að hann eigi að baki leiki með U-17 liði Íslands. „Ég hafði gaman að báðum íþróttum og var ekkert að velta því fyrir mér þá hvort ég yrði atvinnumaður í íþróttum,“s sagði Dagur í viðtalinu. „Ég ákvað að spila handbolta vegna þess að ég átti fleiri vini þar.“Vísir/GettyElskar ensku úrvalsdeildina Dagur segist fylgjast mjög vel með fótbolta og fari oft á völlinn til að sjá Herthu Berlín spila. Hann elskar ensku úrvalsdeildina eins og margir Íslendingar og þá sérstaklega Manchester United, segir hann. „Ég fer oft á leiki í Englandi. Ég var til dæmis á fyrsta leik Jürgen Klopp með Liverpool þegar liðið mætti Tottenham. Það var gaman,“ sagði hann. Dagur segir að það komi ekki til greina að taka að sér þjálfarastarf í fótboltanum þó svo að fjölmiðlar hafi fjallað um það. „Ég var spurður hvort ég hefði íhugað þap og sagði já. Metnaður minn liggur þó ekki þar og ég hef engin tilboð fengið,“ sagði Dagur og sagði að það væri í grunninn mikill munur á handbolta og fótbolta.Vísir/GettyHandboltinn þarf ekki að skammast sín „Tæknilega séð er munar mikið á íþróttunum en þrátt fyrir það þarf handboltinn ekkert að skammast sín í samanburði við fótbolta, hvað stemningu og spennu varðar. Það er meira „action“ í handbolta, fleiri mörk og meiri hraði. Þess fyrir utan er mun auðveldara að breyta um taktík í handbolta.“ Talið berst svo að árangri íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sem verður meðal þátttökuliða á stórmót í fyrsta sinn í sumar. „Það er stórbrotinn árangur. Ég er sannfærður um að þeir geta komið á óvart þó svo að það verði auðvitað erfitt,“ sagði Dagur sem kannast vel við það að vera lægra skrifaða liðið. „Svoleiðis hlutir skipta engu máli þegar flautað er til leiks. Við vorum með ungt lið [á EM í handbolta] sem við höfðum trú á. Við stóðum okkur vel.“
Handbolti Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Sjá meira