Viðskipti innlent

Fasteignaverð heldur áfram að hækka

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fasteignaverð heldur áfram að hækka þar sem fjölbýli hefur hækkað um 10,3 prósent síðustu 12 mánuði og sérbýli um 3 prósent en heildarhækkunin er 8,5 prósent.
Fasteignaverð heldur áfram að hækka þar sem fjölbýli hefur hækkað um 10,3 prósent síðustu 12 mánuði og sérbýli um 3 prósent en heildarhækkunin er 8,5 prósent. Vísir/Vilhelm
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,6 prósent á milli mánuða í janúar, þar af hækkaði fjölbýli um 0,8 prósent og sérbýli um 0,1 prósent.

Fasteignaverð heldur því áfram að hækka þar sem fjölbýli hefur hækkað um 10,3 prósent síðustu 12 mánuði og sérbýli um 3 prósent en heildarhækkunin er 8,5 prósent. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans en þar segir að þar sem verðbólga hafi verið lág síðustu misseri þá hafi raunverð fasteigna hækkað umtalsvert.

Þinglýstum kaupsamningum á íbúðarhúsnæði fjölgaði um 17,5 prósent í fyrra sé miðað við árið á undan en síðustu mánuði hefur þróunin verið í hina áttina, það er þinglýstum kaupsamningum hefur farið fækkandi milli mánuða frá september til janúar. Séu viðskiptin í janúar í ár hins vegar borin saman við janúar í fyrra sést að þau eru töluvert meiri nú en árið 2015.

Hagfræðideild Landsbankans spáir áframhaldandi hækkun fasteignaverðs þar sem allir þeir þættir sem hafa áhrif á fasteignaverð, til að mynda þróun kaupmáttar og tekna, stefna í þá átt að verðið hækki frekar en hitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×