Seðlabankinn segist skammaður sama hvað Ingvar Haraldsson skrifar 25. ágúst 2016 07:00 Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur og Már Guðmundsson seðlabankastjóri. vísir/gva Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, segir það hafa legið fyrir að Seðlabankinn myndi liggja undir skömmum sama hvort hann héldi stýrivöxtum háum eða lágum til að bregðast við launahækkunum sem fylgdu nýlegum kjarasamningum. Seðlabankinn tilkynnti í gær, mörgum að óvörum, að stýrivextir yrðu lækkaðir um 0,5 prósentustig í 5,25 prósent. „Vegna þess að þegar við bregðumst við þessum launahækkunum með því að hafa vaxtastigið hærra og segjum að okkur takist fullkomlega það sem við ætlum að gera, að halda verðbólgumarkmiði, þá munum við heyra raddirnar: Bíddu, til hvers voruð þið að þessu, verðbólgan er bara í markmiði, var þetta ekki algjör óþarfi?“ Seðlabankinn hefði fengið sömu skammir hefðu stýrivextir ekki verið hækkaðir og verðbólga hefði hækkað í kjölfarið. Seðlabankinn hefur legið undir gagnrýni fyrir að hafa ofmetið hættuna af verðbólguhækkun og brugðist of hart við með stýrivaxtahækkunum. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti Seðlabankans úr 4,5 prósentum í 5,75 prósent á síðasta ári til að mæta væntri hækkun verðbólgu. Verðbólga hefur hins vegar verið á niðurleið og mældist verðbólga 1,1 prósent í júlí, vel fyrir neðan 2,5 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabankans. Í verðbólguspá Seðlabankans frá því í maí bjóst bankinn við 1,9 prósenta verðbólgu á þriðja ársfjórðungi og 3,0 prósenta verðbólgu á síðasta ársfjórðungi þessa árs. Seðlabankinn býst nú við að verðbólga verði 2,2 prósent í lok ársins. Peningastefnunefndin sagði lága verðbólgu erlendis, 6,5 prósenta styrkingu á gengi krónunnar og hagstæðari viðskiptakjör eiga stóran þátt í að skýra lægri verðbólgu. Auk þess hefðu stýrivaxtahækkanirnar virkað sem skyldi og stuðlað að lægri verðbólgu þar sem hærri vextir hefðu valdið hægari útlánavexti og auknum sparnaði sem dragi úr umsvifum í hagkerfinu. Það hefði stuðlað að hærri viðskiptaafgangi og sterkara gengi krónunnar. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði hugsanlegt að stýrivextir hefðu verið of háir. Hins vegar verði að taka tillit til þess að óvarlegt hefði verið að gera ráð fyrir jafn mikilli gengisstyrkingu krónunnar og orðið hefði í sumar, upp á 6,5 prósent. Þá væru vísbendingar um að þar til nýlega hefði Seðlabankann skort trúverðugleika um að hann myndi ekki gera allt sem í hans valdi stæði til að halda verðbólgunni niðri.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, segir það hafa legið fyrir að Seðlabankinn myndi liggja undir skömmum sama hvort hann héldi stýrivöxtum háum eða lágum til að bregðast við launahækkunum sem fylgdu nýlegum kjarasamningum. Seðlabankinn tilkynnti í gær, mörgum að óvörum, að stýrivextir yrðu lækkaðir um 0,5 prósentustig í 5,25 prósent. „Vegna þess að þegar við bregðumst við þessum launahækkunum með því að hafa vaxtastigið hærra og segjum að okkur takist fullkomlega það sem við ætlum að gera, að halda verðbólgumarkmiði, þá munum við heyra raddirnar: Bíddu, til hvers voruð þið að þessu, verðbólgan er bara í markmiði, var þetta ekki algjör óþarfi?“ Seðlabankinn hefði fengið sömu skammir hefðu stýrivextir ekki verið hækkaðir og verðbólga hefði hækkað í kjölfarið. Seðlabankinn hefur legið undir gagnrýni fyrir að hafa ofmetið hættuna af verðbólguhækkun og brugðist of hart við með stýrivaxtahækkunum. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti Seðlabankans úr 4,5 prósentum í 5,75 prósent á síðasta ári til að mæta væntri hækkun verðbólgu. Verðbólga hefur hins vegar verið á niðurleið og mældist verðbólga 1,1 prósent í júlí, vel fyrir neðan 2,5 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabankans. Í verðbólguspá Seðlabankans frá því í maí bjóst bankinn við 1,9 prósenta verðbólgu á þriðja ársfjórðungi og 3,0 prósenta verðbólgu á síðasta ársfjórðungi þessa árs. Seðlabankinn býst nú við að verðbólga verði 2,2 prósent í lok ársins. Peningastefnunefndin sagði lága verðbólgu erlendis, 6,5 prósenta styrkingu á gengi krónunnar og hagstæðari viðskiptakjör eiga stóran þátt í að skýra lægri verðbólgu. Auk þess hefðu stýrivaxtahækkanirnar virkað sem skyldi og stuðlað að lægri verðbólgu þar sem hærri vextir hefðu valdið hægari útlánavexti og auknum sparnaði sem dragi úr umsvifum í hagkerfinu. Það hefði stuðlað að hærri viðskiptaafgangi og sterkara gengi krónunnar. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði hugsanlegt að stýrivextir hefðu verið of háir. Hins vegar verði að taka tillit til þess að óvarlegt hefði verið að gera ráð fyrir jafn mikilli gengisstyrkingu krónunnar og orðið hefði í sumar, upp á 6,5 prósent. Þá væru vísbendingar um að þar til nýlega hefði Seðlabankann skort trúverðugleika um að hann myndi ekki gera allt sem í hans valdi stæði til að halda verðbólgunni niðri.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira