Tuttugufalt hraðari tengingar frá 2007 Hafliðí Helgason skrifar 5. október 2016 13:00 Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur Fréttabladid/GVA Frá og með síðustu mánaðamótum býður Gagnaveita Reykjavíkur upp á 1 gígabits tengingu til heimila eða 1.000 megabit yfir ljósleiðara. Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitunnar, segir þetta mikla byltingu, en áður var mest hægt að fá 500 megabit og algengar tengingar eru 100 megabit. Þessi breyting nær til þeirra 77 þúsund heimila sem nú þegar tengjast ljósleiðara Gagnaveitunnar. „Það er mikil eftirvænting hjá fjarskiptafyrirtækjunum að bjóða upp á þessa þjónustu,“ segir Erling og líkir breytingunni við að akreinum í Ártúnsbrekkunni yrði fjölgað í 10 í hvora átt. „Þetta er þjónusta sem stendur öllum sem tengjast ljósleiðaranum til boða,“ bætir hann við, en bendir á að þeir sem fengu tengibox fyrir árið 2012 gætu þurft að endurnýja það fyrir svo hraða tengingu. En er einhver þörf á þessu? kynni einhver að spyrja. Erling svarar því til að þeim tækjum á heimili sem tengjast neti fari ört fjölgandi. Hvert þessara tækja tekur til sín gagnamagn og það hefur áhrif á önnur tæki. „Notendur finna mikinn mun á hraða og snerpu, þó venjulegt heimili taki ekki til sín mikið af gögnum.“ Hann bendir á að þróun sjónvarpstækni, þar sem mynd- og hljóðgæði verða sífellt meiri, taki til sín mikinn flutning gagna. „Ég get tekið dæmi af mínu eigin heimili, þar sem ég er með 23 tæki tengd við netið og enn að bætast við.“ Erling bendir á til dæmis að með hverri kynslóð farsíma aukist þörfin verulega. „Við viðurkennum fúslega að við erum á undan og við segjum að með þessum hraða séum við tilbúin fyrir næstu kynslóð síma.“ Hann bætir við að þörfin vaxi hratt. „Netflix og sjónvarpssendingar í háskerpu ásamt geymslu gagna svo sem myndaalbúms fjölskyldunnar í skýi og upphleðsla myndbanda á Facebook gerir það að verkum að fólk vill sífellt hraðari tengingar.“ Erling segir að kosturinn við ljósleiðarann sé sú að hann geti vaxið áfram með breytingu á endabúnaði. „Það eru í raun engin takmörk á ljósleiðaranum sjálfum og það er góð tilfinning. Gagnaveitan er öflug vél fyrir þjónustufyrirtækin á fjarskiptamarkaði og við erum bara spennt að sjá hvernig þau nýta möguleikana.“ Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Frá og með síðustu mánaðamótum býður Gagnaveita Reykjavíkur upp á 1 gígabits tengingu til heimila eða 1.000 megabit yfir ljósleiðara. Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitunnar, segir þetta mikla byltingu, en áður var mest hægt að fá 500 megabit og algengar tengingar eru 100 megabit. Þessi breyting nær til þeirra 77 þúsund heimila sem nú þegar tengjast ljósleiðara Gagnaveitunnar. „Það er mikil eftirvænting hjá fjarskiptafyrirtækjunum að bjóða upp á þessa þjónustu,“ segir Erling og líkir breytingunni við að akreinum í Ártúnsbrekkunni yrði fjölgað í 10 í hvora átt. „Þetta er þjónusta sem stendur öllum sem tengjast ljósleiðaranum til boða,“ bætir hann við, en bendir á að þeir sem fengu tengibox fyrir árið 2012 gætu þurft að endurnýja það fyrir svo hraða tengingu. En er einhver þörf á þessu? kynni einhver að spyrja. Erling svarar því til að þeim tækjum á heimili sem tengjast neti fari ört fjölgandi. Hvert þessara tækja tekur til sín gagnamagn og það hefur áhrif á önnur tæki. „Notendur finna mikinn mun á hraða og snerpu, þó venjulegt heimili taki ekki til sín mikið af gögnum.“ Hann bendir á að þróun sjónvarpstækni, þar sem mynd- og hljóðgæði verða sífellt meiri, taki til sín mikinn flutning gagna. „Ég get tekið dæmi af mínu eigin heimili, þar sem ég er með 23 tæki tengd við netið og enn að bætast við.“ Erling bendir á til dæmis að með hverri kynslóð farsíma aukist þörfin verulega. „Við viðurkennum fúslega að við erum á undan og við segjum að með þessum hraða séum við tilbúin fyrir næstu kynslóð síma.“ Hann bætir við að þörfin vaxi hratt. „Netflix og sjónvarpssendingar í háskerpu ásamt geymslu gagna svo sem myndaalbúms fjölskyldunnar í skýi og upphleðsla myndbanda á Facebook gerir það að verkum að fólk vill sífellt hraðari tengingar.“ Erling segir að kosturinn við ljósleiðarann sé sú að hann geti vaxið áfram með breytingu á endabúnaði. „Það eru í raun engin takmörk á ljósleiðaranum sjálfum og það er góð tilfinning. Gagnaveitan er öflug vél fyrir þjónustufyrirtækin á fjarskiptamarkaði og við erum bara spennt að sjá hvernig þau nýta möguleikana.“
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira