Kjartan Ragnarsson vill byggja hótel í Brákarey í Borgarnesi Heiðar Lind Hansson skrifar 5. október 2016 07:00 Svæðið þar sem hugmyndin er að hótelið rísi. mynd/gunnhildur lind Kjartan Ragnarsson, einn aðaleigandi Landnámssetursins í Borgarnesi, hefur farið þess á leit að Borgarbyggð breyti skipulagi í Brákarey svo hægt verði að sækja um lóð undir hótel við Borgarneshöfn. Þetta kemur fram í bréfi Kjartans til sveitarfélagsins sem tekið var fyrir á fundi byggðarráðs 15. september, en hann hyggst sjálfur sækja um lóðina fyrir hönd rekstrarfélags Landnámssetursins.Kjartan Ragnarsson, forstöðumaður Landnámsseturs Íslands.vísir/antonNúgildandi skipulag gerir ráð fyrir hafnarstarfsemi á svæðinu sem er á forræði Faxaflóahafna. Þar hafa lítil sem engin umsvif verið síðustu áratugi. „Þau tíu ár sem ég hef verið hérna þá hef ég alltaf talað um að þetta væri eyja í atvinnuleit,“ segir Kjartan, en Brákarey var áður meginvettvangur landbúnaðarvinnslu og iðnaðar í Borgarnesi. „Framtíð þessa byggðakjarna er ferðaþjónustan,“ segir Kjartan sem kveðst horfa til byggingar Reykjavik Marina hótelsins við gömlu höfnina í Reykjavík sem fyrirmyndar að því að auka athafnalíf í eynni. Svæðið sem Kjartan hefur augastað á er elsti hluti hafnarinnar, svonefnd gamla bryggja. Hann segir um fallega staðsetningu að ræða, en þaðan er útsýni yfir Mýrar og út á Snæfellsnes. Hann er vongóður um framhaldið og hefur fengið jákvæðar undirtektir hjá sveitarstjórnarmönnum. „Hugmyndin hjá okkur er að sjálfsögðu að fá sterka fjárfestingu inn í dæmið. Þetta er langhlaup og eitthvað sem verður ekki hlaupið að í hvelli,“ segir Kjartan sem ítrekar að hugmyndin sé á frumstigi. Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, segir hugmyndina áhugaverða. Hann minnir á að sveitarfélagið hafi ýmsar skyldur í þessu sambandi bæði hvað varðar deiliskipulag og jafnræðisreglu og að hugleiða þurfi vel öll skref í þeim efnum. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, kveðst vera ánægður með hugmyndina. „Sem kunnugt er er ekki mikið líf í höfninni í Borgarnesi. Hótel í þeim dúr sem Kjartan er að tala um myndi bara lífga upp á svæðið.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Tengdar fréttir Íslendingar fljúga í Karíbahafi Félagið heitir Dominican Wings og er dótturfélag litháíska flugfélagsins Avion Express. Um síðustu helgi flaug Airbus 320 vél Dominican Wings jómfrúarflug sitt frá Santo Domingo, höfuðborg Dómíniska lýðveldisins til Miami í Bandaríkjunum. 5. október 2016 07:00 Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Kjartan Ragnarsson, einn aðaleigandi Landnámssetursins í Borgarnesi, hefur farið þess á leit að Borgarbyggð breyti skipulagi í Brákarey svo hægt verði að sækja um lóð undir hótel við Borgarneshöfn. Þetta kemur fram í bréfi Kjartans til sveitarfélagsins sem tekið var fyrir á fundi byggðarráðs 15. september, en hann hyggst sjálfur sækja um lóðina fyrir hönd rekstrarfélags Landnámssetursins.Kjartan Ragnarsson, forstöðumaður Landnámsseturs Íslands.vísir/antonNúgildandi skipulag gerir ráð fyrir hafnarstarfsemi á svæðinu sem er á forræði Faxaflóahafna. Þar hafa lítil sem engin umsvif verið síðustu áratugi. „Þau tíu ár sem ég hef verið hérna þá hef ég alltaf talað um að þetta væri eyja í atvinnuleit,“ segir Kjartan, en Brákarey var áður meginvettvangur landbúnaðarvinnslu og iðnaðar í Borgarnesi. „Framtíð þessa byggðakjarna er ferðaþjónustan,“ segir Kjartan sem kveðst horfa til byggingar Reykjavik Marina hótelsins við gömlu höfnina í Reykjavík sem fyrirmyndar að því að auka athafnalíf í eynni. Svæðið sem Kjartan hefur augastað á er elsti hluti hafnarinnar, svonefnd gamla bryggja. Hann segir um fallega staðsetningu að ræða, en þaðan er útsýni yfir Mýrar og út á Snæfellsnes. Hann er vongóður um framhaldið og hefur fengið jákvæðar undirtektir hjá sveitarstjórnarmönnum. „Hugmyndin hjá okkur er að sjálfsögðu að fá sterka fjárfestingu inn í dæmið. Þetta er langhlaup og eitthvað sem verður ekki hlaupið að í hvelli,“ segir Kjartan sem ítrekar að hugmyndin sé á frumstigi. Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, segir hugmyndina áhugaverða. Hann minnir á að sveitarfélagið hafi ýmsar skyldur í þessu sambandi bæði hvað varðar deiliskipulag og jafnræðisreglu og að hugleiða þurfi vel öll skref í þeim efnum. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, kveðst vera ánægður með hugmyndina. „Sem kunnugt er er ekki mikið líf í höfninni í Borgarnesi. Hótel í þeim dúr sem Kjartan er að tala um myndi bara lífga upp á svæðið.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tengdar fréttir Íslendingar fljúga í Karíbahafi Félagið heitir Dominican Wings og er dótturfélag litháíska flugfélagsins Avion Express. Um síðustu helgi flaug Airbus 320 vél Dominican Wings jómfrúarflug sitt frá Santo Domingo, höfuðborg Dómíniska lýðveldisins til Miami í Bandaríkjunum. 5. október 2016 07:00 Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Íslendingar fljúga í Karíbahafi Félagið heitir Dominican Wings og er dótturfélag litháíska flugfélagsins Avion Express. Um síðustu helgi flaug Airbus 320 vél Dominican Wings jómfrúarflug sitt frá Santo Domingo, höfuðborg Dómíniska lýðveldisins til Miami í Bandaríkjunum. 5. október 2016 07:00