LeBron bað um ís og að sjálfsögðu fékk kóngurinn ís Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2016 17:00 LeBron James og dóttir hans á góðri stundu. Vísir/Getty LeBron James er ekki kallaður kóngurinn í NBA-körfuboltanum að ástæðulausu. Það sem kóngurinn vill mun kóngurinn fá. Gott dæmi um það er umgjörðin í kringum fyrsta leik Cleveland Cavaliers liðsins sem NBA-meistari. NBA-deildin hefst í kvöld með leik Cleveland Cavaliers og New York Knicks en fyrir leikinn verður sérstök verðlaunahátíð í Quicken Loans höllinni þar sem leikmenn, þjálfarar og starfsmenn Cleveland liðsins á síðasta ári fá afhenta meistarahringi sína. Á sama tíma á hafnarboltavellinum við hliðina mun Cleveland Indians liðið spila fyrsta leikinn í úrslitum hafnarbolta deildarinnar. Þetta er í fyrsta sinn frá 1997 sem hafnarboltalið Cleveland spilar til úrslita og það er einmitt á sama kvöldi og körfuboltalið borgarinnar tekur við hringunum sínum. LeBron James var spurður um það í síðustu viku hvort það væri eitthvað sem honum dytti í hug til að gera þetta kvöld enn betra. Svar hans var: „Ég veit það ekki, kannski að hafa ísbíl fyrir utan báðar hallirnar á sama tíma líka. Það yrði rúsínan í pylsuendanum (ísinn á toppi kökunnar),“ svaraði LeBron James. Blue Bunny ísgerðin stökk til að varð við ósk kóngsins í Cleveland. Ísgerðin mun mæta með ísbíl og bjóða stuðningsmönnum Cleveland-liðanna upp á frían ís fyrir leikina. Cleveland Cavaliers ætlar líka að byrja sinn leik hálftíma fyrr til að auðvelda stuðningsfólki sínu að fylgjast með báðum leikjum þetta risakvöld í íþróttasögu Cleveland-borgar. Það verður allt að gerast í Cleveland í kvöld.Hey Cleveland, @KingJames asked for an ice cream truck to make tomorrow even more fun. Free ice cream is coming – see you soon! #WonForAll pic.twitter.com/mndv7TsJtB— Blue_Bunny (@Blue_Bunny) October 24, 2016 NBA Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni Sjá meira
LeBron James er ekki kallaður kóngurinn í NBA-körfuboltanum að ástæðulausu. Það sem kóngurinn vill mun kóngurinn fá. Gott dæmi um það er umgjörðin í kringum fyrsta leik Cleveland Cavaliers liðsins sem NBA-meistari. NBA-deildin hefst í kvöld með leik Cleveland Cavaliers og New York Knicks en fyrir leikinn verður sérstök verðlaunahátíð í Quicken Loans höllinni þar sem leikmenn, þjálfarar og starfsmenn Cleveland liðsins á síðasta ári fá afhenta meistarahringi sína. Á sama tíma á hafnarboltavellinum við hliðina mun Cleveland Indians liðið spila fyrsta leikinn í úrslitum hafnarbolta deildarinnar. Þetta er í fyrsta sinn frá 1997 sem hafnarboltalið Cleveland spilar til úrslita og það er einmitt á sama kvöldi og körfuboltalið borgarinnar tekur við hringunum sínum. LeBron James var spurður um það í síðustu viku hvort það væri eitthvað sem honum dytti í hug til að gera þetta kvöld enn betra. Svar hans var: „Ég veit það ekki, kannski að hafa ísbíl fyrir utan báðar hallirnar á sama tíma líka. Það yrði rúsínan í pylsuendanum (ísinn á toppi kökunnar),“ svaraði LeBron James. Blue Bunny ísgerðin stökk til að varð við ósk kóngsins í Cleveland. Ísgerðin mun mæta með ísbíl og bjóða stuðningsmönnum Cleveland-liðanna upp á frían ís fyrir leikina. Cleveland Cavaliers ætlar líka að byrja sinn leik hálftíma fyrr til að auðvelda stuðningsfólki sínu að fylgjast með báðum leikjum þetta risakvöld í íþróttasögu Cleveland-borgar. Það verður allt að gerast í Cleveland í kvöld.Hey Cleveland, @KingJames asked for an ice cream truck to make tomorrow even more fun. Free ice cream is coming – see you soon! #WonForAll pic.twitter.com/mndv7TsJtB— Blue_Bunny (@Blue_Bunny) October 24, 2016
NBA Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni Sjá meira