Skutla matvörunum upp að dyrum Sæunn Gísladóttir skrifar 19. október 2016 10:30 Sigurður og Haukur ásamt Vilhjálmi Einarssyni. Vísir/GVA „Ég myndi segja að við séum búnir að fá fínt hlutfall af viðskiptum en enn þá meiri forvitni,“ segir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson. Sigurður ásamt Hauki Hrafni Þorsteinssyni er eigandi Boxins.is, vefverslunar sem var opnuð um síðustu helgi.Boxið.is selur þurrvörur, gos, þvottaefni og aðrar nauðsynjar og sendir þær upp að dyrum. „Verðið er mjög samkeppnishæft, þetta eru alls ekki dýrustu vörurnar á markaði,“ segir Sigurður. Greitt er sendingargjald fyrir innkaup undir 10 þúsund krónum, annars er heimsendingin ókeypis. „Hugmyndin spratt upp frá því að ég bjó í Bandaríkjunum og nýtti mér það mikið að fá heimsendingu, bæði á matvörum og mat af veitingastöðum. Mér þótti og þykir enn ofboðslega leiðinlegt að kaupa ýmsar nauðsynjavörur, sérstaklega þungar matvörur, í búð og svo á maður það til að gleyma að kaupa nauðsynjar eins og þvottaefni,“ segir Sigurður. „Haukur er hugbúnaðarverkfræðingur og við höfum oft verið að tala um þetta. Hann er fjölskyldumaður og sagði að það að sleppa við að fara í búðina með börn í för væru svo mikil lífsgæði.“ Að mati Sigurðar eru Íslendingar hægt og rólega að venjast því að versla á netinu. Sigurður segir að margir forðist netkaup vegna óvissu um hvenær varan kemur. „Við erum að bjóða upp á að þú veljir afhendingarhólf, þú getur pantað í hádeginu og sagst vilja vörurnar milli sex og átta, það hjálpar kannski fólki að komast yfir þennan þröskuld að eyða óvissunni um hvenær þetta kemur. Boxið.is er nú með þúsund vörunúmer en einungis Sigurð og frænda hans að störfum. Hann býst svo við að ráða fleiri með aukinni eftirspurn. Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
„Ég myndi segja að við séum búnir að fá fínt hlutfall af viðskiptum en enn þá meiri forvitni,“ segir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson. Sigurður ásamt Hauki Hrafni Þorsteinssyni er eigandi Boxins.is, vefverslunar sem var opnuð um síðustu helgi.Boxið.is selur þurrvörur, gos, þvottaefni og aðrar nauðsynjar og sendir þær upp að dyrum. „Verðið er mjög samkeppnishæft, þetta eru alls ekki dýrustu vörurnar á markaði,“ segir Sigurður. Greitt er sendingargjald fyrir innkaup undir 10 þúsund krónum, annars er heimsendingin ókeypis. „Hugmyndin spratt upp frá því að ég bjó í Bandaríkjunum og nýtti mér það mikið að fá heimsendingu, bæði á matvörum og mat af veitingastöðum. Mér þótti og þykir enn ofboðslega leiðinlegt að kaupa ýmsar nauðsynjavörur, sérstaklega þungar matvörur, í búð og svo á maður það til að gleyma að kaupa nauðsynjar eins og þvottaefni,“ segir Sigurður. „Haukur er hugbúnaðarverkfræðingur og við höfum oft verið að tala um þetta. Hann er fjölskyldumaður og sagði að það að sleppa við að fara í búðina með börn í för væru svo mikil lífsgæði.“ Að mati Sigurðar eru Íslendingar hægt og rólega að venjast því að versla á netinu. Sigurður segir að margir forðist netkaup vegna óvissu um hvenær varan kemur. „Við erum að bjóða upp á að þú veljir afhendingarhólf, þú getur pantað í hádeginu og sagst vilja vörurnar milli sex og átta, það hjálpar kannski fólki að komast yfir þennan þröskuld að eyða óvissunni um hvenær þetta kemur. Boxið.is er nú með þúsund vörunúmer en einungis Sigurð og frænda hans að störfum. Hann býst svo við að ráða fleiri með aukinni eftirspurn.
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira