Bakarí Jóa Fel gjaldþrota Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2020 13:16 Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Jóa Fel árangurslaust undanfarnar vikur. Bakarísrekstur Jóhannesar Felixssonar, Jóa Fel, er kominn í þrot. Gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Frá þessu greinir Stundin. Krafn um gjaldþrot var lögð fram á grundvelli vangoldinna iðgjalda. Þau hafi verið innheimt af launum starfsfólks en ekki skilað til sjóðsins. Þá mun fyrirtækið ekki hafa greitt mótframlag af launum starfsfólks til lífeyrissjóðsins. Grímur Sigurðsson lögmaður hefur verið skipaður skiptastjóri í þrotabúi Jóa Fel. Hann segir í samtali við Vísi að nú hefjist hefðbundin vinna við að hafa uppi á eignum og lýsa eftir kröfu.Jóhannes Felixson bakari, sem rekið hefur bakarí Jóa Fel undanfarin ár, segist funda stöðugt vegna resktrarerfiðleika bakarísins. Aðeins tvö bakarí eru opin sem stendur en fjórum hefur verið lokað. Útburðarmál vegna ógreiddrar leigu Bakarí Jóa Fel í Holtagörðum, þar sem öll framleiðsla fer fram, og Spönginni eru enn opin samkvæmt upplýsingum úr símsvörun bakaríanna. Bakaríunum við JL-húsið, í Smáralind, Garðabæ og Borgartúni hefur verið lokað. Jói Fel var á fundi með skiptastjóra í Holtagörðum þegar ljósmyndara fréttastofu bar að garði á öðrum tímanum.Vísir/Vilhelm Morgunblaðið greindi frá því í ágúst að eigandi húsnæðis í Borgartúni sem Jói Fel hafði á leigu hefði ákveðið að höfða útburðarmál vegna vangoldinnar leigu. Bakaríinu var lokað um það leyti og svo hinum áðurnefndu í kjölfarið. Jói Fel hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum frá fréttastofu undanfarnar vikur. Sagði allt óljóst Bakarinn var fámáll í samtölum við DV og Mannlíf á þriðjudag þar sem hann sagðist hreinlega ekki vita stöðu mála. Eitthvað gæti gerst í vikunni en það væri óljóst. „Ég er bara á fundum alla vikuna, allt er í vinnslu og ég veit ekkert.“ Jói Fel rak bakarí á Selfossi og Hellu sem var lokað í september í fyrra eftir átján mánaða rekstur. Um var að ræða bakaríin Guðni bakari á Selfossi og Kökuval á Hellu sem fóru í þrot. Engar færslur hafa verið á heimasíðu Jóa Fel eða Facebook-síðu undanfarnar fjórar vikur. Gjaldþrot Veitingastaðir Lífeyrissjóðir Bakarí Smáralind Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Bakarísrekstur Jóhannesar Felixssonar, Jóa Fel, er kominn í þrot. Gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Frá þessu greinir Stundin. Krafn um gjaldþrot var lögð fram á grundvelli vangoldinna iðgjalda. Þau hafi verið innheimt af launum starfsfólks en ekki skilað til sjóðsins. Þá mun fyrirtækið ekki hafa greitt mótframlag af launum starfsfólks til lífeyrissjóðsins. Grímur Sigurðsson lögmaður hefur verið skipaður skiptastjóri í þrotabúi Jóa Fel. Hann segir í samtali við Vísi að nú hefjist hefðbundin vinna við að hafa uppi á eignum og lýsa eftir kröfu.Jóhannes Felixson bakari, sem rekið hefur bakarí Jóa Fel undanfarin ár, segist funda stöðugt vegna resktrarerfiðleika bakarísins. Aðeins tvö bakarí eru opin sem stendur en fjórum hefur verið lokað. Útburðarmál vegna ógreiddrar leigu Bakarí Jóa Fel í Holtagörðum, þar sem öll framleiðsla fer fram, og Spönginni eru enn opin samkvæmt upplýsingum úr símsvörun bakaríanna. Bakaríunum við JL-húsið, í Smáralind, Garðabæ og Borgartúni hefur verið lokað. Jói Fel var á fundi með skiptastjóra í Holtagörðum þegar ljósmyndara fréttastofu bar að garði á öðrum tímanum.Vísir/Vilhelm Morgunblaðið greindi frá því í ágúst að eigandi húsnæðis í Borgartúni sem Jói Fel hafði á leigu hefði ákveðið að höfða útburðarmál vegna vangoldinnar leigu. Bakaríinu var lokað um það leyti og svo hinum áðurnefndu í kjölfarið. Jói Fel hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum frá fréttastofu undanfarnar vikur. Sagði allt óljóst Bakarinn var fámáll í samtölum við DV og Mannlíf á þriðjudag þar sem hann sagðist hreinlega ekki vita stöðu mála. Eitthvað gæti gerst í vikunni en það væri óljóst. „Ég er bara á fundum alla vikuna, allt er í vinnslu og ég veit ekkert.“ Jói Fel rak bakarí á Selfossi og Hellu sem var lokað í september í fyrra eftir átján mánaða rekstur. Um var að ræða bakaríin Guðni bakari á Selfossi og Kökuval á Hellu sem fóru í þrot. Engar færslur hafa verið á heimasíðu Jóa Fel eða Facebook-síðu undanfarnar fjórar vikur.
Gjaldþrot Veitingastaðir Lífeyrissjóðir Bakarí Smáralind Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira