NBA: James stigalaus í fjórða leikhluta og leikur Cleveland hrundi | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2016 10:00 LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers sýndu enn á ný veikleikamerki í tapi á móti Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Russell Westbrook fékk ekki að spila í lokaleikhlutanum og náði því ekki þrennu í fjórða leiknum í röð. Þetta var gott kvöld fyrir New York liðin því Knicks vann líka sinn leik og einnig nýliðann Myles Turner hjá Indiana sem hélt upp á tvítugsafmælið sitt með stórleik.Brook Lopez skoraði 22 stig og þar á meðal fimm síðustu stigin þegar Brooklyn Nets vann 104-95 sigur á Cleveland Cavaliers. Miðherjinn var einnig með 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Shane Larkin kom aftur inn í byrjunarliðið og var með 16 stig og 7 stoðsendingar. LeBron James var kominn með 30 stig eftir þrjá leikhluta þar sem hann hitti úr 13 af fyrstu 14 skotum sínum. James klikkaði aftur á móti á báðum skotum sínum í fjórða leikhlutanum og var þá stigalaus. Brooklyn-liðið vann leikhlutann 24-12 og þar með leikinn með níu stigum. Leikur Cleveland Cavaliers hrundi algjörlega í lokin þegar náði 14-0 spretti á síðustu sex mínútunum og tryggði sér sigurinn. Cavaliers-liðið var fyrir leikinn búið að vinna 32 fleiri leiki en Brooklyn á tímabilinu. Kyrie Irving (13 stig) og Kevin Love (11 stig og 12 fráköst) voru næstir James í stigaskorun en þeir þurftu 36 skot til þess að skora þessi 24 stig sín og voru saman 1 af 13 fyrir utan þriggja stiga línuna.Kevin Durant var með 20 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst þegar Oklahoma City Thunder vann öruggan 113-91 heimasigur á Utah Jazz. Þetta var sjötti sigur Oklahoma City í röð. Russell Westbrook átti möguleika á að ná þrennu í fjórða leiknum í röð en fékk ekkert að spila í fjórða leikhluta þegar Thunder-liðið var komið með örugga forystu. Westbrook var með 15 stig, 9 stoðsendingar og 7 fráköst í fyrstu þremur leikhlutanum og því kominn í færi við enn eina þrennuna.Carmelo Anthony skoraði 26 stig og nýliðinn Kristaps Porzingis var með 19 stig þegar New York Knicks vann 106-94 sigur á Chicago Bulls en Knicks vann því báða leiki liðanna á tímabilinu. Derrick Rose skoraði 30 stig fyrir Chicago sem er nú í hættu á að komast ekki í úrslitakeppnina.Myles Turner var með 24 stig og 16 fráköst á tuttugu ára afmælisdeginum sínum þegar lið hans Indiana Pacers vann 92-84 heimasigur á New Orleans Pelicans. Þetta var annar sigur Indiana í röð en liðið missti Paul George af velli meiddan í þriðja leikhlutanum. J.J. Redick skoraði sigurkörfuna rétt áður en leiktíminn rann út þegar Los Angeles Clippers vann 96-94 sigur á Portland Trail Blazers. Clippers átti innskast 1,1 sekúndu fyrir leikslok, Chris Paul fann Redick sem náði að skora rétt inann þriggja stiga línuna. Chris Paul og Jamal Crawford voru stigahæstir hjá Clippers-liðinu með 25 stig hvor en bætti við 12 stigum og 13 fráköstum. Damian Lillard var með 18 stig fyrir Portland sem hefur verið að gefa eftir að undanförnu en þetta var áttunda tap liðsins í síðustu tólf leikjum. Lillard var einnig með átta stoðsendingar en hitti aðeins úr 4 af 16 skotum sínum.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Indiana Pacers - New Orleans Pelicans 92-84 Brooklyn Nets - Cleveland Cavaliers 104-95 New York Knicks - Chicago Bulls 106-94 Oklahoma City Thunder - Utah Jazz 113-91 Los Angeles Clippers - Portland Trail Blazers 96-94Staðan í NBA-deildinni eftir leiki næturinnar. NBA Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers sýndu enn á ný veikleikamerki í tapi á móti Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Russell Westbrook fékk ekki að spila í lokaleikhlutanum og náði því ekki þrennu í fjórða leiknum í röð. Þetta var gott kvöld fyrir New York liðin því Knicks vann líka sinn leik og einnig nýliðann Myles Turner hjá Indiana sem hélt upp á tvítugsafmælið sitt með stórleik.Brook Lopez skoraði 22 stig og þar á meðal fimm síðustu stigin þegar Brooklyn Nets vann 104-95 sigur á Cleveland Cavaliers. Miðherjinn var einnig með 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Shane Larkin kom aftur inn í byrjunarliðið og var með 16 stig og 7 stoðsendingar. LeBron James var kominn með 30 stig eftir þrjá leikhluta þar sem hann hitti úr 13 af fyrstu 14 skotum sínum. James klikkaði aftur á móti á báðum skotum sínum í fjórða leikhlutanum og var þá stigalaus. Brooklyn-liðið vann leikhlutann 24-12 og þar með leikinn með níu stigum. Leikur Cleveland Cavaliers hrundi algjörlega í lokin þegar náði 14-0 spretti á síðustu sex mínútunum og tryggði sér sigurinn. Cavaliers-liðið var fyrir leikinn búið að vinna 32 fleiri leiki en Brooklyn á tímabilinu. Kyrie Irving (13 stig) og Kevin Love (11 stig og 12 fráköst) voru næstir James í stigaskorun en þeir þurftu 36 skot til þess að skora þessi 24 stig sín og voru saman 1 af 13 fyrir utan þriggja stiga línuna.Kevin Durant var með 20 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst þegar Oklahoma City Thunder vann öruggan 113-91 heimasigur á Utah Jazz. Þetta var sjötti sigur Oklahoma City í röð. Russell Westbrook átti möguleika á að ná þrennu í fjórða leiknum í röð en fékk ekkert að spila í fjórða leikhluta þegar Thunder-liðið var komið með örugga forystu. Westbrook var með 15 stig, 9 stoðsendingar og 7 fráköst í fyrstu þremur leikhlutanum og því kominn í færi við enn eina þrennuna.Carmelo Anthony skoraði 26 stig og nýliðinn Kristaps Porzingis var með 19 stig þegar New York Knicks vann 106-94 sigur á Chicago Bulls en Knicks vann því báða leiki liðanna á tímabilinu. Derrick Rose skoraði 30 stig fyrir Chicago sem er nú í hættu á að komast ekki í úrslitakeppnina.Myles Turner var með 24 stig og 16 fráköst á tuttugu ára afmælisdeginum sínum þegar lið hans Indiana Pacers vann 92-84 heimasigur á New Orleans Pelicans. Þetta var annar sigur Indiana í röð en liðið missti Paul George af velli meiddan í þriðja leikhlutanum. J.J. Redick skoraði sigurkörfuna rétt áður en leiktíminn rann út þegar Los Angeles Clippers vann 96-94 sigur á Portland Trail Blazers. Clippers átti innskast 1,1 sekúndu fyrir leikslok, Chris Paul fann Redick sem náði að skora rétt inann þriggja stiga línuna. Chris Paul og Jamal Crawford voru stigahæstir hjá Clippers-liðinu með 25 stig hvor en bætti við 12 stigum og 13 fráköstum. Damian Lillard var með 18 stig fyrir Portland sem hefur verið að gefa eftir að undanförnu en þetta var áttunda tap liðsins í síðustu tólf leikjum. Lillard var einnig með átta stoðsendingar en hitti aðeins úr 4 af 16 skotum sínum.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Indiana Pacers - New Orleans Pelicans 92-84 Brooklyn Nets - Cleveland Cavaliers 104-95 New York Knicks - Chicago Bulls 106-94 Oklahoma City Thunder - Utah Jazz 113-91 Los Angeles Clippers - Portland Trail Blazers 96-94Staðan í NBA-deildinni eftir leiki næturinnar.
NBA Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira