Forstjóri MS hafnar fullyrðingum framkvæmdastjóra Örnu: Gætum þess að veita nýjum framleiðendum svigrúm Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. ágúst 2016 15:56 Ari Edwald forstjóri MS. vísir Ari Edwald, forstjóri MS, hafnar fullyrðingum Hálfdánar Óskarssonar, framkvæmdastjóra Örnu, þess efnis að MS geti gert út af við Örnu með því að hefja framleiðslu á laktósafríum vörum. Segir Ari að, þvert á móti, hafi MS gefið Örnu svigrúm til þess að þróa sínar vörur með því að fara ekki inn á viðkomandi svið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá forstjóra MS þar sem hann svarar fullyrðingum Hálfdánar sem var í viðtali við Markaðinn í Fréttablaðinu í vikunni. Þar sagði Hálfdán að MS gæti undirboðið Örnu og þar með „drepið okkur á nokkrum vikum,“ líkt og hann komst að orði í viðtalinu.Sjá einnig: Framkvæmdastjóri Örnu: MS gæti drepið okkur á nokkrum vikum standi neytendur ekki með okkurÍ yfirlýsingu Ari segir að MS hafi hafni þessum fullyrðingum alfarið og að MS fagni nýjum framleiðendum í mjólkuriðnaði. „Sú gróska sem á sér stað í greininni er mikið gleðiefni og sem stærsti aðilinn á markaðnum höfum við hjá MS einmitt gætt þess að gefa nýjum framleiðendum svigrúm þegar komið er fram með nýjar vörur og vöruflokka með því að fara ekki sjálf inn á viðkomandi svið.“ Segir MS að undirboð á vörum sem MS verðleggur sjálft sé lögbrot þar sem MS sé markaðsráðandi fyrirtæki. Hálfdán sagði í viðtalinu jafnframt að MS hafi komið með laktósafría mjólk á markaðinn þegar félagið hafi frétt af því að Arna ætlaði sér að koma með slíka vöru á markaðinn. Ari segir þetta ekki rétt, MS hafi verið með slíka vöru í þróun í nokkurn tíma áður en að Arna hóf starfsemi. Eftir að Arna hafi hafið rekstur og í ljós hafi komið að Arna ætlaði sér að þróa fleiri tegundir af laktósafríum vörum hafi MS ákveðið að fara ekki í frekari þróun á laktósafríum vörum „einmitt til að nýr og smærri framleiðandi hefði þarna svigrúm til nýsköpunar á markaði“ líkt og segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Örnu: MS gæti drepið okkur á nokkrum vikum standi neytendur ekki með okkur Þrjú ár verða í næsta mánuði liðin frá því að mjólkurframleiðsla hófst hjá Örnu á Bolungarvík. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sér tækifæri til þess að vaxa. 10. ágúst 2016 09:30 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Ari Edwald, forstjóri MS, hafnar fullyrðingum Hálfdánar Óskarssonar, framkvæmdastjóra Örnu, þess efnis að MS geti gert út af við Örnu með því að hefja framleiðslu á laktósafríum vörum. Segir Ari að, þvert á móti, hafi MS gefið Örnu svigrúm til þess að þróa sínar vörur með því að fara ekki inn á viðkomandi svið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá forstjóra MS þar sem hann svarar fullyrðingum Hálfdánar sem var í viðtali við Markaðinn í Fréttablaðinu í vikunni. Þar sagði Hálfdán að MS gæti undirboðið Örnu og þar með „drepið okkur á nokkrum vikum,“ líkt og hann komst að orði í viðtalinu.Sjá einnig: Framkvæmdastjóri Örnu: MS gæti drepið okkur á nokkrum vikum standi neytendur ekki með okkurÍ yfirlýsingu Ari segir að MS hafi hafni þessum fullyrðingum alfarið og að MS fagni nýjum framleiðendum í mjólkuriðnaði. „Sú gróska sem á sér stað í greininni er mikið gleðiefni og sem stærsti aðilinn á markaðnum höfum við hjá MS einmitt gætt þess að gefa nýjum framleiðendum svigrúm þegar komið er fram með nýjar vörur og vöruflokka með því að fara ekki sjálf inn á viðkomandi svið.“ Segir MS að undirboð á vörum sem MS verðleggur sjálft sé lögbrot þar sem MS sé markaðsráðandi fyrirtæki. Hálfdán sagði í viðtalinu jafnframt að MS hafi komið með laktósafría mjólk á markaðinn þegar félagið hafi frétt af því að Arna ætlaði sér að koma með slíka vöru á markaðinn. Ari segir þetta ekki rétt, MS hafi verið með slíka vöru í þróun í nokkurn tíma áður en að Arna hóf starfsemi. Eftir að Arna hafi hafið rekstur og í ljós hafi komið að Arna ætlaði sér að þróa fleiri tegundir af laktósafríum vörum hafi MS ákveðið að fara ekki í frekari þróun á laktósafríum vörum „einmitt til að nýr og smærri framleiðandi hefði þarna svigrúm til nýsköpunar á markaði“ líkt og segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Örnu: MS gæti drepið okkur á nokkrum vikum standi neytendur ekki með okkur Þrjú ár verða í næsta mánuði liðin frá því að mjólkurframleiðsla hófst hjá Örnu á Bolungarvík. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sér tækifæri til þess að vaxa. 10. ágúst 2016 09:30 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Framkvæmdastjóri Örnu: MS gæti drepið okkur á nokkrum vikum standi neytendur ekki með okkur Þrjú ár verða í næsta mánuði liðin frá því að mjólkurframleiðsla hófst hjá Örnu á Bolungarvík. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sér tækifæri til þess að vaxa. 10. ágúst 2016 09:30