Forstjóri MS hafnar fullyrðingum framkvæmdastjóra Örnu: Gætum þess að veita nýjum framleiðendum svigrúm Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. ágúst 2016 15:56 Ari Edwald forstjóri MS. vísir Ari Edwald, forstjóri MS, hafnar fullyrðingum Hálfdánar Óskarssonar, framkvæmdastjóra Örnu, þess efnis að MS geti gert út af við Örnu með því að hefja framleiðslu á laktósafríum vörum. Segir Ari að, þvert á móti, hafi MS gefið Örnu svigrúm til þess að þróa sínar vörur með því að fara ekki inn á viðkomandi svið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá forstjóra MS þar sem hann svarar fullyrðingum Hálfdánar sem var í viðtali við Markaðinn í Fréttablaðinu í vikunni. Þar sagði Hálfdán að MS gæti undirboðið Örnu og þar með „drepið okkur á nokkrum vikum,“ líkt og hann komst að orði í viðtalinu.Sjá einnig: Framkvæmdastjóri Örnu: MS gæti drepið okkur á nokkrum vikum standi neytendur ekki með okkurÍ yfirlýsingu Ari segir að MS hafi hafni þessum fullyrðingum alfarið og að MS fagni nýjum framleiðendum í mjólkuriðnaði. „Sú gróska sem á sér stað í greininni er mikið gleðiefni og sem stærsti aðilinn á markaðnum höfum við hjá MS einmitt gætt þess að gefa nýjum framleiðendum svigrúm þegar komið er fram með nýjar vörur og vöruflokka með því að fara ekki sjálf inn á viðkomandi svið.“ Segir MS að undirboð á vörum sem MS verðleggur sjálft sé lögbrot þar sem MS sé markaðsráðandi fyrirtæki. Hálfdán sagði í viðtalinu jafnframt að MS hafi komið með laktósafría mjólk á markaðinn þegar félagið hafi frétt af því að Arna ætlaði sér að koma með slíka vöru á markaðinn. Ari segir þetta ekki rétt, MS hafi verið með slíka vöru í þróun í nokkurn tíma áður en að Arna hóf starfsemi. Eftir að Arna hafi hafið rekstur og í ljós hafi komið að Arna ætlaði sér að þróa fleiri tegundir af laktósafríum vörum hafi MS ákveðið að fara ekki í frekari þróun á laktósafríum vörum „einmitt til að nýr og smærri framleiðandi hefði þarna svigrúm til nýsköpunar á markaði“ líkt og segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Örnu: MS gæti drepið okkur á nokkrum vikum standi neytendur ekki með okkur Þrjú ár verða í næsta mánuði liðin frá því að mjólkurframleiðsla hófst hjá Örnu á Bolungarvík. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sér tækifæri til þess að vaxa. 10. ágúst 2016 09:30 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Ari Edwald, forstjóri MS, hafnar fullyrðingum Hálfdánar Óskarssonar, framkvæmdastjóra Örnu, þess efnis að MS geti gert út af við Örnu með því að hefja framleiðslu á laktósafríum vörum. Segir Ari að, þvert á móti, hafi MS gefið Örnu svigrúm til þess að þróa sínar vörur með því að fara ekki inn á viðkomandi svið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá forstjóra MS þar sem hann svarar fullyrðingum Hálfdánar sem var í viðtali við Markaðinn í Fréttablaðinu í vikunni. Þar sagði Hálfdán að MS gæti undirboðið Örnu og þar með „drepið okkur á nokkrum vikum,“ líkt og hann komst að orði í viðtalinu.Sjá einnig: Framkvæmdastjóri Örnu: MS gæti drepið okkur á nokkrum vikum standi neytendur ekki með okkurÍ yfirlýsingu Ari segir að MS hafi hafni þessum fullyrðingum alfarið og að MS fagni nýjum framleiðendum í mjólkuriðnaði. „Sú gróska sem á sér stað í greininni er mikið gleðiefni og sem stærsti aðilinn á markaðnum höfum við hjá MS einmitt gætt þess að gefa nýjum framleiðendum svigrúm þegar komið er fram með nýjar vörur og vöruflokka með því að fara ekki sjálf inn á viðkomandi svið.“ Segir MS að undirboð á vörum sem MS verðleggur sjálft sé lögbrot þar sem MS sé markaðsráðandi fyrirtæki. Hálfdán sagði í viðtalinu jafnframt að MS hafi komið með laktósafría mjólk á markaðinn þegar félagið hafi frétt af því að Arna ætlaði sér að koma með slíka vöru á markaðinn. Ari segir þetta ekki rétt, MS hafi verið með slíka vöru í þróun í nokkurn tíma áður en að Arna hóf starfsemi. Eftir að Arna hafi hafið rekstur og í ljós hafi komið að Arna ætlaði sér að þróa fleiri tegundir af laktósafríum vörum hafi MS ákveðið að fara ekki í frekari þróun á laktósafríum vörum „einmitt til að nýr og smærri framleiðandi hefði þarna svigrúm til nýsköpunar á markaði“ líkt og segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Örnu: MS gæti drepið okkur á nokkrum vikum standi neytendur ekki með okkur Þrjú ár verða í næsta mánuði liðin frá því að mjólkurframleiðsla hófst hjá Örnu á Bolungarvík. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sér tækifæri til þess að vaxa. 10. ágúst 2016 09:30 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Framkvæmdastjóri Örnu: MS gæti drepið okkur á nokkrum vikum standi neytendur ekki með okkur Þrjú ár verða í næsta mánuði liðin frá því að mjólkurframleiðsla hófst hjá Örnu á Bolungarvík. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sér tækifæri til þess að vaxa. 10. ágúst 2016 09:30