Ellie bætist þar í hóp með stjörnum á borð við Jennifer Aniston, Rihanna, Kate Hudson, Gwynteh Paltrow og Sienna Miller sem hafa allar klæðst Galvan á rauða dreglinum.
Tilefnið var hátíðin MusiCares 2016 sem haldin var í Staples Center á laugardag. Klæddist Ellie kjól sem var með hvítu pilsi og svörtum efripart.
