Glamour

Kade Hudson í Galvan á People´s Choice Awards

Ritstjórn skrifar
Glamour/Getty
Leikkonan Kate Hudson var stórglæsileg á rauða dreglinum á People´s Choice Awards sem fór fram í Los Angeles í gærkvöldi. 

Hudson klæddist hvítu dragsíðum samfesting frá fatamerki Sólveigar Káradóttur, Galvan London,  og hefur leikkonan þegar hlotið mikið lof fyrir þetta fataval sitt á rauða dreglinum innan um alla kjólana og meðal annars ratað á best klæddu lista hjá breska Glamour og Popsugar. 

Glamour hefur áður fjallað um sigra fatamerkisins Galvan London þar sem Sólveig Káradóttir er listrænn stjórnandi en Hudson fer því í vel valinn aðdáendahóp merksins sem telur til dæmis smekkkonurnar Rihönnu, Gwyneth Paltrow og Siennu Miller.

Lesa má meira um merkið hér og hér.  

Glamour/Getty

#tbt fashion week in our favorite city #Berlin. Thank you again @voguegermany for sponsoring us for the #VogueSalon

A photo posted by Galvan London (@galvanlondon) on


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.