Lægri vaxtagreiðslur standi undir byggingu nýs spítala Ingvar Haraldsson skrifar 18. mars 2016 07:00 Már Guðmundsson og Bjarni Benediktsson voru sammála um að aðstæður í efnahagslífinu væru góðar þó áfram þyrfti að vera á varðbergi. Við hlið Bjarna sat Guðmundur Árnason, ráðuneytisstóri í fjármálaráðuneytinu. fréttablaðið/stefán Vaxtasparnaður í tengslum við uppgjör slitabúa föllnu bankanna með stöðugleikaframlögunum mun standa undir fjármögnun nýs Landspítala og hækka framkvæmdastig hins opinbera. Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á ársfundi Seðlabankans í gær. Þá standi til að afnema gjaldeyrishöft á þessu ári. „Ef áfram heldur sem horfir þá erum við að ná fram á örfáum árum allt að 25 milljarða árlegum vaxtasparnaði og það munar um minna í þessu samhengi,“ sagði Bjarni. Gert var ráð fyrir að vaxtagreiðslur ríkisins næmu 75 milljörðum króna árið 2016 í fjárlagafrumvarpi ársins. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði á fundinum að til stæði að halda útboð á aflandskrónum á fyrri hluta ársins. Í framhaldinu væri hægt að fara tiltölulega hratt í afnám gjaldeyrishafta á innlenda aðila. Hins vegar væri heppilegt að stjórntæki sem takmarka svokölluð vaxtamunarviðskipti væru tilbúin þegar útboðið færi fram. Helst væri horft til skatts eða bindiskyldu í þeim efnum en til þess þyrfti lagabreytingu. Erlendir aðilar hafa aukið eignarhlut sinn í ríkisskuldabréfum um 64 milljarða króna frá upphafi síðasta árs. Bjarni sagði að stefnt væri að því að leggja fram frumvarp sem taka ætti á þessu á vorþingi, áður en frestur til lagningar nýrra þingmála rennur út en ekki lægi fyrir hvor leiðin yrði farin. Seðlabankastjóri sagði stöðu efnahagsmála í landinu góða. Hins vegar gæti sú staða breyst hratt. „Okkur hættir til að gera mistök í hagstjórn í uppsveiflum og túlka tímabundna búhnykki sem varanlega. Ef sú saga endurtekur sig gæti innlend eftirspurn og verðbólga risið hærra en hér er gert ráð fyrir,“ sagði Már. Bjarni taldi ekki óheppilegt að auka ætti framkvæmdir hins opinbera þegar útlit er fyrir vaxandi spennu hagkerfinu. „Það er lykilatriði í því sambandi að það hefur aldrei staðið til að reisa spítalann að nýju á einu ári, þetta eru framkvæmdir sem taka langan tíma og það eru ytri mörk á því hversu mikið er hægt að gera í senn,“ sagði Bjarni. Bjarni tók engu að síður undir orð Más um að ekki mætti fara of geyst í hagstjórninni. „Það sem við þurfum er hugarfarsbreyting hjá öllu stjórnkerfinu til að laga sig að meiri aga og minni skammtímareddingum,“ sagði Bjarni. „Nú reynir á það á næstu misserum og árum hversu mikið við erum tilbúin að leggja á okkur til að ná langtímaárangri.“ Bankastjórar gæslumenn almannagæðaMár Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í ávarpi sínu brýnt að sú menning og siðferði sem var við lýði í fjármálakerfinu sneri ekki aftur. „Mér sýnist að umtalsverð bragarbót hafi þegar átt sér stað hér á landi. En það má gera betur og þetta er langtímaverkefni. Það þarf líka að festa í sessi þann skilning að stjórnendur innlánsstofnana hafa ekki einungis það hlutverk að hámarka hagnað til skamms tíma heldur eru þeir, eins og kerfið er nú byggt upp, gæslumenn almannagæða sem eru þeir sameiginlegu innviðir sem fólgnir eru í kerfinu,“ sagði Már. Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Vaxtasparnaður í tengslum við uppgjör slitabúa föllnu bankanna með stöðugleikaframlögunum mun standa undir fjármögnun nýs Landspítala og hækka framkvæmdastig hins opinbera. Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á ársfundi Seðlabankans í gær. Þá standi til að afnema gjaldeyrishöft á þessu ári. „Ef áfram heldur sem horfir þá erum við að ná fram á örfáum árum allt að 25 milljarða árlegum vaxtasparnaði og það munar um minna í þessu samhengi,“ sagði Bjarni. Gert var ráð fyrir að vaxtagreiðslur ríkisins næmu 75 milljörðum króna árið 2016 í fjárlagafrumvarpi ársins. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði á fundinum að til stæði að halda útboð á aflandskrónum á fyrri hluta ársins. Í framhaldinu væri hægt að fara tiltölulega hratt í afnám gjaldeyrishafta á innlenda aðila. Hins vegar væri heppilegt að stjórntæki sem takmarka svokölluð vaxtamunarviðskipti væru tilbúin þegar útboðið færi fram. Helst væri horft til skatts eða bindiskyldu í þeim efnum en til þess þyrfti lagabreytingu. Erlendir aðilar hafa aukið eignarhlut sinn í ríkisskuldabréfum um 64 milljarða króna frá upphafi síðasta árs. Bjarni sagði að stefnt væri að því að leggja fram frumvarp sem taka ætti á þessu á vorþingi, áður en frestur til lagningar nýrra þingmála rennur út en ekki lægi fyrir hvor leiðin yrði farin. Seðlabankastjóri sagði stöðu efnahagsmála í landinu góða. Hins vegar gæti sú staða breyst hratt. „Okkur hættir til að gera mistök í hagstjórn í uppsveiflum og túlka tímabundna búhnykki sem varanlega. Ef sú saga endurtekur sig gæti innlend eftirspurn og verðbólga risið hærra en hér er gert ráð fyrir,“ sagði Már. Bjarni taldi ekki óheppilegt að auka ætti framkvæmdir hins opinbera þegar útlit er fyrir vaxandi spennu hagkerfinu. „Það er lykilatriði í því sambandi að það hefur aldrei staðið til að reisa spítalann að nýju á einu ári, þetta eru framkvæmdir sem taka langan tíma og það eru ytri mörk á því hversu mikið er hægt að gera í senn,“ sagði Bjarni. Bjarni tók engu að síður undir orð Más um að ekki mætti fara of geyst í hagstjórninni. „Það sem við þurfum er hugarfarsbreyting hjá öllu stjórnkerfinu til að laga sig að meiri aga og minni skammtímareddingum,“ sagði Bjarni. „Nú reynir á það á næstu misserum og árum hversu mikið við erum tilbúin að leggja á okkur til að ná langtímaárangri.“ Bankastjórar gæslumenn almannagæðaMár Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í ávarpi sínu brýnt að sú menning og siðferði sem var við lýði í fjármálakerfinu sneri ekki aftur. „Mér sýnist að umtalsverð bragarbót hafi þegar átt sér stað hér á landi. En það má gera betur og þetta er langtímaverkefni. Það þarf líka að festa í sessi þann skilning að stjórnendur innlánsstofnana hafa ekki einungis það hlutverk að hámarka hagnað til skamms tíma heldur eru þeir, eins og kerfið er nú byggt upp, gæslumenn almannagæða sem eru þeir sameiginlegu innviðir sem fólgnir eru í kerfinu,“ sagði Már.
Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira