Liðið tapaði þá gegn Houston í tvíframlengdum leik. Kevin Durant skoraði 39 stig og tók 13 fráköst fyrir Golden State í leiknum. Steph Curry skoraði 28 og Draymond Green skoraði 20.
James Harden var einu sinni sem oftar öflugastur í liði Houston með 29 stig, 15 fráköst og 13 stoðsendingar. Ryan Anderson einnig góður með 29 stig.
Meistarar Cleveland fengu á baukinn á heimavelli gegn Clippers og töpuðu með 19 stiga mun. Kyrie Irving með 28 stig fyrir Cleveland og LeBron James og Kevin Love með 16.
JJ Redick skoraði 23 stig fyrir Clippers og Chris Paul 16.
Úrslit:
Charlotte-Dallas 97-87
Brooklyn-Milwaukee 93-111
Memphis-Orlando 95-94
Cleveland-LA Clippers 94-113
Utah-Miami 110-111
Golden State-Houston 127-132
Staðan í NBA-deildinni.