Nýr útgáfuaðili í íslenskri tónlist Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. júlí 2016 18:45 Ólafur Arnalds og Sölvi Blöndal fara fyrir hópnum sem hefur keypt tónlistarhlutann út úr Senu. Vísir/Valli Nýtt útgáfufyrirtæki ætlar að einbeita sér að því að gera íslenska tónlist sýnilegri á streymisveitum bæði hér heima og erlendis. Sala á íslenskri tónlist hefur í fyrsta skipti aukist eftir töluverða dýfu á undan förnum árum. Hópur tónlistarfólks og áhugamanna um íslenska tónlist hefur tekið sig saman og stofnað nýtt útgáfufyrirtæki en í fararbroddi verkefnisins eru tónlistarmennirnir Ólafur Arnalds og Sölvi Blöndal úr hljómsveitinni Quarashi. Nýja fyrirtækið mun taka yfir allan tónlistarekstur Senu, þar með talið allan útgáfu- og upptökurétt auk dreifingarsamninga. Hið nýja útgáfufyrirtæki hefur enn ekki fengið nafn en markmið þess eru alveg skýr. „Þetta er eiginlega tvíhliða. Annars vegar eru þetta menningarverðmæti, þessi „catalogur“ sem að núna rennur inn í þetta nýja fyrirtæki og við ætlum að hlúa að honum og síðan er það hitt að gefa út nýja tónlist og hlúa að þessari grósku sem er hér núna í dag. Það er framtíðin og það er það sem okkur finnst skemmtilegast,“ segir Sölvi Blöndal. „Það er kannski mest spennandi við þetta að það er að fá að vinna með nýju tónlistarfólki bæði að gefa því tækifæri.“ Segir Ólafur Arnalds. „Það þarf að nálgast hvern og einn tónlistarmann á hans eigin forsendum eða hennar eigin forsendum, þannig er það. Það merkilegasta við það sem hefur gerst núna eru tveir tónlistarmenn sem standa að baku þessu nýja útgáfufyrirtæki og við vitum alveg hvernig það er að vera tónlistarmaður,“ segir Sölvi.Hvað kom til að Sena ákvað að draga sig út úr tónlistarútgáfu?„Það eru búina að vera mörg erfið ár í tónlistarútgáfu og við erum búin að ganga í gegnum mikla aðlögun í fyrirtækinu. Árið 2015 er tímamóta ár í sögu tónlistar aftur þetta er í fyrsta skipti sem það er aukning í tekjum af tónlist og það er í gegnum veiturnar. Spotify eru mjög sterkir á Íslandi og Tónlist.is.“ segir Jón Diðrik Jónsson, eigandi Senu. Stafræn útgáfa hefur aukist til muna á undanförnum árum og auðvelt hefur verið að hlaða efni niður ólöglega. Hvernig kemur hið nýja fyrirtæki til með að koma í veg fyrir það? „Ég held að okkar helsta aðferðarfræði þar er að vinna með fólkinu, ungu fólki í dag sem elst upp við það að neyta tónlistar á netinu. Í staðinn fyrir að vera alltaf að berjast á móti þeirri þróun þá ætlum við að færa okkur á þeirra „level“ og vinna með þeim í að gera löglegar tónlistarveitur. segir Ólafur Arnalds. Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Nýtt útgáfufyrirtæki ætlar að einbeita sér að því að gera íslenska tónlist sýnilegri á streymisveitum bæði hér heima og erlendis. Sala á íslenskri tónlist hefur í fyrsta skipti aukist eftir töluverða dýfu á undan förnum árum. Hópur tónlistarfólks og áhugamanna um íslenska tónlist hefur tekið sig saman og stofnað nýtt útgáfufyrirtæki en í fararbroddi verkefnisins eru tónlistarmennirnir Ólafur Arnalds og Sölvi Blöndal úr hljómsveitinni Quarashi. Nýja fyrirtækið mun taka yfir allan tónlistarekstur Senu, þar með talið allan útgáfu- og upptökurétt auk dreifingarsamninga. Hið nýja útgáfufyrirtæki hefur enn ekki fengið nafn en markmið þess eru alveg skýr. „Þetta er eiginlega tvíhliða. Annars vegar eru þetta menningarverðmæti, þessi „catalogur“ sem að núna rennur inn í þetta nýja fyrirtæki og við ætlum að hlúa að honum og síðan er það hitt að gefa út nýja tónlist og hlúa að þessari grósku sem er hér núna í dag. Það er framtíðin og það er það sem okkur finnst skemmtilegast,“ segir Sölvi Blöndal. „Það er kannski mest spennandi við þetta að það er að fá að vinna með nýju tónlistarfólki bæði að gefa því tækifæri.“ Segir Ólafur Arnalds. „Það þarf að nálgast hvern og einn tónlistarmann á hans eigin forsendum eða hennar eigin forsendum, þannig er það. Það merkilegasta við það sem hefur gerst núna eru tveir tónlistarmenn sem standa að baku þessu nýja útgáfufyrirtæki og við vitum alveg hvernig það er að vera tónlistarmaður,“ segir Sölvi.Hvað kom til að Sena ákvað að draga sig út úr tónlistarútgáfu?„Það eru búina að vera mörg erfið ár í tónlistarútgáfu og við erum búin að ganga í gegnum mikla aðlögun í fyrirtækinu. Árið 2015 er tímamóta ár í sögu tónlistar aftur þetta er í fyrsta skipti sem það er aukning í tekjum af tónlist og það er í gegnum veiturnar. Spotify eru mjög sterkir á Íslandi og Tónlist.is.“ segir Jón Diðrik Jónsson, eigandi Senu. Stafræn útgáfa hefur aukist til muna á undanförnum árum og auðvelt hefur verið að hlaða efni niður ólöglega. Hvernig kemur hið nýja fyrirtæki til með að koma í veg fyrir það? „Ég held að okkar helsta aðferðarfræði þar er að vinna með fólkinu, ungu fólki í dag sem elst upp við það að neyta tónlistar á netinu. Í staðinn fyrir að vera alltaf að berjast á móti þeirri þróun þá ætlum við að færa okkur á þeirra „level“ og vinna með þeim í að gera löglegar tónlistarveitur. segir Ólafur Arnalds.
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira