Segir að ábyrgum fyrirtækjum gangi betur en öðrum ingvar haraldsson skrifar 27. janúar 2016 09:00 Mads Øvlisen, hvíslar í eyra Kjeld Kirk Kristiansen, þáverandi varaformanns stjórnar Lego á blaðamannafundi árið 2005. Mads segir stefnu Lego um samfélagslega ábyrgð verið ein ástæða þess að hann tók að sér stjórnarmennsku í fyrirtækinu. vísir/epa „Fyrirtæki sem hegða sér á samfélagslega ábyrgan hátt standa sig betur en önnur með tilliti til arðsemi, hagnaðar og orðspors,“ segir Mads Øvlisen, fyrrum stjórnarformaður Lego og fyrrum stjórnarformaður og forstjóri danska lyfjafyrirtækisins Novo Nordisk og vísar þar til nýrra rannsókna. Mads hefur í áratugi verið talsmaður þess að fyrirtæki hagi sér á samfélagslega ábyrgan hátt og mun flytja erindi á ráðstefnu Festu og Samtaka atvinnulífsins um samfélagslega ábyrgð á fimmtudaginn. Oft hefur verið fullyrt að meginmarkmið fyrirtækja sé að skila eigendum sínum hámarks arðsemi. „Mér hef aldrei fundist það gagnleg afstaða. Möguleikar fyrirtækja til að skapa og skila hagnaði veltur ekki bara á því að vinna í þágu hluthafa. Ef þú ert að reka skapandi fyrirtæki þarftu að hafa traust samfélagsins til að sinna rannsóknum og þannig orðspor að háskólafólk vilji vinna hjá þér.“ segir Mads. „Lyfjafyrirtæki þurfa til að mynda að framkvæma tilraunir á dýrum þannig að dýraverndarsamtök reyni ekki að láta loka fyrirtækinu.“ Þá verði stjórnendur að vera tilbúnir að ræða samfélagslega ábyrgð við fleiri aðila en hluthafa sína. „Ég hef ekki trú á því að fyrirtæki geti sett sér markmið um samfélagslega ábyrgð í tómarúmi. Þau þurfa að ræða við sína helstu gagnrýnendur, sem oft eru frjáls félagasamtök og borgarar með aðra heimssýn en fyrirtækið.“ Hins vegar þyki fulltrúum margra fyrirtækja óþægilegt að ræða við aðila utan við fyrirtækið um samfélagslega ábyrgð. Mads bendir á að árið 2004 hafi hluthafar Novo Nordisk komið ákvæði í samþykktir félagsins um að fyrirtækið yrði rekið á fjárhagslega, samfélagslega og umhverfislega ábyrgan hátt. „Með þessu gáfum við út að fyrirtækið gæti verið tilbúið að fórna skammtímaágóða til að stuðla að hagnaði til lengri tíma.“ Meðal helstu afurða Novo Nordisk eru lyf fyrir sykursjúka. Mads segir að fyrirtækið hafi sett sér það markmið að útrýma sykursýki. Það myndi um leið útrýma þörfinni fyrir lyf fyrirtækisins. Með því sé verið að breyta rétt en einnig sé markmiðið mjög hvetjandi fyrir starfsfólk fyrirtækisins enda sykursýki eitt mesta skaðræði sem herjar á mannkynið. Mads segir öll fyrirtæki geta hegðað sér á samfélagslega ábyrgan hátt, jafnvel þó þau starfi í umdeildum iðnaði. „Ég dæmi ekki. Það eru lífeyrissjóðir sem fjárfesta ekki í áfengis eða tóbaksiðnaði. En þrátt fyrir að þú sért í þessum iðnaði tel ég að þú getir hagað þér á samfélagslega ábyrgan hátt. Til dæmis með því að tryggja að framleiðsla þín sé í samræmi við það sem megi búast við og mannréttindi þeirra sem tína tóbakið séu virt.“ Mest lesið Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Rekstur innan fjárheimilda Viðskipti innlent Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Viðskipti innlent Grindvíkingar fá fyrsta fimm stjörnu hótelið Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Isavia kærir úrskurðinn Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
„Fyrirtæki sem hegða sér á samfélagslega ábyrgan hátt standa sig betur en önnur með tilliti til arðsemi, hagnaðar og orðspors,“ segir Mads Øvlisen, fyrrum stjórnarformaður Lego og fyrrum stjórnarformaður og forstjóri danska lyfjafyrirtækisins Novo Nordisk og vísar þar til nýrra rannsókna. Mads hefur í áratugi verið talsmaður þess að fyrirtæki hagi sér á samfélagslega ábyrgan hátt og mun flytja erindi á ráðstefnu Festu og Samtaka atvinnulífsins um samfélagslega ábyrgð á fimmtudaginn. Oft hefur verið fullyrt að meginmarkmið fyrirtækja sé að skila eigendum sínum hámarks arðsemi. „Mér hef aldrei fundist það gagnleg afstaða. Möguleikar fyrirtækja til að skapa og skila hagnaði veltur ekki bara á því að vinna í þágu hluthafa. Ef þú ert að reka skapandi fyrirtæki þarftu að hafa traust samfélagsins til að sinna rannsóknum og þannig orðspor að háskólafólk vilji vinna hjá þér.“ segir Mads. „Lyfjafyrirtæki þurfa til að mynda að framkvæma tilraunir á dýrum þannig að dýraverndarsamtök reyni ekki að láta loka fyrirtækinu.“ Þá verði stjórnendur að vera tilbúnir að ræða samfélagslega ábyrgð við fleiri aðila en hluthafa sína. „Ég hef ekki trú á því að fyrirtæki geti sett sér markmið um samfélagslega ábyrgð í tómarúmi. Þau þurfa að ræða við sína helstu gagnrýnendur, sem oft eru frjáls félagasamtök og borgarar með aðra heimssýn en fyrirtækið.“ Hins vegar þyki fulltrúum margra fyrirtækja óþægilegt að ræða við aðila utan við fyrirtækið um samfélagslega ábyrgð. Mads bendir á að árið 2004 hafi hluthafar Novo Nordisk komið ákvæði í samþykktir félagsins um að fyrirtækið yrði rekið á fjárhagslega, samfélagslega og umhverfislega ábyrgan hátt. „Með þessu gáfum við út að fyrirtækið gæti verið tilbúið að fórna skammtímaágóða til að stuðla að hagnaði til lengri tíma.“ Meðal helstu afurða Novo Nordisk eru lyf fyrir sykursjúka. Mads segir að fyrirtækið hafi sett sér það markmið að útrýma sykursýki. Það myndi um leið útrýma þörfinni fyrir lyf fyrirtækisins. Með því sé verið að breyta rétt en einnig sé markmiðið mjög hvetjandi fyrir starfsfólk fyrirtækisins enda sykursýki eitt mesta skaðræði sem herjar á mannkynið. Mads segir öll fyrirtæki geta hegðað sér á samfélagslega ábyrgan hátt, jafnvel þó þau starfi í umdeildum iðnaði. „Ég dæmi ekki. Það eru lífeyrissjóðir sem fjárfesta ekki í áfengis eða tóbaksiðnaði. En þrátt fyrir að þú sért í þessum iðnaði tel ég að þú getir hagað þér á samfélagslega ábyrgan hátt. Til dæmis með því að tryggja að framleiðsla þín sé í samræmi við það sem megi búast við og mannréttindi þeirra sem tína tóbakið séu virt.“
Mest lesið Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Rekstur innan fjárheimilda Viðskipti innlent Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Viðskipti innlent Grindvíkingar fá fyrsta fimm stjörnu hótelið Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Isavia kærir úrskurðinn Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent
Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent