„Kominn tími til að fyrirtæki í verslunarrekstri leggi sitt af mörkum við lækkun vöruverðs á Íslandi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2016 11:05 Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna. vísir/gva Í nýrri skýrslu Bændasamtakanna um matvælaverð á Íslandi sem kynnt var í dag kemur fram að svo virðist sem lækkun vörugjalda, skatta og tolla skili sér ekki í lægra verði til neytenda. Það sama á við um styrkingu krónunnar en samkvæmt skýrslunni hefur hækkun á gengi gjaldmiðilsins ekki skilað sér í lægra vöruverði. Bændasamtökin vísa máli sínu til stuðnings meðal annars í skýrslu Samkeppniseftirlitsins um dagvörumarkaðinn sem kom út í mars í fyrra. Í henni var meðal annars fjallað um styrkingu krónunnar á árunum 2011 til 2014 og þá staðreynd að það hefði ekki birst í smásöluverði. Þá hafi jafnframt komið fram vísbendingar „um að álagning birgja og dagvöruverslana á innfluttum vörum hafi hækkað. Hagstæð gengisþróun hefur því ekki skilað sér til neytenda,“ eins og segir í skýrslu Bændasamtakanna.Nautakjöt hækkaði um 15 prósent á sama tíma og tollar lækkuðu Þá er einnig vísað í skýrslunni í verðlagseftirlit ASÍ varðandi það hvort og þá hversu mikið vöruverð hafi lækkað þegar breytingar voru gerðar á vörugjöldum og virðisaukaskatti um áramótin 2014-2015. Í skýrslu Bændasamtakanna segir að verðlagseftirlitið hafi komist að því að verð á raftækjum og byggingarvörum hafi „ekki lækkað í samræmi við lækkun gjaldanna og hið sama á við um afnám svokallaðs sykurskatts. Árið 2014 margfaldaðist innflutningur á nautakjöti til Íslands, magntollar lækkuðu um tvo þriðju og heimsmarkaðsverð lækkaði. Engu að síður hækkaði verð á nautahakki um 15% til neytenda á Íslandi.“Að mati Bændasamtakanna þarf að tryggja samkeppni á dagvörumarkaði.vísir/ernirÍ tilkynningu frá Bændasamtökunum segir Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður þeirra, að bændur hafi lagt sitt af mörkum til að halda aftur af verðlagshækkunum, meðal annars í kjölfar efnahagshrunsins, þegar þeir tóku á sig aukinn kostnað vegna mikillar lækkunar á gengi krónunnar. Nú sé hins vegar komið að versluninni. „Það er kominn tími til að fyrirtæki í verslunarrekstri leggi sitt af mörkum við lækkun vöruverðs á Íslandi. Á undanförnum árum hafa átt sér stað breytingar, lækkun gjalda og styrking krónunnar, sem hefðu átt að skila í lægra verði til neytenda en hafa ekki gert það. Á sama tíma sjáum við fréttir af gríðarlegum hagnaði fyrirtækja á dagvörumarkaði. Þegar horft er til allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á verðlag matvöru til neytenda á Íslandi er ljóst að hægt er að ná betri árangri við að ná niður verðlagi. Þar skiptir mestu að fyrirtæki á dagvörumarkaði leggi líka sitt af mörkum,“ segir Sigurgeir Sindri.Tryggja þarf samkeppni á dagvörumarkaði Að mati Bændasamtakanna er mögulegt að lækka matvöruverð hér á landi en eins og staðan er á markaðnum í dag „tekur verslunin of stóran hluta til sín á kostnað neytenda og bænda og úr því þarf að bæta,“ eins og segir í skýrslu samtakanna. Það sem Bændasamtökin telja að þurfi að gera til að matvöruverð lækki hér á landi er meðal annars að tryggja samkeppni á dagvörumarkaði. Þarf Samkeppniseftirlitið að beita sér í auknum mæli fyrir því að mati Bændasamtakanna, en samkvæmt skýrslu eftirlitsins frá því í fyrra eru fjórar verslunarsamstæður með um 90 prósent hlutdeild á markaðnum, en þetta eru Hagar, Kaupás, Samkaup og 10-11/Iceland. Þá þarf jafnframt að tryggja að ágóðinn af lækkun ýmissa gjalda skili sér til neytenda og að sama skapi tryggja að hagræðing í íslenskum landbúnaði skili sér ekki bara til fyrirtækja í verslunarrekstri heldur einnig til neytenda og bænda. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Í nýrri skýrslu Bændasamtakanna um matvælaverð á Íslandi sem kynnt var í dag kemur fram að svo virðist sem lækkun vörugjalda, skatta og tolla skili sér ekki í lægra verði til neytenda. Það sama á við um styrkingu krónunnar en samkvæmt skýrslunni hefur hækkun á gengi gjaldmiðilsins ekki skilað sér í lægra vöruverði. Bændasamtökin vísa máli sínu til stuðnings meðal annars í skýrslu Samkeppniseftirlitsins um dagvörumarkaðinn sem kom út í mars í fyrra. Í henni var meðal annars fjallað um styrkingu krónunnar á árunum 2011 til 2014 og þá staðreynd að það hefði ekki birst í smásöluverði. Þá hafi jafnframt komið fram vísbendingar „um að álagning birgja og dagvöruverslana á innfluttum vörum hafi hækkað. Hagstæð gengisþróun hefur því ekki skilað sér til neytenda,“ eins og segir í skýrslu Bændasamtakanna.Nautakjöt hækkaði um 15 prósent á sama tíma og tollar lækkuðu Þá er einnig vísað í skýrslunni í verðlagseftirlit ASÍ varðandi það hvort og þá hversu mikið vöruverð hafi lækkað þegar breytingar voru gerðar á vörugjöldum og virðisaukaskatti um áramótin 2014-2015. Í skýrslu Bændasamtakanna segir að verðlagseftirlitið hafi komist að því að verð á raftækjum og byggingarvörum hafi „ekki lækkað í samræmi við lækkun gjaldanna og hið sama á við um afnám svokallaðs sykurskatts. Árið 2014 margfaldaðist innflutningur á nautakjöti til Íslands, magntollar lækkuðu um tvo þriðju og heimsmarkaðsverð lækkaði. Engu að síður hækkaði verð á nautahakki um 15% til neytenda á Íslandi.“Að mati Bændasamtakanna þarf að tryggja samkeppni á dagvörumarkaði.vísir/ernirÍ tilkynningu frá Bændasamtökunum segir Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður þeirra, að bændur hafi lagt sitt af mörkum til að halda aftur af verðlagshækkunum, meðal annars í kjölfar efnahagshrunsins, þegar þeir tóku á sig aukinn kostnað vegna mikillar lækkunar á gengi krónunnar. Nú sé hins vegar komið að versluninni. „Það er kominn tími til að fyrirtæki í verslunarrekstri leggi sitt af mörkum við lækkun vöruverðs á Íslandi. Á undanförnum árum hafa átt sér stað breytingar, lækkun gjalda og styrking krónunnar, sem hefðu átt að skila í lægra verði til neytenda en hafa ekki gert það. Á sama tíma sjáum við fréttir af gríðarlegum hagnaði fyrirtækja á dagvörumarkaði. Þegar horft er til allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á verðlag matvöru til neytenda á Íslandi er ljóst að hægt er að ná betri árangri við að ná niður verðlagi. Þar skiptir mestu að fyrirtæki á dagvörumarkaði leggi líka sitt af mörkum,“ segir Sigurgeir Sindri.Tryggja þarf samkeppni á dagvörumarkaði Að mati Bændasamtakanna er mögulegt að lækka matvöruverð hér á landi en eins og staðan er á markaðnum í dag „tekur verslunin of stóran hluta til sín á kostnað neytenda og bænda og úr því þarf að bæta,“ eins og segir í skýrslu samtakanna. Það sem Bændasamtökin telja að þurfi að gera til að matvöruverð lækki hér á landi er meðal annars að tryggja samkeppni á dagvörumarkaði. Þarf Samkeppniseftirlitið að beita sér í auknum mæli fyrir því að mati Bændasamtakanna, en samkvæmt skýrslu eftirlitsins frá því í fyrra eru fjórar verslunarsamstæður með um 90 prósent hlutdeild á markaðnum, en þetta eru Hagar, Kaupás, Samkaup og 10-11/Iceland. Þá þarf jafnframt að tryggja að ágóðinn af lækkun ýmissa gjalda skili sér til neytenda og að sama skapi tryggja að hagræðing í íslenskum landbúnaði skili sér ekki bara til fyrirtækja í verslunarrekstri heldur einnig til neytenda og bænda.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira