Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 24-16 | Íslenska liðið í kjörstöðu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. desember 2016 18:30 Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði sex fyrstu mörk Íslands í seinni hálfleik. vísir/valli Ísland er í frábærri stöðu í undanriðli þrjú í undankeppni HM 2017 eftir öruggan átta marka sigur, 24-16, á Færeyjum í höllinni á Hálsi í Þórshöfn í dag. Íslenska liðið hefur þar með unnið báða leiki sína í riðlinum og er á toppi hans með fjögur stig. Lokaleikur Íslands er gegn Makedóníu síðdegis á morgun. Tvö efstu liðin í riðlinum tryggja sér sæti í umspili um laust sæti á HM í Þýskalandi sem fer fram í desember 2017. Færeyska liðið er ofboðslega slakt en því tókst samt að hanga í pilfaldinum á því íslenska í fyrri hálfleik. Sóknarleikur beggja liða var slakur, og þá sérstaklega hjá heimakonum sem skoruðu aðeins tvö mörk á fyrstu 21 mínútu leiksins. Boltinn gekk hægt og illa í íslensku sókninni og mistökin voru of mörg. Sem betur fer nýttu Færeyingar sér nánast aldrei mistök Íslendinga í sókninni en til marks um það skoraði heimaliðið aðeins tvö mörk eftir hraðaupphlaup í leiknum. Þrátt fyrir vandræðin í sókninni var íslenska vörnin mjög sterk og Guðrún Ósk Maríasdóttir varði vel í markinu, alls 11 skot (46%). Ísland leiddi með fjórum mörkum í hálfleik, 9-5, og gekk svo frá leiknum í upphafi seinni hálfleiks. Þórey Rósa Stefánsdóttir fór þar fremst í flokki en hún skoraði sex fyrstu mörk íslenska liðsins í seinni hálfleik. Það voru liðnar 16 mínútur af seinni hálfleik þegar annar íslenskur leikmaður en Þórey Rósa skoraði. Þórey Rósa kom Íslandi í 15-8 þegar hún skoraði sitt sjötta mark í röð og þá var björninn unninn. Axel Stefánsson var duglegur að dreifa álaginu og allir leikmenn íslenska liðsins fengu fínan spiltíma í leiknum í dag. Það gæti reynst dýrmætt gegn Makedóníu á morgun. Ísland náði mest níu marka forystu en vann á endanum átta marka sigur, 24-16. Þórey Rósa var markahæst í íslenska liðinu með sjö mörk. Karen Knútsdóttir, Birna Berg Haraldsdóttir, Steinunn Hansdóttir og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoruðu þrjú mörk hver. Handbolti Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Sjá meira
Ísland er í frábærri stöðu í undanriðli þrjú í undankeppni HM 2017 eftir öruggan átta marka sigur, 24-16, á Færeyjum í höllinni á Hálsi í Þórshöfn í dag. Íslenska liðið hefur þar með unnið báða leiki sína í riðlinum og er á toppi hans með fjögur stig. Lokaleikur Íslands er gegn Makedóníu síðdegis á morgun. Tvö efstu liðin í riðlinum tryggja sér sæti í umspili um laust sæti á HM í Þýskalandi sem fer fram í desember 2017. Færeyska liðið er ofboðslega slakt en því tókst samt að hanga í pilfaldinum á því íslenska í fyrri hálfleik. Sóknarleikur beggja liða var slakur, og þá sérstaklega hjá heimakonum sem skoruðu aðeins tvö mörk á fyrstu 21 mínútu leiksins. Boltinn gekk hægt og illa í íslensku sókninni og mistökin voru of mörg. Sem betur fer nýttu Færeyingar sér nánast aldrei mistök Íslendinga í sókninni en til marks um það skoraði heimaliðið aðeins tvö mörk eftir hraðaupphlaup í leiknum. Þrátt fyrir vandræðin í sókninni var íslenska vörnin mjög sterk og Guðrún Ósk Maríasdóttir varði vel í markinu, alls 11 skot (46%). Ísland leiddi með fjórum mörkum í hálfleik, 9-5, og gekk svo frá leiknum í upphafi seinni hálfleiks. Þórey Rósa Stefánsdóttir fór þar fremst í flokki en hún skoraði sex fyrstu mörk íslenska liðsins í seinni hálfleik. Það voru liðnar 16 mínútur af seinni hálfleik þegar annar íslenskur leikmaður en Þórey Rósa skoraði. Þórey Rósa kom Íslandi í 15-8 þegar hún skoraði sitt sjötta mark í röð og þá var björninn unninn. Axel Stefánsson var duglegur að dreifa álaginu og allir leikmenn íslenska liðsins fengu fínan spiltíma í leiknum í dag. Það gæti reynst dýrmætt gegn Makedóníu á morgun. Ísland náði mest níu marka forystu en vann á endanum átta marka sigur, 24-16. Þórey Rósa var markahæst í íslenska liðinu með sjö mörk. Karen Knútsdóttir, Birna Berg Haraldsdóttir, Steinunn Hansdóttir og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoruðu þrjú mörk hver.
Handbolti Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Sjá meira