Fólk geti kynnt sér hugleiðslu á einfaldan máta Sæunn Gísladóttir skrifar 9. júlí 2016 13:00 Leifur Björnsson og Tristan E. Gribbin eru hluti af teymi FLOW. Vísir/Eyþór Leifur Björnsson, Bix Sigurdsson og Tristan E Gribbin mynda teymið á bak við FLOW í Startup Reykjavík. Markmið fyrirtækisins er að bjóða upp á aðgengilegt efni tengt hugleiðslu og vellíðan. Öll hafa þau í teyminu kynnst hugleiðslu af persónulegri raun. „Við erum að stofna fyrirtæki sem er að þróa aðgang að hugleiðslu í gegnum app, upplifun með sýndarveruleika og með því að vinna beint með fyrirtækjum. Við erum í samstarfi við Vodafone núna," segir Tristan. „Fólk getur byrjað á því að kynna sér hugleiðslu á mjög einfaldan máta og svo getur það haldið áfram með appið. Fólk verður fljótt að tengja við hvað hugleiðsla er og hvað fólk getur upplifað. Við munum nota tónlist, og fólk getur einbeitt sér að hreyfingu, eða öndun, eða fókus," segir Tristan. „Þetta er byggt á óhefðbundnum aðferðum í einhverjum skilningi sem Tristan hefur þróað. Hún er búin að vera að hugleiða síðan árið 2000 og hefur kennt hugleiðslu," segir Leifur. „Um fyrstu sinn verður þetta app með sjónrænt efni, og tónlist. Það verða boðnar upp á mismunandi aðferðir fyrir einstaklinga til að hugleiða eftir því hvað hann vill, hvort hann viliji slökun eða meira einbeitingu, til dæmis," segir Leifur. Tristan hefur áður unnið sem frumkvöðull, en hún stofnaði fyrirtæki sem framleiddi lífræn föt í Bandaríkjnum og hefur kynnst sjálfbærri framleiðslu þar. „Þetta er draumur sem hefur verið í bakgrunninum í mörg ár. Ég fór að hugsa að gera eitthvað með þetta. Bix kynnti okkur Leif og við byrjuðum að hittast og sóttum um í Startup Reykjavík og Stökkpallinn hjá Vodafone," segir Tristan. Teymið vann Stökkpallinn, hugmyndasamkeppni Vodafone. „Vörurnar eru ennþá á þróunarstigi hjá okkur og við höfum verið aðallega að setja fókus á núna á allt útliti á þessu út á við, merki fyrirtækisins og útlit á efninu sem við erum að framleiða. Við erum á hönnunarstigi núna," segir Leifur. „Áður en þessu ferli í Startup Reykjavík lýkur í ágúst verður tilbúin útgáfa af appinu," segir Leifur. Hann segir planið vera að halda áfram að þróa appið og komast í samstarf við fyrirtæki að viðskiptahraðlinum loknum. „Við sjáum fyrir okkur að samstarfið við Vodafone muni opna okkur að einhverju leiti leið inn á fyrirtækjamarkað." „Við erum að byggja tengslanetið hérna. Við viljum byrja að þróa vöruna hér á markað en vonandi fara fljótlega á erlendan markað líka," segir Tristan. Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Leifur Björnsson, Bix Sigurdsson og Tristan E Gribbin mynda teymið á bak við FLOW í Startup Reykjavík. Markmið fyrirtækisins er að bjóða upp á aðgengilegt efni tengt hugleiðslu og vellíðan. Öll hafa þau í teyminu kynnst hugleiðslu af persónulegri raun. „Við erum að stofna fyrirtæki sem er að þróa aðgang að hugleiðslu í gegnum app, upplifun með sýndarveruleika og með því að vinna beint með fyrirtækjum. Við erum í samstarfi við Vodafone núna," segir Tristan. „Fólk getur byrjað á því að kynna sér hugleiðslu á mjög einfaldan máta og svo getur það haldið áfram með appið. Fólk verður fljótt að tengja við hvað hugleiðsla er og hvað fólk getur upplifað. Við munum nota tónlist, og fólk getur einbeitt sér að hreyfingu, eða öndun, eða fókus," segir Tristan. „Þetta er byggt á óhefðbundnum aðferðum í einhverjum skilningi sem Tristan hefur þróað. Hún er búin að vera að hugleiða síðan árið 2000 og hefur kennt hugleiðslu," segir Leifur. „Um fyrstu sinn verður þetta app með sjónrænt efni, og tónlist. Það verða boðnar upp á mismunandi aðferðir fyrir einstaklinga til að hugleiða eftir því hvað hann vill, hvort hann viliji slökun eða meira einbeitingu, til dæmis," segir Leifur. Tristan hefur áður unnið sem frumkvöðull, en hún stofnaði fyrirtæki sem framleiddi lífræn föt í Bandaríkjnum og hefur kynnst sjálfbærri framleiðslu þar. „Þetta er draumur sem hefur verið í bakgrunninum í mörg ár. Ég fór að hugsa að gera eitthvað með þetta. Bix kynnti okkur Leif og við byrjuðum að hittast og sóttum um í Startup Reykjavík og Stökkpallinn hjá Vodafone," segir Tristan. Teymið vann Stökkpallinn, hugmyndasamkeppni Vodafone. „Vörurnar eru ennþá á þróunarstigi hjá okkur og við höfum verið aðallega að setja fókus á núna á allt útliti á þessu út á við, merki fyrirtækisins og útlit á efninu sem við erum að framleiða. Við erum á hönnunarstigi núna," segir Leifur. „Áður en þessu ferli í Startup Reykjavík lýkur í ágúst verður tilbúin útgáfa af appinu," segir Leifur. Hann segir planið vera að halda áfram að þróa appið og komast í samstarf við fyrirtæki að viðskiptahraðlinum loknum. „Við sjáum fyrir okkur að samstarfið við Vodafone muni opna okkur að einhverju leiti leið inn á fyrirtækjamarkað." „Við erum að byggja tengslanetið hérna. Við viljum byrja að þróa vöruna hér á markað en vonandi fara fljótlega á erlendan markað líka," segir Tristan.
Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira