Bormenn vonast til að slá í gegn fyrir áramót Kristján Már Unnarsson skrifar 26. júní 2016 20:20 Bormenn Vaðlaheiðarganga vonast nú til að slá í gegn fyrir lok þessa árs. Þeir segjast búnir að fá meira en nóg af erfiðum seinkunum. Rætt var við Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga hf., í fréttum Stöðvar 2. Vinnusvæðið blasir við frá Akureyri enda er gangamuninn Eyjafjarðarmegin aðeins um sex kílómetra frá miðbæ höfuðstaðar Norðurlands. Nú er búið að grafa 76 prósent ganganna og bormennirnir fimmtíu skynja vaxandi eftirvæntingu nú þegar farið er að hylla undir þáttaskil í verkinu. „Það er vel fylgst með facebook-síðu okkar og heimasíðunni okkar hvernig staðan er og fólk hefur fullan skilning á því að verkið er að dragast,” segir Valgeir. Gangagerðin er orðin um ári á eftir áætlun. Eyjafjarðarmegin var það heitt vatn sem seinkaði verkinu en Fnjóskadalsmegin kalt vatn samhliða miklu berghruni á tíu til tólf metra kafla. „Allt saman er þetta ekkert óþekkt í jarðgangagerð. En við erum búnir að fá hérna við Vaðlaheiðargöng eiginlega allt sem hægt er að geta gerst í göngum, eiginlega meira en nóg.”Í göngunum Fnjóskárdalsmegin er nú verið að styrkja bergið með gerð svokallaðs pípuþaks. Starfsmennirnir til hægri hræra efnablöndu til þéttingar og styrkingar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Gangagröftur er nú einungist í gangi Eyjafjarðarmegin en þar er búið að grafa fjóra kílómetra. Fnjóskadalsmegin er búið að grafa einn og hálfan kílómetra en þar er munninn á móts við gömlu Fnjóskárbrúna. Þar er unnið að styrkingu bergsins með því að gera svokallað pípuþak, sem er einstakt í göngum á Íslandi. „Þegar búið verður að klára þessar vinnustyrkingar hér þá verður hægt að hefja gangagröftinn beggja vegna frá. Og þá erum við að tala um helmingi meiri afköst heldur en búið er að vera hingað til,” segir Valgeir. Afköstin gætu þá farið upp í 80 til 90 metra á viku sem þýddi að menn þyrftu ekki marga mánuði til að klára þá 1750 metra sem eftir eru ógrafnir af 7200 metra löngum göngum. En svo eru það spurningarnar sem brenna á, að minnsta kosti þeim sem búa nærri göngunum; hvenær slá þeir í gegn og hvenær verða göngin tilbúin? „Ef allt gengur eftir ættum við að geta náð því í lok þessa árs, gegnumslaginu. Þá er allur yfirborðsfrágangur eftir. Það getur tekið 12-14 mánuði, sú vinna. Þannig að endanleg verklok gætu verið í árslok 2017 eða ársbyrjun 2018,” svarar framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. Tengdar fréttir Göngin 2,2 milljarða fram úr áætlun Stjórn Vaðlaheiðarganga hf. telur að göngin undir Vaðlaheiði muni borga sig upp á aðeins þrjátíu árum þó kostnaður fari 20 prósent fram úr kostnaðaráætlun. Gert er ráð fyrir að verkið farið rúmlega 2,2 milljarða fram úr áætlun og að opnun ganganna seinki til loka ársins 2017 í fyrsta lagi. 16. febrúar 2016 07:00 Umferð meiri en spár gerðu ráð fyrir Heildarumferð um Víkurskarð er meiri en spár um umferð um Vaðlaheiðargöng gerðu ráð fyrir. Umferð það sem af er ári er 25 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Göngin hafa ekki lengst síðan vatn fór að streyma inn í þau að austanverðu. 6. maí 2015 07:00 Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Sjá meira
Bormenn Vaðlaheiðarganga vonast nú til að slá í gegn fyrir lok þessa árs. Þeir segjast búnir að fá meira en nóg af erfiðum seinkunum. Rætt var við Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga hf., í fréttum Stöðvar 2. Vinnusvæðið blasir við frá Akureyri enda er gangamuninn Eyjafjarðarmegin aðeins um sex kílómetra frá miðbæ höfuðstaðar Norðurlands. Nú er búið að grafa 76 prósent ganganna og bormennirnir fimmtíu skynja vaxandi eftirvæntingu nú þegar farið er að hylla undir þáttaskil í verkinu. „Það er vel fylgst með facebook-síðu okkar og heimasíðunni okkar hvernig staðan er og fólk hefur fullan skilning á því að verkið er að dragast,” segir Valgeir. Gangagerðin er orðin um ári á eftir áætlun. Eyjafjarðarmegin var það heitt vatn sem seinkaði verkinu en Fnjóskadalsmegin kalt vatn samhliða miklu berghruni á tíu til tólf metra kafla. „Allt saman er þetta ekkert óþekkt í jarðgangagerð. En við erum búnir að fá hérna við Vaðlaheiðargöng eiginlega allt sem hægt er að geta gerst í göngum, eiginlega meira en nóg.”Í göngunum Fnjóskárdalsmegin er nú verið að styrkja bergið með gerð svokallaðs pípuþaks. Starfsmennirnir til hægri hræra efnablöndu til þéttingar og styrkingar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Gangagröftur er nú einungist í gangi Eyjafjarðarmegin en þar er búið að grafa fjóra kílómetra. Fnjóskadalsmegin er búið að grafa einn og hálfan kílómetra en þar er munninn á móts við gömlu Fnjóskárbrúna. Þar er unnið að styrkingu bergsins með því að gera svokallað pípuþak, sem er einstakt í göngum á Íslandi. „Þegar búið verður að klára þessar vinnustyrkingar hér þá verður hægt að hefja gangagröftinn beggja vegna frá. Og þá erum við að tala um helmingi meiri afköst heldur en búið er að vera hingað til,” segir Valgeir. Afköstin gætu þá farið upp í 80 til 90 metra á viku sem þýddi að menn þyrftu ekki marga mánuði til að klára þá 1750 metra sem eftir eru ógrafnir af 7200 metra löngum göngum. En svo eru það spurningarnar sem brenna á, að minnsta kosti þeim sem búa nærri göngunum; hvenær slá þeir í gegn og hvenær verða göngin tilbúin? „Ef allt gengur eftir ættum við að geta náð því í lok þessa árs, gegnumslaginu. Þá er allur yfirborðsfrágangur eftir. Það getur tekið 12-14 mánuði, sú vinna. Þannig að endanleg verklok gætu verið í árslok 2017 eða ársbyrjun 2018,” svarar framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf.
Tengdar fréttir Göngin 2,2 milljarða fram úr áætlun Stjórn Vaðlaheiðarganga hf. telur að göngin undir Vaðlaheiði muni borga sig upp á aðeins þrjátíu árum þó kostnaður fari 20 prósent fram úr kostnaðaráætlun. Gert er ráð fyrir að verkið farið rúmlega 2,2 milljarða fram úr áætlun og að opnun ganganna seinki til loka ársins 2017 í fyrsta lagi. 16. febrúar 2016 07:00 Umferð meiri en spár gerðu ráð fyrir Heildarumferð um Víkurskarð er meiri en spár um umferð um Vaðlaheiðargöng gerðu ráð fyrir. Umferð það sem af er ári er 25 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Göngin hafa ekki lengst síðan vatn fór að streyma inn í þau að austanverðu. 6. maí 2015 07:00 Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Sjá meira
Göngin 2,2 milljarða fram úr áætlun Stjórn Vaðlaheiðarganga hf. telur að göngin undir Vaðlaheiði muni borga sig upp á aðeins þrjátíu árum þó kostnaður fari 20 prósent fram úr kostnaðaráætlun. Gert er ráð fyrir að verkið farið rúmlega 2,2 milljarða fram úr áætlun og að opnun ganganna seinki til loka ársins 2017 í fyrsta lagi. 16. febrúar 2016 07:00
Umferð meiri en spár gerðu ráð fyrir Heildarumferð um Víkurskarð er meiri en spár um umferð um Vaðlaheiðargöng gerðu ráð fyrir. Umferð það sem af er ári er 25 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Göngin hafa ekki lengst síðan vatn fór að streyma inn í þau að austanverðu. 6. maí 2015 07:00