Íslenska karlalandsliðið hefur fengið hamingjuóskir frá Nasdaq kauphöllinni. Stór mynd með hamingjuóskum birtist á skjá kauphallarinnar á Times torgi í New York. Myndin er birt á Facebook síðu Nadaq Ísland.
Sigur íslenska liðsins á enska landsliðinu í sextán liða úrslitum hefur vakið heimsathygli. Í fréttabréfi greiningadeildar Arion banka segir að árangurinn virðist skapa Íslandi meiri landkynningu heldur en eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 miðað við tölur Google Trends.
Þar segir að ef horft sé til fjölda leitarfyrirspurna um Ísland í vikunni hafi áhugi á landinu 15-20 faldast frá því sem gerist vanalega og aldrei verið meiri. Þá hafi aldrei verið leitað jafn oft að „What to do in Iceland“ og í þessari viku og meira að segja hefur leit að norðurljósum og Íslandi aukist talsvert. Þessi landkynning kann að koma á hentugum tíma þar sem krónan er að styrkjast, einkum gagnvart bresku pundi. Þó má einnig velta því upp hvort hér sé ávísun áframhaldandi hraða fjölgun ferðamanna sem væri ekki endilega af hinu góða.
Íslenska landsliðið fékk hamingjuóskir frá Nasdaq
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið


Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá
Viðskipti innlent

Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo?
Viðskipti innlent

EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin
Viðskipti innlent

Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum
Viðskipti innlent


SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar
Viðskipti erlent

Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum
Viðskipti innlent

Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs
Viðskipti innlent

Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári
Viðskipti innlent