Hún frumsýndi nýju hárgreiðsluna á Comic Con hátíðinni en fyrr um daginn hafði hún komið aðdáendum sínum á óvart með því að deila mynd af nýklipptu hári sem lá á gólfinu.
Það verður að segjast að útkoman sé stórglæsileg og það eru eflaust margir sem eiga eftir að fylgja í fótspor hennar í kjölfarið, enda er Cara talin af mörgum vera mikil smekkmanneskja.
