Lífsgæði að búa á Akureyri Sæunn Gísladóttir skrifar 28. september 2016 11:30 Jóhann Steinar Jóhannsson er Akureyringur en bjó í áratug í Reykjavík og í Svíþjóð. Mynd/Auðunn Níelsson „Ég er mjög spenntur fyrir þessu, það eru mikil tækifæri í umhverfinu núna, það er þróttmikill vöxtur í efnahagslífinu og breytingar fram undan vegna afnáms gjaldeyrishafta. Það eru tækifæri fyrir bæði innlenda fjárfesta erlendis og fyrir erlenda fjárfesta til að koma inn,“ segir Jóhann Steinar Jóhannsson, sem tók á dögunum við stöðu framkvæmdastjóra ÍV sjóða hf. á Akureyri. ÍV sjóðir eru dótturfélag Íslenskra verðbréfa sem reka ellefu verðbréfa- og fjárfestingarsjóði með um fjörutíu milljarða króna í stýringu. Jóhann Steinar hefur víðtæka reynslu af innlendum fjármálamarkaði. Undanfarin fjögur ár hefur hann starfað við eignastýringu hjá Stapa lífeyrissjóði. Á árunum 2008 til 2011 starfaði Jóhann Steinar við fjárfestingar og viðskiptaþróun hjá Tryggingamiðstöðinni. Þar áður starfaði hann í markaðsviðskiptum, áhættu- og fjárstýringu hjá Stoðum og Straumi fjárfestingabanka. Jóhann Steinar er með M.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Lunds Universitet og B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur jafnframt lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Jóhann Steinar er Akureyringur og sneri aftur til Akureyrar fyrir fjórum árum eftir að hafa búið í Svíþjóð og þar áður í Reykjavík í níu ár. Hann segir það hafa verið mjög gott að koma aftur heim og kann mjög vel við sig á Akureyri. „Það eru lífsgæði að fá að búa á Akureyri. Þetta er nógu stór bær til að maður verði ekki innilokaður og líði eins og maður sé í smábæ, hér er allt það helsta sem maður þarf en án stressins. Maður festist ekki í umferðarteppu á Miklubrautinni hérna,“ segir Jóhann Steinar og hlær. Hann er í sambúð með Írisi Björk Gunnlaugsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjú börn. Utan vinnunnar stundar Jóhann Steinar crossfit. „Ég er búinn að vera í því í þrjú ár. Það eru tvær stöðvar hérna á Akureyri og ótrúlega mikil og öflug hreyfing. Þetta er frábær félagsskapur og frábært viðhorf sem crossfit kennir manni, bæði til íþróttarinnar og annarra hluta,“ segir hann. „Svo reynir maður að eyða öllum tíma sem fer ekki í vinnu og æfingar með fjölskyldunni,“ segir Jóhann Steinar. „Ég reyni líka að veiða þegar ég get, og fer þá í fluguveiði. Svo eru systkini mín bæði með einhvern búrekstur, þannig að það er mjög gaman að fara í sveitina með fjölskylduna og slappa af,“ segir Jóhann Steinar Jóhannsson. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
„Ég er mjög spenntur fyrir þessu, það eru mikil tækifæri í umhverfinu núna, það er þróttmikill vöxtur í efnahagslífinu og breytingar fram undan vegna afnáms gjaldeyrishafta. Það eru tækifæri fyrir bæði innlenda fjárfesta erlendis og fyrir erlenda fjárfesta til að koma inn,“ segir Jóhann Steinar Jóhannsson, sem tók á dögunum við stöðu framkvæmdastjóra ÍV sjóða hf. á Akureyri. ÍV sjóðir eru dótturfélag Íslenskra verðbréfa sem reka ellefu verðbréfa- og fjárfestingarsjóði með um fjörutíu milljarða króna í stýringu. Jóhann Steinar hefur víðtæka reynslu af innlendum fjármálamarkaði. Undanfarin fjögur ár hefur hann starfað við eignastýringu hjá Stapa lífeyrissjóði. Á árunum 2008 til 2011 starfaði Jóhann Steinar við fjárfestingar og viðskiptaþróun hjá Tryggingamiðstöðinni. Þar áður starfaði hann í markaðsviðskiptum, áhættu- og fjárstýringu hjá Stoðum og Straumi fjárfestingabanka. Jóhann Steinar er með M.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Lunds Universitet og B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur jafnframt lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Jóhann Steinar er Akureyringur og sneri aftur til Akureyrar fyrir fjórum árum eftir að hafa búið í Svíþjóð og þar áður í Reykjavík í níu ár. Hann segir það hafa verið mjög gott að koma aftur heim og kann mjög vel við sig á Akureyri. „Það eru lífsgæði að fá að búa á Akureyri. Þetta er nógu stór bær til að maður verði ekki innilokaður og líði eins og maður sé í smábæ, hér er allt það helsta sem maður þarf en án stressins. Maður festist ekki í umferðarteppu á Miklubrautinni hérna,“ segir Jóhann Steinar og hlær. Hann er í sambúð með Írisi Björk Gunnlaugsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjú börn. Utan vinnunnar stundar Jóhann Steinar crossfit. „Ég er búinn að vera í því í þrjú ár. Það eru tvær stöðvar hérna á Akureyri og ótrúlega mikil og öflug hreyfing. Þetta er frábær félagsskapur og frábært viðhorf sem crossfit kennir manni, bæði til íþróttarinnar og annarra hluta,“ segir hann. „Svo reynir maður að eyða öllum tíma sem fer ekki í vinnu og æfingar með fjölskyldunni,“ segir Jóhann Steinar. „Ég reyni líka að veiða þegar ég get, og fer þá í fluguveiði. Svo eru systkini mín bæði með einhvern búrekstur, þannig að það er mjög gaman að fara í sveitina með fjölskylduna og slappa af,“ segir Jóhann Steinar Jóhannsson.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira