Lífsgæði að búa á Akureyri Sæunn Gísladóttir skrifar 28. september 2016 11:30 Jóhann Steinar Jóhannsson er Akureyringur en bjó í áratug í Reykjavík og í Svíþjóð. Mynd/Auðunn Níelsson „Ég er mjög spenntur fyrir þessu, það eru mikil tækifæri í umhverfinu núna, það er þróttmikill vöxtur í efnahagslífinu og breytingar fram undan vegna afnáms gjaldeyrishafta. Það eru tækifæri fyrir bæði innlenda fjárfesta erlendis og fyrir erlenda fjárfesta til að koma inn,“ segir Jóhann Steinar Jóhannsson, sem tók á dögunum við stöðu framkvæmdastjóra ÍV sjóða hf. á Akureyri. ÍV sjóðir eru dótturfélag Íslenskra verðbréfa sem reka ellefu verðbréfa- og fjárfestingarsjóði með um fjörutíu milljarða króna í stýringu. Jóhann Steinar hefur víðtæka reynslu af innlendum fjármálamarkaði. Undanfarin fjögur ár hefur hann starfað við eignastýringu hjá Stapa lífeyrissjóði. Á árunum 2008 til 2011 starfaði Jóhann Steinar við fjárfestingar og viðskiptaþróun hjá Tryggingamiðstöðinni. Þar áður starfaði hann í markaðsviðskiptum, áhættu- og fjárstýringu hjá Stoðum og Straumi fjárfestingabanka. Jóhann Steinar er með M.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Lunds Universitet og B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur jafnframt lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Jóhann Steinar er Akureyringur og sneri aftur til Akureyrar fyrir fjórum árum eftir að hafa búið í Svíþjóð og þar áður í Reykjavík í níu ár. Hann segir það hafa verið mjög gott að koma aftur heim og kann mjög vel við sig á Akureyri. „Það eru lífsgæði að fá að búa á Akureyri. Þetta er nógu stór bær til að maður verði ekki innilokaður og líði eins og maður sé í smábæ, hér er allt það helsta sem maður þarf en án stressins. Maður festist ekki í umferðarteppu á Miklubrautinni hérna,“ segir Jóhann Steinar og hlær. Hann er í sambúð með Írisi Björk Gunnlaugsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjú börn. Utan vinnunnar stundar Jóhann Steinar crossfit. „Ég er búinn að vera í því í þrjú ár. Það eru tvær stöðvar hérna á Akureyri og ótrúlega mikil og öflug hreyfing. Þetta er frábær félagsskapur og frábært viðhorf sem crossfit kennir manni, bæði til íþróttarinnar og annarra hluta,“ segir hann. „Svo reynir maður að eyða öllum tíma sem fer ekki í vinnu og æfingar með fjölskyldunni,“ segir Jóhann Steinar. „Ég reyni líka að veiða þegar ég get, og fer þá í fluguveiði. Svo eru systkini mín bæði með einhvern búrekstur, þannig að það er mjög gaman að fara í sveitina með fjölskylduna og slappa af,“ segir Jóhann Steinar Jóhannsson. Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
„Ég er mjög spenntur fyrir þessu, það eru mikil tækifæri í umhverfinu núna, það er þróttmikill vöxtur í efnahagslífinu og breytingar fram undan vegna afnáms gjaldeyrishafta. Það eru tækifæri fyrir bæði innlenda fjárfesta erlendis og fyrir erlenda fjárfesta til að koma inn,“ segir Jóhann Steinar Jóhannsson, sem tók á dögunum við stöðu framkvæmdastjóra ÍV sjóða hf. á Akureyri. ÍV sjóðir eru dótturfélag Íslenskra verðbréfa sem reka ellefu verðbréfa- og fjárfestingarsjóði með um fjörutíu milljarða króna í stýringu. Jóhann Steinar hefur víðtæka reynslu af innlendum fjármálamarkaði. Undanfarin fjögur ár hefur hann starfað við eignastýringu hjá Stapa lífeyrissjóði. Á árunum 2008 til 2011 starfaði Jóhann Steinar við fjárfestingar og viðskiptaþróun hjá Tryggingamiðstöðinni. Þar áður starfaði hann í markaðsviðskiptum, áhættu- og fjárstýringu hjá Stoðum og Straumi fjárfestingabanka. Jóhann Steinar er með M.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Lunds Universitet og B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur jafnframt lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Jóhann Steinar er Akureyringur og sneri aftur til Akureyrar fyrir fjórum árum eftir að hafa búið í Svíþjóð og þar áður í Reykjavík í níu ár. Hann segir það hafa verið mjög gott að koma aftur heim og kann mjög vel við sig á Akureyri. „Það eru lífsgæði að fá að búa á Akureyri. Þetta er nógu stór bær til að maður verði ekki innilokaður og líði eins og maður sé í smábæ, hér er allt það helsta sem maður þarf en án stressins. Maður festist ekki í umferðarteppu á Miklubrautinni hérna,“ segir Jóhann Steinar og hlær. Hann er í sambúð með Írisi Björk Gunnlaugsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjú börn. Utan vinnunnar stundar Jóhann Steinar crossfit. „Ég er búinn að vera í því í þrjú ár. Það eru tvær stöðvar hérna á Akureyri og ótrúlega mikil og öflug hreyfing. Þetta er frábær félagsskapur og frábært viðhorf sem crossfit kennir manni, bæði til íþróttarinnar og annarra hluta,“ segir hann. „Svo reynir maður að eyða öllum tíma sem fer ekki í vinnu og æfingar með fjölskyldunni,“ segir Jóhann Steinar. „Ég reyni líka að veiða þegar ég get, og fer þá í fluguveiði. Svo eru systkini mín bæði með einhvern búrekstur, þannig að það er mjög gaman að fara í sveitina með fjölskylduna og slappa af,“ segir Jóhann Steinar Jóhannsson.
Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira