SidekickHealth gerir samning við risavaxna heilsuræktarkeðju Svavar Hávarðsson skrifar 1. nóvember 2016 07:00 Meðalnotandinn dregur úr neyslu gosdrykkja um 65% og er 92% ólíklegri til að neyta sætinda daglega. vísir/ernir Íslensk-sænska fyrirtækið SidekickHealth hefur gert samkomulag við bandarísku heilsuræktarkeðjuna Curves Jenny Craig (CJC) um verkefni þar sem skorað verður á þúsundir starfsmanna bandarískra fyrirtækja að taka þátt í hóp- og heilsueflingu. CJC er ein af stærstu heilsuræktarkeðjum heims og rekur yfir 700 heilsuræktarstöðvar vítt og breitt um heiminn. SidekickHealth hugbúnaðarlausnin gerir CJC kleift að bjóða stórum bandarískum vinnustöðum upp á hóp- og heilsueflingu. Starfsfólki er skipt í lið sem keppa innbyrðis í þrjár vikur í heilsueflingu. Í gegnum hugbúnaðinn er um leið hægt að bjóða starfsfólki upp á skimun fyrir heilsufarsvandamálum svo sem hættu á áunninni sykursýki og vísa áfram í frekari úrræði. SidekickHealth hefur í rúmt ár boðið upp á heilsu- og hópefli fyrir vinnustaði líkt því sem nú er verið að fara af stað með í Bandaríkjunum. Þúsundir starfsmanna fyrirtækja í Svíþjóð, Bretlandi og á Íslandi hafa notað hugbúnaðinn með góðum árangri undanfarið ár. Af viðskiptavinum hér á landi má nefna fyrirtæki svo sem IKEA, VÍS, Vörð, Festi, Össur, RB og Einkaleyfastofuna. „Meðalnotandinn dregur úr gosneyslu um 65% og er 92% minna líklegur til að neyta sætinda daglega. Við vorum að ljúka við annan heilsueflingarviðburð okkar með VÍS í október og tóku 118 starfsmenn þátt. Á þremur vikum má áætla að sparast hafi sykurneysla sem nemur ríflega 80 kílóum eða þyngd eins fílsunga. Einnig gengu þau 4.762 kílómetra eða sem nemur fjarlægðinni frá Reykjavík til Minnesota í Bandaríkjunum. Það hefur verið ótrúlega skemmtilegt að sjá hve sterk áhrif þetta hefur haft til að ýta undir bætta heilsuhegðun – en til þess var auðvitað leikurinn gerður,“ segir Tryggvi Þorgeirsson, læknir og framkvæmdastjóri SidekickHealth, í tilkynningu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Íslensk-sænska fyrirtækið SidekickHealth hefur gert samkomulag við bandarísku heilsuræktarkeðjuna Curves Jenny Craig (CJC) um verkefni þar sem skorað verður á þúsundir starfsmanna bandarískra fyrirtækja að taka þátt í hóp- og heilsueflingu. CJC er ein af stærstu heilsuræktarkeðjum heims og rekur yfir 700 heilsuræktarstöðvar vítt og breitt um heiminn. SidekickHealth hugbúnaðarlausnin gerir CJC kleift að bjóða stórum bandarískum vinnustöðum upp á hóp- og heilsueflingu. Starfsfólki er skipt í lið sem keppa innbyrðis í þrjár vikur í heilsueflingu. Í gegnum hugbúnaðinn er um leið hægt að bjóða starfsfólki upp á skimun fyrir heilsufarsvandamálum svo sem hættu á áunninni sykursýki og vísa áfram í frekari úrræði. SidekickHealth hefur í rúmt ár boðið upp á heilsu- og hópefli fyrir vinnustaði líkt því sem nú er verið að fara af stað með í Bandaríkjunum. Þúsundir starfsmanna fyrirtækja í Svíþjóð, Bretlandi og á Íslandi hafa notað hugbúnaðinn með góðum árangri undanfarið ár. Af viðskiptavinum hér á landi má nefna fyrirtæki svo sem IKEA, VÍS, Vörð, Festi, Össur, RB og Einkaleyfastofuna. „Meðalnotandinn dregur úr gosneyslu um 65% og er 92% minna líklegur til að neyta sætinda daglega. Við vorum að ljúka við annan heilsueflingarviðburð okkar með VÍS í október og tóku 118 starfsmenn þátt. Á þremur vikum má áætla að sparast hafi sykurneysla sem nemur ríflega 80 kílóum eða þyngd eins fílsunga. Einnig gengu þau 4.762 kílómetra eða sem nemur fjarlægðinni frá Reykjavík til Minnesota í Bandaríkjunum. Það hefur verið ótrúlega skemmtilegt að sjá hve sterk áhrif þetta hefur haft til að ýta undir bætta heilsuhegðun – en til þess var auðvitað leikurinn gerður,“ segir Tryggvi Þorgeirsson, læknir og framkvæmdastjóri SidekickHealth, í tilkynningu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira