Segja íslenskt viskí betra en það skoska Sæunn Gísladóttir skrifar 1. október 2016 07:00 Frá Eimverk Distillery Íslenski matarsprotinn var afhentur í fyrsta sinn á fimmtudag af Íslenska sjávarklasanum, í samstarfi við Landbúnaðarklasann og Matvælalandið Ísland og hlaut bruggverksmiðjan Eimverk verðlaunin. Eimverk er fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir Flóka viskí, Vor gin, og Víti ákavíti. Lagt er upp úr notkun íslenskra hráefna við framleiðsluna og hefur fyrirtækið hlotið fjölda verðlauna á síðustu árum, meðal annars Vaxtarsprotann 2016 eftir að velta fyrirtækisins jókst um 333,3 prósent milli ára.Vörurnar frá Eimverk distillery.vísir/stefánHaraldur Þorkelsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Eimverks, segir að meðal annars megi rekja velgengni félagsins til þess að kjöraðstæður séu til framleiðslu viskís á Ísland. „Okkar viskí er enn þá betra en í Skotlandi, það er ekki bara vatnið, bygg sem vex á norðlægum slóðum hentar mjög vel í viskígerð. Við erum alveg á jaðrinum með að geta ræktað bygg á Íslandi og fáum fyrir vikið mjög kryddað og kraftmikið bygg sem vex á stuttu sumri. Skilyrðin á Íslandi fyrir viský eru afar góð, og við erum bæði með gott hráefni og góða sambandsaðila hjá íslenskum bændum. Við getum framleitt mikið magn af úrvalsviskíi,“ segir Haraldur. Sem fyrr segir er Eimverk fjölskyldufyrirtæki, en Haraldur kemur úr tæknigeiranum, hann starfaði hjá hugbúnaðarfyrirtækinu OZ frá 1996 þangað til félagið var selt til Nokia og starfaði hjá Nokia til ársins 2010. „Við erum hérna nokkur saman með fjölbreytta reynslu, við komum saman með vöruþekkingu og töluverða reynslu úr sprotastarfi. Við höfum verið áður í tæknisprotum sem er reynsla sem nýtist vel í matarsprotum,“ segir Haraldur.Haraldur Þorkelsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Eimverks.vísir/gvaEimverk var stofnað árið 2011, en vöruþróunin tók töluverðan tíma að sögn Haraldar. „Við gerðum 165 mismunandi uppskriftatilraunir við að þróa íslenskt viskí. Samhliða þessu þróuðum við ákavíti og gin. Ginið okkar kom á markað í byrjun 2014, viskíið í lok árs 2014, og ákavíti kom á markað 2015.“ Vörurnar eru nú seldar til þrettán landa og fara níutíu prósent af framleiðslunni til útlanda. Fleiri tegundir eru svo í bígerð. „Við erum með þessar þrjár aðaltegundir en það breikkar í þessum flokkum, við erum núna komin með fjórar útfærslur af þessu gini og erum að bæta við taðreyktu viskíi sem kemur á markað í næstu viku,“ segir Haraldur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Íslenski matarsprotinn var afhentur í fyrsta sinn á fimmtudag af Íslenska sjávarklasanum, í samstarfi við Landbúnaðarklasann og Matvælalandið Ísland og hlaut bruggverksmiðjan Eimverk verðlaunin. Eimverk er fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir Flóka viskí, Vor gin, og Víti ákavíti. Lagt er upp úr notkun íslenskra hráefna við framleiðsluna og hefur fyrirtækið hlotið fjölda verðlauna á síðustu árum, meðal annars Vaxtarsprotann 2016 eftir að velta fyrirtækisins jókst um 333,3 prósent milli ára.Vörurnar frá Eimverk distillery.vísir/stefánHaraldur Þorkelsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Eimverks, segir að meðal annars megi rekja velgengni félagsins til þess að kjöraðstæður séu til framleiðslu viskís á Ísland. „Okkar viskí er enn þá betra en í Skotlandi, það er ekki bara vatnið, bygg sem vex á norðlægum slóðum hentar mjög vel í viskígerð. Við erum alveg á jaðrinum með að geta ræktað bygg á Íslandi og fáum fyrir vikið mjög kryddað og kraftmikið bygg sem vex á stuttu sumri. Skilyrðin á Íslandi fyrir viský eru afar góð, og við erum bæði með gott hráefni og góða sambandsaðila hjá íslenskum bændum. Við getum framleitt mikið magn af úrvalsviskíi,“ segir Haraldur. Sem fyrr segir er Eimverk fjölskyldufyrirtæki, en Haraldur kemur úr tæknigeiranum, hann starfaði hjá hugbúnaðarfyrirtækinu OZ frá 1996 þangað til félagið var selt til Nokia og starfaði hjá Nokia til ársins 2010. „Við erum hérna nokkur saman með fjölbreytta reynslu, við komum saman með vöruþekkingu og töluverða reynslu úr sprotastarfi. Við höfum verið áður í tæknisprotum sem er reynsla sem nýtist vel í matarsprotum,“ segir Haraldur.Haraldur Þorkelsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Eimverks.vísir/gvaEimverk var stofnað árið 2011, en vöruþróunin tók töluverðan tíma að sögn Haraldar. „Við gerðum 165 mismunandi uppskriftatilraunir við að þróa íslenskt viskí. Samhliða þessu þróuðum við ákavíti og gin. Ginið okkar kom á markað í byrjun 2014, viskíið í lok árs 2014, og ákavíti kom á markað 2015.“ Vörurnar eru nú seldar til þrettán landa og fara níutíu prósent af framleiðslunni til útlanda. Fleiri tegundir eru svo í bígerð. „Við erum með þessar þrjár aðaltegundir en það breikkar í þessum flokkum, við erum núna komin með fjórar útfærslur af þessu gini og erum að bæta við taðreyktu viskíi sem kemur á markað í næstu viku,“ segir Haraldur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira