Segja íslenskt viskí betra en það skoska Sæunn Gísladóttir skrifar 1. október 2016 07:00 Frá Eimverk Distillery Íslenski matarsprotinn var afhentur í fyrsta sinn á fimmtudag af Íslenska sjávarklasanum, í samstarfi við Landbúnaðarklasann og Matvælalandið Ísland og hlaut bruggverksmiðjan Eimverk verðlaunin. Eimverk er fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir Flóka viskí, Vor gin, og Víti ákavíti. Lagt er upp úr notkun íslenskra hráefna við framleiðsluna og hefur fyrirtækið hlotið fjölda verðlauna á síðustu árum, meðal annars Vaxtarsprotann 2016 eftir að velta fyrirtækisins jókst um 333,3 prósent milli ára.Vörurnar frá Eimverk distillery.vísir/stefánHaraldur Þorkelsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Eimverks, segir að meðal annars megi rekja velgengni félagsins til þess að kjöraðstæður séu til framleiðslu viskís á Ísland. „Okkar viskí er enn þá betra en í Skotlandi, það er ekki bara vatnið, bygg sem vex á norðlægum slóðum hentar mjög vel í viskígerð. Við erum alveg á jaðrinum með að geta ræktað bygg á Íslandi og fáum fyrir vikið mjög kryddað og kraftmikið bygg sem vex á stuttu sumri. Skilyrðin á Íslandi fyrir viský eru afar góð, og við erum bæði með gott hráefni og góða sambandsaðila hjá íslenskum bændum. Við getum framleitt mikið magn af úrvalsviskíi,“ segir Haraldur. Sem fyrr segir er Eimverk fjölskyldufyrirtæki, en Haraldur kemur úr tæknigeiranum, hann starfaði hjá hugbúnaðarfyrirtækinu OZ frá 1996 þangað til félagið var selt til Nokia og starfaði hjá Nokia til ársins 2010. „Við erum hérna nokkur saman með fjölbreytta reynslu, við komum saman með vöruþekkingu og töluverða reynslu úr sprotastarfi. Við höfum verið áður í tæknisprotum sem er reynsla sem nýtist vel í matarsprotum,“ segir Haraldur.Haraldur Þorkelsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Eimverks.vísir/gvaEimverk var stofnað árið 2011, en vöruþróunin tók töluverðan tíma að sögn Haraldar. „Við gerðum 165 mismunandi uppskriftatilraunir við að þróa íslenskt viskí. Samhliða þessu þróuðum við ákavíti og gin. Ginið okkar kom á markað í byrjun 2014, viskíið í lok árs 2014, og ákavíti kom á markað 2015.“ Vörurnar eru nú seldar til þrettán landa og fara níutíu prósent af framleiðslunni til útlanda. Fleiri tegundir eru svo í bígerð. „Við erum með þessar þrjár aðaltegundir en það breikkar í þessum flokkum, við erum núna komin með fjórar útfærslur af þessu gini og erum að bæta við taðreyktu viskíi sem kemur á markað í næstu viku,“ segir Haraldur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Sjá meira
Íslenski matarsprotinn var afhentur í fyrsta sinn á fimmtudag af Íslenska sjávarklasanum, í samstarfi við Landbúnaðarklasann og Matvælalandið Ísland og hlaut bruggverksmiðjan Eimverk verðlaunin. Eimverk er fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir Flóka viskí, Vor gin, og Víti ákavíti. Lagt er upp úr notkun íslenskra hráefna við framleiðsluna og hefur fyrirtækið hlotið fjölda verðlauna á síðustu árum, meðal annars Vaxtarsprotann 2016 eftir að velta fyrirtækisins jókst um 333,3 prósent milli ára.Vörurnar frá Eimverk distillery.vísir/stefánHaraldur Þorkelsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Eimverks, segir að meðal annars megi rekja velgengni félagsins til þess að kjöraðstæður séu til framleiðslu viskís á Ísland. „Okkar viskí er enn þá betra en í Skotlandi, það er ekki bara vatnið, bygg sem vex á norðlægum slóðum hentar mjög vel í viskígerð. Við erum alveg á jaðrinum með að geta ræktað bygg á Íslandi og fáum fyrir vikið mjög kryddað og kraftmikið bygg sem vex á stuttu sumri. Skilyrðin á Íslandi fyrir viský eru afar góð, og við erum bæði með gott hráefni og góða sambandsaðila hjá íslenskum bændum. Við getum framleitt mikið magn af úrvalsviskíi,“ segir Haraldur. Sem fyrr segir er Eimverk fjölskyldufyrirtæki, en Haraldur kemur úr tæknigeiranum, hann starfaði hjá hugbúnaðarfyrirtækinu OZ frá 1996 þangað til félagið var selt til Nokia og starfaði hjá Nokia til ársins 2010. „Við erum hérna nokkur saman með fjölbreytta reynslu, við komum saman með vöruþekkingu og töluverða reynslu úr sprotastarfi. Við höfum verið áður í tæknisprotum sem er reynsla sem nýtist vel í matarsprotum,“ segir Haraldur.Haraldur Þorkelsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Eimverks.vísir/gvaEimverk var stofnað árið 2011, en vöruþróunin tók töluverðan tíma að sögn Haraldar. „Við gerðum 165 mismunandi uppskriftatilraunir við að þróa íslenskt viskí. Samhliða þessu þróuðum við ákavíti og gin. Ginið okkar kom á markað í byrjun 2014, viskíið í lok árs 2014, og ákavíti kom á markað 2015.“ Vörurnar eru nú seldar til þrettán landa og fara níutíu prósent af framleiðslunni til útlanda. Fleiri tegundir eru svo í bígerð. „Við erum með þessar þrjár aðaltegundir en það breikkar í þessum flokkum, við erum núna komin með fjórar útfærslur af þessu gini og erum að bæta við taðreyktu viskíi sem kemur á markað í næstu viku,“ segir Haraldur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Sjá meira