Hundruð ferðaþjónustuaðila á risakaupstefnu í Laugardalshöll Heimir Már Pétursson skrifar 5. febrúar 2016 19:45 Reiknað er með að rúmlega sex milljónir manna fari um Keflavíkurflugvöll á næsta ári og ferðamenn til landsins verði hátt á aðra milljón. Rúmlega fimm hundruð ferðaþjónustuaðilar frá tuttugu og einu landi ásamt um tvö hundruð íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum kynna starfsemi sína á Mid-Atlantic kaupstefnu Icelandair yfir helgina. Tugprósenta árleg fjölgun ferðamanna til Íslands gerist ekki að sjálfu sér. Hún gerist vegna þrotlauss markaðsstarfs þúsunda ferðaþjónustuaðila bæði innanlands og utan. Ekki hvað síst vegna markaðsstarfs flugfélaganna eins og árleg Mid Atlantic ferðakaupstefna Icelandair sýnir. Þetta er tuttugasta og fjórða Mid Atlantic kaupstefna Icelandair með 255 sýningarbásum og vel á sjöunda þúsund bókaðra funda þeirra sem ýmist eru að selja að kaupa ferðaþjónustu. Þetta eru fulltrúar ferðaskrifstofa, hótela, bílaleiga og fjölmargra annarra aðila sem þjóna ferðmenn beggja vegna Atlantshafsins og er stórviðburður ár hvert hjá Icelandair að sögn Helga Más Björgvinssonar, framkvæmdastjóra sölu og markaðssviðs Icelandair. „Þetta er sá stærsti sem við höfum nokkurn tíma haft. Þetta hefur verið að stækka í takti við okkar framboðsaukningu. Það er mikill áhugi. Þetta er stór dagur fyrir okkur þegar við fáum alla þessa aðila til Íslands og íslensku aðilana líka til að kynna sína vörur og þjónustu,“ segir Helgi. Mikil vinna fari í að kynna Ísland í samkeppni við önnur lönd. Þegar litið sé yfir langt tímabil, t.d. tíu ára, sé heilbrigt að búast við 8 til 10 prósenta vexti á milli ára, en undanfarin nokkur ár hefur vöxturinn verið allt að 30 prósent. „En þetta hefur vaxið mjög hratt á síðustu árum og við munum ekki sjá það endalaust. En við sjáum enn þá mikil tækifæri í að selja og markaðssetja landið,“ segir HelgiAllt frá ABBA til Aberdeen Það er mjög fjölbreytt flóra ferðaþjónustu kynnt á kaupstenfunni eins og Abbasafnið í Stokkhólmi sem Stina Hammervik frá Stokkhólmi sá um að kynna. „Við höfum fengið yfir átta hundruð þúsund gesti í safnið frá því það var opnað í maí árið 2013,“ segir Stina. Í safninu geti fólk kynnt sér feril Abba, tónlist hljómsveitarinnar og jafnvel sungið lögnin við undirspil hljómsveitarinnar. Þá má ekki gleyma mörgum mjög skrautlegum búningum fjórmenninganna sem skipuðu hljómsveitina. „Já það má svo sannarlega skoða búninga hljómsveitarinnar,“ segir Stina. Þá bætast við nokkrir nýir áfangastaðir hjá Icelandair eins og Aberdeen í Skotlandi. Peter Medley fulltrúi Skoska ferðamálaráðsins segir Skota gestrisna heim að sækja. „Aberdeen er frábær borg út af fyrir sig en í næsta nágrenni eru til að mynda margir frægir kastalar. Það er hægt að heimsækja yfir þrjúhundruð kastala og það sem stendur kannski hjarta mínu nær eru fjölmargar viský verksmiðjur sem bjóða upp á heimsóknir,“ segir Peter. Í næsta bás voru föngulegar ungar konur frá Skotlandi að kynna Glengoyne, eina af fjölmörgum tegundum af skosku viskíi sem framleitt er rétt fyrir utan Glasgow. Fréttamaður fékk að smakka sérstaka útgáfu þessa göfuga drykkjar sem eingöngu er seld í verksmiðjunni sjálfri og á netinu og getur staðfest að hugmyndin um Skotlandsferð varð enn meira freistandi eftir þann drykk. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Reiknað er með að rúmlega sex milljónir manna fari um Keflavíkurflugvöll á næsta ári og ferðamenn til landsins verði hátt á aðra milljón. Rúmlega fimm hundruð ferðaþjónustuaðilar frá tuttugu og einu landi ásamt um tvö hundruð íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum kynna starfsemi sína á Mid-Atlantic kaupstefnu Icelandair yfir helgina. Tugprósenta árleg fjölgun ferðamanna til Íslands gerist ekki að sjálfu sér. Hún gerist vegna þrotlauss markaðsstarfs þúsunda ferðaþjónustuaðila bæði innanlands og utan. Ekki hvað síst vegna markaðsstarfs flugfélaganna eins og árleg Mid Atlantic ferðakaupstefna Icelandair sýnir. Þetta er tuttugasta og fjórða Mid Atlantic kaupstefna Icelandair með 255 sýningarbásum og vel á sjöunda þúsund bókaðra funda þeirra sem ýmist eru að selja að kaupa ferðaþjónustu. Þetta eru fulltrúar ferðaskrifstofa, hótela, bílaleiga og fjölmargra annarra aðila sem þjóna ferðmenn beggja vegna Atlantshafsins og er stórviðburður ár hvert hjá Icelandair að sögn Helga Más Björgvinssonar, framkvæmdastjóra sölu og markaðssviðs Icelandair. „Þetta er sá stærsti sem við höfum nokkurn tíma haft. Þetta hefur verið að stækka í takti við okkar framboðsaukningu. Það er mikill áhugi. Þetta er stór dagur fyrir okkur þegar við fáum alla þessa aðila til Íslands og íslensku aðilana líka til að kynna sína vörur og þjónustu,“ segir Helgi. Mikil vinna fari í að kynna Ísland í samkeppni við önnur lönd. Þegar litið sé yfir langt tímabil, t.d. tíu ára, sé heilbrigt að búast við 8 til 10 prósenta vexti á milli ára, en undanfarin nokkur ár hefur vöxturinn verið allt að 30 prósent. „En þetta hefur vaxið mjög hratt á síðustu árum og við munum ekki sjá það endalaust. En við sjáum enn þá mikil tækifæri í að selja og markaðssetja landið,“ segir HelgiAllt frá ABBA til Aberdeen Það er mjög fjölbreytt flóra ferðaþjónustu kynnt á kaupstenfunni eins og Abbasafnið í Stokkhólmi sem Stina Hammervik frá Stokkhólmi sá um að kynna. „Við höfum fengið yfir átta hundruð þúsund gesti í safnið frá því það var opnað í maí árið 2013,“ segir Stina. Í safninu geti fólk kynnt sér feril Abba, tónlist hljómsveitarinnar og jafnvel sungið lögnin við undirspil hljómsveitarinnar. Þá má ekki gleyma mörgum mjög skrautlegum búningum fjórmenninganna sem skipuðu hljómsveitina. „Já það má svo sannarlega skoða búninga hljómsveitarinnar,“ segir Stina. Þá bætast við nokkrir nýir áfangastaðir hjá Icelandair eins og Aberdeen í Skotlandi. Peter Medley fulltrúi Skoska ferðamálaráðsins segir Skota gestrisna heim að sækja. „Aberdeen er frábær borg út af fyrir sig en í næsta nágrenni eru til að mynda margir frægir kastalar. Það er hægt að heimsækja yfir þrjúhundruð kastala og það sem stendur kannski hjarta mínu nær eru fjölmargar viský verksmiðjur sem bjóða upp á heimsóknir,“ segir Peter. Í næsta bás voru föngulegar ungar konur frá Skotlandi að kynna Glengoyne, eina af fjölmörgum tegundum af skosku viskíi sem framleitt er rétt fyrir utan Glasgow. Fréttamaður fékk að smakka sérstaka útgáfu þessa göfuga drykkjar sem eingöngu er seld í verksmiðjunni sjálfri og á netinu og getur staðfest að hugmyndin um Skotlandsferð varð enn meira freistandi eftir þann drykk.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira