Þema umhverfisverðlaunanna í ár er starfræn nýsköpun sem ýtir undir sjálfbæran lífsstíl. Þetta kemur fram á vefsíðu Norðurlandaráðs.
„Verðlaunin hreppir norrænt fyrirtæki, samtök eða einstaklingur sem stuðlar að sjálfbærum lífsstíl og hvetur til hans með skapandi stafrænum lausnum,“ segir á síðunni.
Umhverfisverðlaunin verða afhent í Kaupmannahöfn þann 1. nóvember næstkomandi. Fær vinningshafi 350 þúsund danskar krónur í sinn hlut en það nemur sex og hálfri milljón íslenskra króna. Þetta er í 22. sinn sem verðlaunin eru veitt.
Hér má sjá öll verkefnin sem tilnefnd eru:
Danmörk
Energiakademiet: Hnattrænn stafrænn fundarstaður fyrir sjálfbæra staðbundna frumkvöðla
Kemiluppen: Smáforrit sem auðveldar neytendum að forðast óæskileg efni í snyrtivörum
Too Good To Go: Smáforrit sem gerir neytendum kleift að versla ódýr matvæli skömmu fyrir lokunartíma og sporna þannig gegn matarsóun
Finnland
Aidon: Snjallir rafmagnsmælar – mikilvæg tækninýjung í endurnýjanlegu orkukerfi
ENO netskolen: Hnattrænn námsvefur og samstarfsnet um sjálfbæra þróun
Ísland
e1: Smáforrit sem tengir saman rafbílaeigendur og eigendur hleðslustöðva
Strætó-appið: Með Strætó-appinu er hægt að kaupa farmiða og fylgjast með ferðum strætó
Noregur og Svíþjóð
Sjømatguiden / Fiskguiden frá Alþjóðanátturuverndarsjóðnum: Með Sjømatguiden, leiðarvísi WWF, er auðvelt að velja sjálfbært fiskmeti og skelfisk
Svíþjóð
Workaround: Deiliþjónusta til að auka nýtingu á skrifstofurýmum