Mint Solutions fær 650 milljón króna fjárfestingu Sæunn Gísladóttir skrifar 29. ágúst 2016 14:28 MedEye lyfjaöryggiskerfið í notkun. Mynd/Mint Solutions Íslensk-hollenska hátæknifyrirtækið Mint Solutions hefur tilkynnt um 650 milljón króna fjárfestingu sem gerir fyrirtækinu kleift að hraða markaðssetningu og innleiðingu lyfjaöryggiskerfisins MedEye á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum í Evrópu og í Bandaríkjunum. Fjármagnið kemur frá hópi fjárfesta undir forystu BOM Capital í Hollandi og tveggja núverandi hluthafa, LSP og Seventure Partners, ásamt Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og íslenskum einkafjárfestum. Mint Solutions var stofnað á Íslandi árið 2009 og hefur síðan þá unnið að þróun lyfjaöryggiskerfisins MedEye. Kerfið stórbætir lyfjaöryggi á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum með því að gerahjúkrunarfræðingum kleift að skanna öll lyf sjúklinga, rétt áður en þau eru gefin. Þannig er tryggt að lyfjagjöf sé í samræmi við lyfseðil og fyrirmæli lækna.Gauti Þór Reynisson, framkvæmdastjóri Mint Solutions.Mynd/Mint Solutions„MedEye sér til þess sjúklingarnir fái rétt lyf, í réttu magni á réttum tíma og kemur því í veg fyrir lyfjamistök,” segir Gauti Þór Reynisson, framkvæmdastjóri Mint Solutions í tilkynningu. „Fjárfestingin gerir okkur kleift að efla þróun MedEye enn frekar og svara aukinni eftirspurn frá sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum í Hollandi og víðar í Evrópu. MedEye kemur í stað mun flóknari og dýrari lausna, t.d. strikamerkinga á hverjum lyfjaskammti fyrir sig, og við getum því gjörbylt þeim markaði sem við erum á.“Öll þróunarvinna fer fram á Íslandi. Fyrirtækið er nú með 18 starfsmenn, níu hér á landi og níu í Hollandi, sem er stærsti markaður þess. Með fjárfestingunnistefnir Mint Solutions á frekari landvinninga á alþjóðlegum mörkuðum, m.a. í Belgíu, Bretlandi ogBandaríkjunum. Nýsköpunar-sjóður atvinnulífsinsfjárfesti í félaginu árið 2011 og og hefur fylgt fjárfestingunni eftir síðan þá.„Við höfðum strax trú á þessari vöru og sáum tækifæri til þess að leysa viðamikið vandamál á sviði heilbrigðistækni. Þróun MedEye hefur gengið vel og Mint Solutions hefur nú fengið einkaleyfi fyrir tækninni og hafið markaðssetningu í Hollandi. Við fögnum þessari nýju fjárfestingu þar sem hún mun gera Mint Solutions og MedEye kleift að ná fótfestu á heimsvísu,“ segir Hekla Arnardóttir, fjárfestingastjóri hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins.Aðrir helstu hluthafar í Mint Solutions eru LSP, Seventure Partners og BOM Capital, ásamt minni einkafjárfestum, stofnendum og starfsfólki.Tækniþróunarsjóður lagði einnig til styrki við fyrirtækið þegar þróun MedEye hófst.MedEye er komið í notkun á fjórum hollenskum sjúkrahúsum og verið er að innleiða kerfið á þremur til viðbótar. Að sögn Gauta Þórs hefur MedEye nú þegar sannað gildi sitt og komið í veg fyrir fjölda lyfjamistaka.„Sem dæmi hefur Deventer sjúkrahúsið í Hollandi verið með MedEye í notkun síðan í ágúst á síðasta ári og kerfið er nú notað við öll 250 sjúkrarúm spítalans. Á þessum tíma höfum við komið í veg fyrir yfir þúsund rangar lyfjagjafir.“Viðræður standa nú yfir við mörg stærstu sjúkrahús Hollands, þar á meðal háskólasjúkrahús. Gauti segir því von á fleiri góðum fréttum af fyrirtækinu.„Eftirspurnin eftir MedEye hefur aukist mikið á síðustu mánuðum. Sjúkrahúsin eru að átta sig á því að MedEye er mun ódýrari og öruggari kostur í samanburði við keppinauta okkar.“ Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Íslensk-hollenska hátæknifyrirtækið Mint Solutions hefur tilkynnt um 650 milljón króna fjárfestingu sem gerir fyrirtækinu kleift að hraða markaðssetningu og innleiðingu lyfjaöryggiskerfisins MedEye á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum í Evrópu og í Bandaríkjunum. Fjármagnið kemur frá hópi fjárfesta undir forystu BOM Capital í Hollandi og tveggja núverandi hluthafa, LSP og Seventure Partners, ásamt Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og íslenskum einkafjárfestum. Mint Solutions var stofnað á Íslandi árið 2009 og hefur síðan þá unnið að þróun lyfjaöryggiskerfisins MedEye. Kerfið stórbætir lyfjaöryggi á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum með því að gerahjúkrunarfræðingum kleift að skanna öll lyf sjúklinga, rétt áður en þau eru gefin. Þannig er tryggt að lyfjagjöf sé í samræmi við lyfseðil og fyrirmæli lækna.Gauti Þór Reynisson, framkvæmdastjóri Mint Solutions.Mynd/Mint Solutions„MedEye sér til þess sjúklingarnir fái rétt lyf, í réttu magni á réttum tíma og kemur því í veg fyrir lyfjamistök,” segir Gauti Þór Reynisson, framkvæmdastjóri Mint Solutions í tilkynningu. „Fjárfestingin gerir okkur kleift að efla þróun MedEye enn frekar og svara aukinni eftirspurn frá sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum í Hollandi og víðar í Evrópu. MedEye kemur í stað mun flóknari og dýrari lausna, t.d. strikamerkinga á hverjum lyfjaskammti fyrir sig, og við getum því gjörbylt þeim markaði sem við erum á.“Öll þróunarvinna fer fram á Íslandi. Fyrirtækið er nú með 18 starfsmenn, níu hér á landi og níu í Hollandi, sem er stærsti markaður þess. Með fjárfestingunnistefnir Mint Solutions á frekari landvinninga á alþjóðlegum mörkuðum, m.a. í Belgíu, Bretlandi ogBandaríkjunum. Nýsköpunar-sjóður atvinnulífsinsfjárfesti í félaginu árið 2011 og og hefur fylgt fjárfestingunni eftir síðan þá.„Við höfðum strax trú á þessari vöru og sáum tækifæri til þess að leysa viðamikið vandamál á sviði heilbrigðistækni. Þróun MedEye hefur gengið vel og Mint Solutions hefur nú fengið einkaleyfi fyrir tækninni og hafið markaðssetningu í Hollandi. Við fögnum þessari nýju fjárfestingu þar sem hún mun gera Mint Solutions og MedEye kleift að ná fótfestu á heimsvísu,“ segir Hekla Arnardóttir, fjárfestingastjóri hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins.Aðrir helstu hluthafar í Mint Solutions eru LSP, Seventure Partners og BOM Capital, ásamt minni einkafjárfestum, stofnendum og starfsfólki.Tækniþróunarsjóður lagði einnig til styrki við fyrirtækið þegar þróun MedEye hófst.MedEye er komið í notkun á fjórum hollenskum sjúkrahúsum og verið er að innleiða kerfið á þremur til viðbótar. Að sögn Gauta Þórs hefur MedEye nú þegar sannað gildi sitt og komið í veg fyrir fjölda lyfjamistaka.„Sem dæmi hefur Deventer sjúkrahúsið í Hollandi verið með MedEye í notkun síðan í ágúst á síðasta ári og kerfið er nú notað við öll 250 sjúkrarúm spítalans. Á þessum tíma höfum við komið í veg fyrir yfir þúsund rangar lyfjagjafir.“Viðræður standa nú yfir við mörg stærstu sjúkrahús Hollands, þar á meðal háskólasjúkrahús. Gauti segir því von á fleiri góðum fréttum af fyrirtækinu.„Eftirspurnin eftir MedEye hefur aukist mikið á síðustu mánuðum. Sjúkrahúsin eru að átta sig á því að MedEye er mun ódýrari og öruggari kostur í samanburði við keppinauta okkar.“
Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira