Ekki slökkva hennar loga Hildur Björnsdóttir skrifar 30. desember 2016 07:00 Fyrir fáeinum mánuðum sat ég með hópi kvenna þegar talið barst að kunningjakonu. Sú hafði hlotið skjótan framgang á vinnumarkaði erlendis. Mér þótti sérstök ástæða að lofa árangur hennar. Viðbrögð viðstaddra vöktu undrun mína. Engin kynsystranna tók undir lofið. Þess í stað kepptust þær við að draga úr afrekum konunnar og tína til ástæður sem gera áttu árangur hennar auðfenginn og lítilsverðan. Önnur vinkona hefur náð langt í tiltekinni atvinnugrein hérlendis. Svo langt að hún þykir raunar fyrirmynd þeirra sem nú feta sín fyrstu spor í faginu. Hún hefur lengi lagt sérstaka áherslu á að hrósa öðrum konum og hvetja þær. Það þykir henni mikilvægt enda hlutur kvenna í atvinnugreininni rýr. Það vekur þó reglulega furðu að greiðinn er sjaldnast endurgoldinn. Þrátt fyrir óumdeilda hæfileika sjá kynsystur hennar ekki ástæðu til að lofa árangur hennar. Mér er alltaf minnisstætt atvik þegar karlmaður var beðinn að mæla með einstaklingi í ábyrgðarstarf. Hann tók sér engan umhugsunarfrest og taldi umsvifalaust upp þrjá karlmenn. Þeim gaf hann sín bestu meðmæli. Ég vissi fyrir víst að karlinn þekkti fjölmarga kvenmenn og þó nokkra sem voru mun hæfari til starfans. Þær voru þó aldrei nefndar. Karlmenn standa þétt hver við bak annars. Þeir hygla hver öðrum. Konur gera það síður. Í atvinnugreinum þaulsetnum af körlum er nauðsynlegt að konur standi saman. Einungis þannig getum við aukið umsvif okkar á vinnumarkaði. Þinn logi mun ekki skína skærar þótt þú slökkvir hennar loga. Fegurstir eru bjarmar þeirra loga sem markvisst tendra aðra. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun
Fyrir fáeinum mánuðum sat ég með hópi kvenna þegar talið barst að kunningjakonu. Sú hafði hlotið skjótan framgang á vinnumarkaði erlendis. Mér þótti sérstök ástæða að lofa árangur hennar. Viðbrögð viðstaddra vöktu undrun mína. Engin kynsystranna tók undir lofið. Þess í stað kepptust þær við að draga úr afrekum konunnar og tína til ástæður sem gera áttu árangur hennar auðfenginn og lítilsverðan. Önnur vinkona hefur náð langt í tiltekinni atvinnugrein hérlendis. Svo langt að hún þykir raunar fyrirmynd þeirra sem nú feta sín fyrstu spor í faginu. Hún hefur lengi lagt sérstaka áherslu á að hrósa öðrum konum og hvetja þær. Það þykir henni mikilvægt enda hlutur kvenna í atvinnugreininni rýr. Það vekur þó reglulega furðu að greiðinn er sjaldnast endurgoldinn. Þrátt fyrir óumdeilda hæfileika sjá kynsystur hennar ekki ástæðu til að lofa árangur hennar. Mér er alltaf minnisstætt atvik þegar karlmaður var beðinn að mæla með einstaklingi í ábyrgðarstarf. Hann tók sér engan umhugsunarfrest og taldi umsvifalaust upp þrjá karlmenn. Þeim gaf hann sín bestu meðmæli. Ég vissi fyrir víst að karlinn þekkti fjölmarga kvenmenn og þó nokkra sem voru mun hæfari til starfans. Þær voru þó aldrei nefndar. Karlmenn standa þétt hver við bak annars. Þeir hygla hver öðrum. Konur gera það síður. Í atvinnugreinum þaulsetnum af körlum er nauðsynlegt að konur standi saman. Einungis þannig getum við aukið umsvif okkar á vinnumarkaði. Þinn logi mun ekki skína skærar þótt þú slökkvir hennar loga. Fegurstir eru bjarmar þeirra loga sem markvisst tendra aðra. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun