Leiðbeiningar með hamingjuhjóli Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 20. desember 2016 07:00 Eflaust er það rétt hjá Megasi að ókeypis er allt það sem er best en síðan þarf að greiða dýru verði það sem er verst. En það sem þessi rándýri hryllingur hefur fram yfir okkar ókeypis djásn er að með honum koma ítarlegar leiðbeiningar. Meira að segja tannburstanum fylgja verkfræðilegar lýsingar um notkun. En hvernig snýr maður hamingjuhjólinu? Hver leiðbeinir manni um það? Sá er hljóðlátur meðan ófáir og háværir blekkingarmeistarar leiða hamingjuhjólreiðafólk út í mýri með villuljósum. Hér ættu Neytendasamtökin að grípa inn í og láta hanna leiðbeiningar með hamingjuhjólinu. Þær gætu litið svona út:1) Hamingjuhjólið er ekki framleitt í þrælkunarverksmiðju í Kína heldur hér og nú.2) Hégómafólk ætti að höndla hjólið undir eftirliti, annars er því hætt við að hafa það inni í í stofu og snúa því einungis þegar gesti ber að garði.3) Varast ber að rúlla því um of í bröttum brekkum, því háttarlagi fylgja ótal stundir sem fara í að rúlla því upp aftur, sem er lýjandi.4) Ekki gleðjast þegar springur hjá öðrum, það hleypir illu lofti í dekkið hjá þér.5) Ekki hika við að setja hjól þitt undir vagn sem flytur gott fólk.6) Veldu þér vegferð sem þér sjálfum finnst skemmtilegt að aka, í stað þess að elta fína fólkið.7) Þegar það springur hjá þér skaltu vinda þér umyrðalaust í viðgerðir þó svo virðist í fyrstu sem óhappið sé heiminum að kenna.8) Biddu fólk að færa sig eða beygðu fram hjá því frekar en að aka yfir það.9) Hjólið er aðeins hannað til fólksflutninga yfir hrjóstrugt landslag lífsins. Notist ekki til vöruflutninga. Frekari upplýsingar má finna í ljóðum Megasar. Neytendasamtökin. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun
Eflaust er það rétt hjá Megasi að ókeypis er allt það sem er best en síðan þarf að greiða dýru verði það sem er verst. En það sem þessi rándýri hryllingur hefur fram yfir okkar ókeypis djásn er að með honum koma ítarlegar leiðbeiningar. Meira að segja tannburstanum fylgja verkfræðilegar lýsingar um notkun. En hvernig snýr maður hamingjuhjólinu? Hver leiðbeinir manni um það? Sá er hljóðlátur meðan ófáir og háværir blekkingarmeistarar leiða hamingjuhjólreiðafólk út í mýri með villuljósum. Hér ættu Neytendasamtökin að grípa inn í og láta hanna leiðbeiningar með hamingjuhjólinu. Þær gætu litið svona út:1) Hamingjuhjólið er ekki framleitt í þrælkunarverksmiðju í Kína heldur hér og nú.2) Hégómafólk ætti að höndla hjólið undir eftirliti, annars er því hætt við að hafa það inni í í stofu og snúa því einungis þegar gesti ber að garði.3) Varast ber að rúlla því um of í bröttum brekkum, því háttarlagi fylgja ótal stundir sem fara í að rúlla því upp aftur, sem er lýjandi.4) Ekki gleðjast þegar springur hjá öðrum, það hleypir illu lofti í dekkið hjá þér.5) Ekki hika við að setja hjól þitt undir vagn sem flytur gott fólk.6) Veldu þér vegferð sem þér sjálfum finnst skemmtilegt að aka, í stað þess að elta fína fólkið.7) Þegar það springur hjá þér skaltu vinda þér umyrðalaust í viðgerðir þó svo virðist í fyrstu sem óhappið sé heiminum að kenna.8) Biddu fólk að færa sig eða beygðu fram hjá því frekar en að aka yfir það.9) Hjólið er aðeins hannað til fólksflutninga yfir hrjóstrugt landslag lífsins. Notist ekki til vöruflutninga. Frekari upplýsingar má finna í ljóðum Megasar. Neytendasamtökin. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun