Minni verslun vegna breytts kortatímabils Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. desember 2016 06:00 Ef til vill liggur þetta kjöt í kæli þar til nýtt greiðslukortatímabil hefst. vísir/gva Ekki eru lengur auglýst ný greiðslukortatímabil snemma í desember líkt og tíðkaðist áður. Í dag eru það bankarnir sem ráða kortatímabilum. Jón Björnsson, forstjóri Festar sem rekur meðal annars Krónuna, segir fyrirtækið finna fyrir minni verslun þessa dagana þar sem nýtt greiðslukortatímabil hefst 22. þessa mánaðar fyrir viðskiptavini Arion banka og Íslandsbanka og 27. desember fyrir viðskiptavini Landsbankans. Áður fyrr hófust ný kortatímabil fyrr í mánuðinum.Jón Björnssonmynd/aðsendSökum þessa halda viðskiptavinir að sér höndum í jólainnkaupum og vilja frekar freista þess að kaupa inn á nýju kortatímabili. „Við finnum það eðlilega að fólkið okkar er spurt hvenær nýtt kortatímabil hefjist. Ég álít að það sé að einhverju leyti af því að fólk vill vita hvenær það gæti borgað reikninginn fyrsta febrúar í stað fyrsta janúar,“ segir Jón. Áhrifin séu þó ekki stórkostleg. Þannig segir Jón að fólk hafi áður fyrr haft rýmra greiðslufyrirkomulag. Nú hafi bankarnir það í sínu valdi að ákveða fyrirkomulagið. „Þú þarft að snúa þér til bankans núna og bankarnir hafa greinilega ekki hugsað út í þetta eins og Borgun og Valitor hafa gert í gegnum árin. Þau hafa verið að rýmka um fyrir greiðslufyrirkomulagi hjá neytendum,“ segir Jón. Hann segir gamla fyrirkomulagið betra fyrir kaupmenn og neytendur. „Það sem er betra fyrir neytendur er yfirleitt betra fyrir kaupmanninn. Það fer eiginlega alltaf saman,“ segir hann. Í viðtali við Bítið á Bylgjunni í gær sagði Bergþóra Karen Ketilsdóttir, forstöðumaður viðskiptavers hjá Borgun, að áður fyrr hafi bara verið eitt ákveðið kortatímabil. Frá átjánda degi mánaðar til sautjánda dags þess næsta. Þetta hafi hins vegar breyst smám saman og nú séu mismunandi kortatímabil. „Þetta er barn síns tíma. Það eru aðrar lausnir sem koma í staðinn,“ sagði Bergþóra Karen og nefndi hún til að mynda jólalán Borgunar, greiðsludreifingu og tímabundna hækkun á heimildum korthafa. „Það eru alltaf til leiðir til að auðvelda viðskipti.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Ekki eru lengur auglýst ný greiðslukortatímabil snemma í desember líkt og tíðkaðist áður. Í dag eru það bankarnir sem ráða kortatímabilum. Jón Björnsson, forstjóri Festar sem rekur meðal annars Krónuna, segir fyrirtækið finna fyrir minni verslun þessa dagana þar sem nýtt greiðslukortatímabil hefst 22. þessa mánaðar fyrir viðskiptavini Arion banka og Íslandsbanka og 27. desember fyrir viðskiptavini Landsbankans. Áður fyrr hófust ný kortatímabil fyrr í mánuðinum.Jón Björnssonmynd/aðsendSökum þessa halda viðskiptavinir að sér höndum í jólainnkaupum og vilja frekar freista þess að kaupa inn á nýju kortatímabili. „Við finnum það eðlilega að fólkið okkar er spurt hvenær nýtt kortatímabil hefjist. Ég álít að það sé að einhverju leyti af því að fólk vill vita hvenær það gæti borgað reikninginn fyrsta febrúar í stað fyrsta janúar,“ segir Jón. Áhrifin séu þó ekki stórkostleg. Þannig segir Jón að fólk hafi áður fyrr haft rýmra greiðslufyrirkomulag. Nú hafi bankarnir það í sínu valdi að ákveða fyrirkomulagið. „Þú þarft að snúa þér til bankans núna og bankarnir hafa greinilega ekki hugsað út í þetta eins og Borgun og Valitor hafa gert í gegnum árin. Þau hafa verið að rýmka um fyrir greiðslufyrirkomulagi hjá neytendum,“ segir Jón. Hann segir gamla fyrirkomulagið betra fyrir kaupmenn og neytendur. „Það sem er betra fyrir neytendur er yfirleitt betra fyrir kaupmanninn. Það fer eiginlega alltaf saman,“ segir hann. Í viðtali við Bítið á Bylgjunni í gær sagði Bergþóra Karen Ketilsdóttir, forstöðumaður viðskiptavers hjá Borgun, að áður fyrr hafi bara verið eitt ákveðið kortatímabil. Frá átjánda degi mánaðar til sautjánda dags þess næsta. Þetta hafi hins vegar breyst smám saman og nú séu mismunandi kortatímabil. „Þetta er barn síns tíma. Það eru aðrar lausnir sem koma í staðinn,“ sagði Bergþóra Karen og nefndi hún til að mynda jólalán Borgunar, greiðsludreifingu og tímabundna hækkun á heimildum korthafa. „Það eru alltaf til leiðir til að auðvelda viðskipti.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira