Vilja koma með Uber til Íslands í framtíðinni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. desember 2016 06:00 Þjónusta Uber er meðal annars í boði í Kína. vísir/afp „Við höfum ekki enn hafið formlegt ferli til að koma upp starfsemi í Reykjavíkurborg en einn daginn viljum við halda þar úti starfsemi.“ Þetta segir í skriflegu svari frá Harry Porter í samskiptadeild Uber við fyrirspurn Fréttablaðsins. Fréttablaðið greindi frá því í gær að ekkert útlit væri fyrir að leigubílaþjónusta Uber kæmi til höfuðborgarinnar þar sem svör Samgöngustofu og innanríkisráðuneytisins voru þau að engin samskipti hefðu átt sér stað milli aðila varðandi hugsanlega starfsemi. Greint var frá því árið 2014 að nægar undirskriftir hefðu safnast til þess að Uber hæfi vinnu við komu til borgarinnar.Í svari frá Uber segir enn fremur að fyrirtækinu yrði „sönn ánægja að halda úti þjónustu í Reykjavík“. Til þess að gera það þyrfti fyrirtækið hins vegar að fá leyfi frá yfirvöldum auk þess sem koma þyrfti upp skrifstofu í landinu með rétta fólkinu við stjórnvölinn. Hins vegar verður að teljast ólíklegt að slíkt leyfi fáist ef mið er tekið af löggjöf um leigubílaleyfi en í svari Samgöngustofu við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að starfsemi Uber falli ekki undir lög og reglur sem gilda um leigubílastarfsemi. Á meðal þess helsta sem þyrfti að gera til þess að slík starfsemi gæti verið hér á landi væri að gefa leigubílastarfsemi frjálsa. Nú eru leigubílaleyfi hins vegar takmörkuð. Meint brot á reglum hafa hins vegar ekki stöðvað starfsemi Uber í útlendum borgum og hefur fjöldi mála verið höfðaður gegn fyrirtækinu. Meðal annars í Kaliforníuríki Bandaríkjanna til þess að skera úr um hvort bílstjórar Uber teljist sjálfstæðir verktakar eða starfsmenn fyrirtækisins. Þá standa nú yfir deilur á milli Uber og bifreiðaeftirlits sama ríkis en eftirlitið telur prófanir Uber á sjálfkeyrandi bílum ekki standast reglur þar sem Uber hefur ekki tilskilin leyfi til slíkra prófana. Í svari Uber við fyrirspurn Fréttablaðsins segir enn fremur: „Við vonumst til þess að vera með ykkur eins fljótt og auðið er. En við erum hins vegar ekki komin með neina dagsetningu á slíka komu enn sem komið er.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ekkert útlit fyrir Uber á Íslandi 541 leigubílaleyfi er virkt í ár en þau voru 537 árið 2008. Leyfum hefur því ekki fjölgað þrátt fyrir aukinn ferðamannastraum. Gefa þyrfti starfsemina frjálsa ef leyfum ætti að fjölga. Það myndi opna á komu Uber. 27. desember 2016 07:00 Uber tapaði 250 milljörðum Á þriðja ársfjórðungi tapaði Uber yfir 800 milljónum dollara, 21. desember 2016 11:00 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
„Við höfum ekki enn hafið formlegt ferli til að koma upp starfsemi í Reykjavíkurborg en einn daginn viljum við halda þar úti starfsemi.“ Þetta segir í skriflegu svari frá Harry Porter í samskiptadeild Uber við fyrirspurn Fréttablaðsins. Fréttablaðið greindi frá því í gær að ekkert útlit væri fyrir að leigubílaþjónusta Uber kæmi til höfuðborgarinnar þar sem svör Samgöngustofu og innanríkisráðuneytisins voru þau að engin samskipti hefðu átt sér stað milli aðila varðandi hugsanlega starfsemi. Greint var frá því árið 2014 að nægar undirskriftir hefðu safnast til þess að Uber hæfi vinnu við komu til borgarinnar.Í svari frá Uber segir enn fremur að fyrirtækinu yrði „sönn ánægja að halda úti þjónustu í Reykjavík“. Til þess að gera það þyrfti fyrirtækið hins vegar að fá leyfi frá yfirvöldum auk þess sem koma þyrfti upp skrifstofu í landinu með rétta fólkinu við stjórnvölinn. Hins vegar verður að teljast ólíklegt að slíkt leyfi fáist ef mið er tekið af löggjöf um leigubílaleyfi en í svari Samgöngustofu við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að starfsemi Uber falli ekki undir lög og reglur sem gilda um leigubílastarfsemi. Á meðal þess helsta sem þyrfti að gera til þess að slík starfsemi gæti verið hér á landi væri að gefa leigubílastarfsemi frjálsa. Nú eru leigubílaleyfi hins vegar takmörkuð. Meint brot á reglum hafa hins vegar ekki stöðvað starfsemi Uber í útlendum borgum og hefur fjöldi mála verið höfðaður gegn fyrirtækinu. Meðal annars í Kaliforníuríki Bandaríkjanna til þess að skera úr um hvort bílstjórar Uber teljist sjálfstæðir verktakar eða starfsmenn fyrirtækisins. Þá standa nú yfir deilur á milli Uber og bifreiðaeftirlits sama ríkis en eftirlitið telur prófanir Uber á sjálfkeyrandi bílum ekki standast reglur þar sem Uber hefur ekki tilskilin leyfi til slíkra prófana. Í svari Uber við fyrirspurn Fréttablaðsins segir enn fremur: „Við vonumst til þess að vera með ykkur eins fljótt og auðið er. En við erum hins vegar ekki komin með neina dagsetningu á slíka komu enn sem komið er.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ekkert útlit fyrir Uber á Íslandi 541 leigubílaleyfi er virkt í ár en þau voru 537 árið 2008. Leyfum hefur því ekki fjölgað þrátt fyrir aukinn ferðamannastraum. Gefa þyrfti starfsemina frjálsa ef leyfum ætti að fjölga. Það myndi opna á komu Uber. 27. desember 2016 07:00 Uber tapaði 250 milljörðum Á þriðja ársfjórðungi tapaði Uber yfir 800 milljónum dollara, 21. desember 2016 11:00 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Ekkert útlit fyrir Uber á Íslandi 541 leigubílaleyfi er virkt í ár en þau voru 537 árið 2008. Leyfum hefur því ekki fjölgað þrátt fyrir aukinn ferðamannastraum. Gefa þyrfti starfsemina frjálsa ef leyfum ætti að fjölga. Það myndi opna á komu Uber. 27. desember 2016 07:00
Uber tapaði 250 milljörðum Á þriðja ársfjórðungi tapaði Uber yfir 800 milljónum dollara, 21. desember 2016 11:00