Brotinn maður með bor í brotinni veröld Magnús Guðmundsson skrifar 1. desember 2016 11:00 Aðalpersónur síðustu skáldsagna Auðar Övu Ólafsdóttur standa á tímamótum með einum eða öðrum hætti. Ungur maður í leit að tilgangi og framtíð, ung kona í húrrandi taugaáfalli og nú maður á miðjum aldri sem er búinn að fá nóg af lífinu og hefur ákveðið að enda það, en á réttum stað og réttum tíma. Þessar sögur eru í eðli sínu skoðun á manneskjunni, þroskasögur, í leit að tilgangi með lífinu. Ör, nýjasta skáldsaga Auðar Övu, sver sig inn í þessa nálgun. Þessa skoðun á innra lífi skemmdra einstaklinga, við erum öll meira eða minna skemmd, sem að þessu sinni er hreinlega upp á líf og dauða. Jónas Ebeneser er aðalpersóna í Ör. Jónas er fráskilinn karlmaður á miðjum aldri í djúpri tilvistarkreppu eftir að hann fær að vita að dóttir hans er í raun ávöxtur annars manns. Það er reyndar fátt eitt sem gengur Jónasi Ebeneser í vil, nema þá helst að hann er handlaginn en hann hefur hins vegar ekkert að laga, og í tilgangsleysi lífsins getur dauðinn orðið freistandi valkostur. Af ótta við að dóttir hans komi að honum að verknaði loknum þá leggur Jónas í ferðalag til ónefnds stríðshrjáðs lands, þar sem dauðinn býr við hvert fótmál, í þeim tilgangi að ljúka verkinu. Þetta er kunnuglegt stef í verki frá Auði Övu sem í Afleggjaranum leiddi einnig persónu frá Íslandi út í hinn stóra heim. Og þó svo tilgangurinn sé ekki einn og hinn sami þá birtist í þessu hugmyndin um að heimurinn, í öllum sínum margbreytileika mannlífsins, og nánari kynni okkar af honum þroski okkur og næri. Í Ör er birtingarmynd þessa þroska ekki síst líkamleg, með einum eða öðrum hætti, þar sem þeir sem lifa eru settir örum þess lífs sem er lifað, gjörða jafnt sem reynslu. Við sem manneskjur erum líka gallar okkar og vankantar, örin sem við berum og örin sem við völdum, bæði grunn og djúp. Ör er mannlegt verk um mannlega reisn og tilgang. Stór og þroskuð skáldsaga með fjölmarga snertifleti sem lesendur geta velt fyrir sér og skoðað frá fjölmörgum hliðum. Verkinu hættir reyndar eilítið til að vísa helst til vítt og breitt innan annars forvitnilegs söguheims, og það er ekki laust við að maður sakni aðeins beinskeyttrar nálgunar á aðalpersónuna og hennar innra líf eins og til að mynda í Undantekningunni. Stíllinn er heilt yfir afskaplega áferðarfallegur en á stundum eilítið hátíðlegur en það kemur þó lítið að sök þar sem það er oftar en ekki stutt í lúmskan og skemmtilegan húmor höfundar. Ör er eins og fyrri sögur Auðar Övu um margt þroskasaga, en hún er líka sköpunarsaga. Saga um það hvernig einstaklingar geta endurskapað sig og umhverfi sitt með því að að láta sig varða um annað fólk og þumbast ekki bara í gegnum lífið á eiginhagsmunum og græðgi. Saga manns sem heldur brotinn út í brotna veröld með bor að vopni og lagar smátt og smátt það sem á vegi hans verður. Ör er ótvírætt eitt af bestu verkum Auðar Övu og vonandi verður nú ekki alveg jafn langt að bíða eftir næstu bók og verið hefur til þessa.Niðurstaða: Heildstæð, sterk og mannleg skáldsaga sem á brýnt erindi inn í nútíma samfélag. Bókmenntir Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Aðalpersónur síðustu skáldsagna Auðar Övu Ólafsdóttur standa á tímamótum með einum eða öðrum hætti. Ungur maður í leit að tilgangi og framtíð, ung kona í húrrandi taugaáfalli og nú maður á miðjum aldri sem er búinn að fá nóg af lífinu og hefur ákveðið að enda það, en á réttum stað og réttum tíma. Þessar sögur eru í eðli sínu skoðun á manneskjunni, þroskasögur, í leit að tilgangi með lífinu. Ör, nýjasta skáldsaga Auðar Övu, sver sig inn í þessa nálgun. Þessa skoðun á innra lífi skemmdra einstaklinga, við erum öll meira eða minna skemmd, sem að þessu sinni er hreinlega upp á líf og dauða. Jónas Ebeneser er aðalpersóna í Ör. Jónas er fráskilinn karlmaður á miðjum aldri í djúpri tilvistarkreppu eftir að hann fær að vita að dóttir hans er í raun ávöxtur annars manns. Það er reyndar fátt eitt sem gengur Jónasi Ebeneser í vil, nema þá helst að hann er handlaginn en hann hefur hins vegar ekkert að laga, og í tilgangsleysi lífsins getur dauðinn orðið freistandi valkostur. Af ótta við að dóttir hans komi að honum að verknaði loknum þá leggur Jónas í ferðalag til ónefnds stríðshrjáðs lands, þar sem dauðinn býr við hvert fótmál, í þeim tilgangi að ljúka verkinu. Þetta er kunnuglegt stef í verki frá Auði Övu sem í Afleggjaranum leiddi einnig persónu frá Íslandi út í hinn stóra heim. Og þó svo tilgangurinn sé ekki einn og hinn sami þá birtist í þessu hugmyndin um að heimurinn, í öllum sínum margbreytileika mannlífsins, og nánari kynni okkar af honum þroski okkur og næri. Í Ör er birtingarmynd þessa þroska ekki síst líkamleg, með einum eða öðrum hætti, þar sem þeir sem lifa eru settir örum þess lífs sem er lifað, gjörða jafnt sem reynslu. Við sem manneskjur erum líka gallar okkar og vankantar, örin sem við berum og örin sem við völdum, bæði grunn og djúp. Ör er mannlegt verk um mannlega reisn og tilgang. Stór og þroskuð skáldsaga með fjölmarga snertifleti sem lesendur geta velt fyrir sér og skoðað frá fjölmörgum hliðum. Verkinu hættir reyndar eilítið til að vísa helst til vítt og breitt innan annars forvitnilegs söguheims, og það er ekki laust við að maður sakni aðeins beinskeyttrar nálgunar á aðalpersónuna og hennar innra líf eins og til að mynda í Undantekningunni. Stíllinn er heilt yfir afskaplega áferðarfallegur en á stundum eilítið hátíðlegur en það kemur þó lítið að sök þar sem það er oftar en ekki stutt í lúmskan og skemmtilegan húmor höfundar. Ör er eins og fyrri sögur Auðar Övu um margt þroskasaga, en hún er líka sköpunarsaga. Saga um það hvernig einstaklingar geta endurskapað sig og umhverfi sitt með því að að láta sig varða um annað fólk og þumbast ekki bara í gegnum lífið á eiginhagsmunum og græðgi. Saga manns sem heldur brotinn út í brotna veröld með bor að vopni og lagar smátt og smátt það sem á vegi hans verður. Ör er ótvírætt eitt af bestu verkum Auðar Övu og vonandi verður nú ekki alveg jafn langt að bíða eftir næstu bók og verið hefur til þessa.Niðurstaða: Heildstæð, sterk og mannleg skáldsaga sem á brýnt erindi inn í nútíma samfélag.
Bókmenntir Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira