Frábær sjö fugla hringur hjá Ólafíu | Er núna í sjöunda sæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2016 17:45 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/LET/Tristan Jones Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék frábærlega á öðrum hringnum á lokaúrtökumótinu fyrir sterkustu atvinnumótaröð kvenna í atvinnugolfi. Íslandsmeistarinn sýndi úr hverju hún er gerð með stórkostlegri spilamennsku í dag. Ólafía lék holurnar átján á sex höggum undir pari og er þar með á fjórum höggum undir pari eftir fyrstu tvo keppnisdagana. Ólafía var í sjöunda sæti þegar hún lauk keppni í dag og hafði þar með hækkað sig um 65 sæti. Hún hóf daginn í 72.til 91. sæti. Tuttugu efstu tryggja sér fullan keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni en Ólafía þarf að enda í einu af 20 efstu sætunum að loknum fimmta hringnum sem fram fer á sunnudaginn. Ólafía lék fyrsta daginn á tveimur höggum yfir pari en hún spilaði þá Hills-völlinn sem er mjög krefjandi. Það mátti sjá bæði á skori kylfinga í gær og í dag. Ólafía nýtti sér það vel að vera að spila Jones-völlinn í dag og það var frábært að sjá hana safna fuglunum. Ólafía byrjaði á tíundu holunni og lék því seinni níu holurnar fyrst. Hún var á tveimur höggum undir pari eftir fyrstu níu holurnar (þrír fuglar, einn skolli). Ólafía var síðan sjóðandi á seinni níu þar sem hún var með fjóra fugla og engan skolla. Ólafía fékk alls sjö fugla í dag og einn skolla. Eftir fjóra skolla á fyrstu sjö holunum í gær hefur hún spilað mjög vel. Ólafía er sjö undir á síðustu 29 holunum sínum. Hér fyrir neðan má sjá hvernig annar dagurinn gekk fyrir sig en hann var í beinni textalýsingu hér inn á Vísi. Golf Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék frábærlega á öðrum hringnum á lokaúrtökumótinu fyrir sterkustu atvinnumótaröð kvenna í atvinnugolfi. Íslandsmeistarinn sýndi úr hverju hún er gerð með stórkostlegri spilamennsku í dag. Ólafía lék holurnar átján á sex höggum undir pari og er þar með á fjórum höggum undir pari eftir fyrstu tvo keppnisdagana. Ólafía var í sjöunda sæti þegar hún lauk keppni í dag og hafði þar með hækkað sig um 65 sæti. Hún hóf daginn í 72.til 91. sæti. Tuttugu efstu tryggja sér fullan keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni en Ólafía þarf að enda í einu af 20 efstu sætunum að loknum fimmta hringnum sem fram fer á sunnudaginn. Ólafía lék fyrsta daginn á tveimur höggum yfir pari en hún spilaði þá Hills-völlinn sem er mjög krefjandi. Það mátti sjá bæði á skori kylfinga í gær og í dag. Ólafía nýtti sér það vel að vera að spila Jones-völlinn í dag og það var frábært að sjá hana safna fuglunum. Ólafía byrjaði á tíundu holunni og lék því seinni níu holurnar fyrst. Hún var á tveimur höggum undir pari eftir fyrstu níu holurnar (þrír fuglar, einn skolli). Ólafía var síðan sjóðandi á seinni níu þar sem hún var með fjóra fugla og engan skolla. Ólafía fékk alls sjö fugla í dag og einn skolla. Eftir fjóra skolla á fyrstu sjö holunum í gær hefur hún spilað mjög vel. Ólafía er sjö undir á síðustu 29 holunum sínum. Hér fyrir neðan má sjá hvernig annar dagurinn gekk fyrir sig en hann var í beinni textalýsingu hér inn á Vísi.
Golf Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira