Jól

Jóla­daga­tal Hurða­skellis og Skjóðu - 9. desember

Systkinin Hurðaskellir og Skjóða ætla að föndra eitthvað skemmtilegt á hverjum einasta degi fram að jólum.

Skjóða er að vísu með tíu tröllaputta og Hurðaskellir er algjör jólasveinn en þau hafa ótrúlega gaman að því að föndra og láta því ekki ónákvæmni eða brussugang á sig fá. Um leið og þau föndra kenna þau öðrum að gera jólaskraut, piparkökuhús, jólakort og fleira sniðugt.

Það er föstudagur og Hurðaskellir og Skjóða ætla að baka eitthvað gott fyrir helgina. En þar sem jólin eru á næsta leiti verða þau að venju þema þáttarins og fyrir valinu verður Nutellajólatré. Það er ekki nóg með að Nutellatréð sé afskaplega bragðgott, heldur er það líka fallegt á að líta og það er líka ótrúlega skemmtilegt að borða það. Maður fær sér bara eina grein í einu þangað til að jólatréð er alveg horfið.

Uppskriftina má svo finna á www.jolasveinar.is. Njótið vel.

Frekari leiðbeiningar má finna á heimasíðunni jolasveinar.is og Facebook-síðu jólasveinanna.


Tengdar fréttir


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.