Jól

Jóla­daga­tal Hurða­skellis og Skjóðu - 5. desember

Systkinin Hurðaskellir og Skjóða ætla að föndra eitthvað skemmtilegt á hverjum einasta degi fram að jólum. 

Skjóða er að vísu með tíu tröllaputta og Hurðaskellir er algjör jólasveinn en þau hafa ótrúlega gaman að því að föndra og láta því ekki ónákvæmni eða brussugang á sig fá. Um leið og þau föndra kenna þau öðrum að gera jólaskraut, piparkökuhús, jólakort og fleira sniðugt.

Það er fimmti desember í dag og Skjóða dregur skemmtilegan miða upp úr dagatalskrukkunni sinni. Hún á að borða ávexti. Skjóða fær Hurðaskelli bróður sinn með sér í leikinn og saman búa þau til flotta diska af sannkölluðum jólaávöxtum.

Það getur verið svo ótrúlega gaman að leika sér með matinn og ennþá girnilegra að gæða sér á kræsingum af vel skreyttum diski.

Frekari leiðbeiningar má finna á heimasíðunni jolasveinar.is og Facebook-síðu jólasveinanna.


Tengdar fréttir






×