Sveltum smalann Bjarni Karlsson skrifar 30. nóvember 2016 07:00 Tryggvi Emilsson lýsti því í bókinni Fátæku fólki hvernig það var að vera smalastrákur í sveit kringum aldamótin þarsíðustu. Þá þótti dyggð að svelta smalann. Soltinn smali bar vott um ráðdeildarsemi í búrekstri. Síðan hafa liðið hundrað ár og allt er breytt. Nema ekki þetta með smalann. Við viljum hafa fátækt fólk í landinu, ekki síst börn. Annað þykir vart ábyrgt. Okkur tókst nokkurn veginn að komast í gegnum nýafstaðnar kosningar án þess að ræða tvö aðalhagsmunamál barna, loftslagsmál og fátækt. Svo kom skýrsla Rauða krossins og minnti okkur á það sem allir vita og enginn deilir um að hundruð barna í landi okkar „búa við ömurlegar aðstæður og eru alin upp til varanlegrar fátæktar“. Það liggja líka fyrir nýlega uppfærðar tillögur frá Velferðarvaktinni byggðar á vinnu margra sérfræðinga um árabil þar sem því er lýst hvernig megi vinna bug á fátækt í landinu. Tillögurnar eru hér: https://www.velferdarraduneyti.is/media/velferdarvakt09/Skyrsla_Velferdarvaktar_Jan2015.pdf En nú er aðventan með sínum föstu liðum; það þarf að ræða mannréttindi barna varðandi aðventuheimsóknir í kirkjur og svo þarf að sýna myndir af fátæku fólki í röðum að bíða eftir mat í poka. En allir vita að við ætlum ekki að hætta að eyðileggja æsku barna með því að bjóða þeim upp á fátækt. Jafnvel þótt tiltölulega auðvelt sé að slá á sárustu hörmungina með nokkrum markvissum kerfisbreytingum og þótt vitað sé að slíkar aðgerðir myndu margborga sig til baka í peningum innan fárra ára þá veljum við að gera ekkert svoleiðis. Enn skal svelta smalann og í besta falli beita aumingjagæsku en forðast skynsemi og réttlæti. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun
Tryggvi Emilsson lýsti því í bókinni Fátæku fólki hvernig það var að vera smalastrákur í sveit kringum aldamótin þarsíðustu. Þá þótti dyggð að svelta smalann. Soltinn smali bar vott um ráðdeildarsemi í búrekstri. Síðan hafa liðið hundrað ár og allt er breytt. Nema ekki þetta með smalann. Við viljum hafa fátækt fólk í landinu, ekki síst börn. Annað þykir vart ábyrgt. Okkur tókst nokkurn veginn að komast í gegnum nýafstaðnar kosningar án þess að ræða tvö aðalhagsmunamál barna, loftslagsmál og fátækt. Svo kom skýrsla Rauða krossins og minnti okkur á það sem allir vita og enginn deilir um að hundruð barna í landi okkar „búa við ömurlegar aðstæður og eru alin upp til varanlegrar fátæktar“. Það liggja líka fyrir nýlega uppfærðar tillögur frá Velferðarvaktinni byggðar á vinnu margra sérfræðinga um árabil þar sem því er lýst hvernig megi vinna bug á fátækt í landinu. Tillögurnar eru hér: https://www.velferdarraduneyti.is/media/velferdarvakt09/Skyrsla_Velferdarvaktar_Jan2015.pdf En nú er aðventan með sínum föstu liðum; það þarf að ræða mannréttindi barna varðandi aðventuheimsóknir í kirkjur og svo þarf að sýna myndir af fátæku fólki í röðum að bíða eftir mat í poka. En allir vita að við ætlum ekki að hætta að eyðileggja æsku barna með því að bjóða þeim upp á fátækt. Jafnvel þótt tiltölulega auðvelt sé að slá á sárustu hörmungina með nokkrum markvissum kerfisbreytingum og þótt vitað sé að slíkar aðgerðir myndu margborga sig til baka í peningum innan fárra ára þá veljum við að gera ekkert svoleiðis. Enn skal svelta smalann og í besta falli beita aumingjagæsku en forðast skynsemi og réttlæti. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun