Vestfirðingar fá umhverfisvottun Þórgnýr Einar ALBERTSSON skrifar 21. nóvember 2016 11:00 Miðbær Ísafjarðarbæjar, stærsta þéttbýliskjarna Vestfjarða, er væntanlega umhverfisvænn eins og aðrir staðir á Vestfjörðum. vísir/pjetur Sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa fengið silfurvottun frá umhverfisvottunarsamtökunum EarthCheck. Sveitarfélögin höfðu undanfarin þrjú ár þurft að standast viðmið sem umsóknarsvæði en sótt var um vottunina í fyrsta sinn í sumar. „Við erum í skýjunum með að fá þessa vottun. Þetta er mikið gleðiefni. Við erum búin að vera að vinna að þessu í nokkur ár og það voru þvílík gleðitíðindi að við skyldum standast þessa mælikvarða,“ segir Lína Björg Tryggvadóttir, verkefnisstjóri hjá Fjórðungssambandi Vestfjarða.Lína Björg TryggvadóttirLína Björg segir sveitarfélögin hafa þurft að standast 25 mælikvarða. Nokkur sveigjanleiki hafi verið á mælingunum og máttu sveitarfélögin mælast örlítið undir striki eða yfir. Alls segir hún að þau hafi mælst yfir striki í sautján atriðum. „Vottunin segir það að sveitarfélögin á Vestfjörðum starfi í anda samfélagslegrar ábyrgðar og vinni að því að svæðið verði sjálfbært. Þau kaupa vottaðar vörur, huga að því að minnka orkunotkun ásamt því að flokka sorp og minnka sorpmagn og þess háttar,“ segir Lína. Hún segir starfið kallast á við það sem sé að gerast í heiminum í dag og nefnir í því samhengi Parísarsamkomulagið. „Það er verið að reyna að minnka losun óæskilegra efna. Sveitarfélögin sýna samfélagslega ábyrgð með því að taka þátt í þessu verkefni.“ EarthCheck, sem veita vottunina, eru alþjóðleg samtök sem hafa höfuðstöðvar í Ástralíu. Þau eru einu samtökin sem gefa út umhverfisvottun fyrir starfsemi sveitarfélaga og eru þar þættir á borð við innkaup, orkunýtingu, vatnsnotkun og sorpförgun skoðaðir. Ásamt því að vinna að því að fá fyrrnefnda vottun hafa sveitarfélögin á Vestfjörðum staðið að verkefninu Plastpokalausir Vestfirðir. Það verkefni er í raun sprottið út frá umhverfisvottunarverkefninu og hefur Lína stýrt verkefnunum hvoru samhliða öðru. Ásamt sveitarfélögunum á Vestfjörðum eru sveitarfélögin á Snæfellsnesi með vottun frá EarthCheck. Sú er gullvottun.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira
Sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa fengið silfurvottun frá umhverfisvottunarsamtökunum EarthCheck. Sveitarfélögin höfðu undanfarin þrjú ár þurft að standast viðmið sem umsóknarsvæði en sótt var um vottunina í fyrsta sinn í sumar. „Við erum í skýjunum með að fá þessa vottun. Þetta er mikið gleðiefni. Við erum búin að vera að vinna að þessu í nokkur ár og það voru þvílík gleðitíðindi að við skyldum standast þessa mælikvarða,“ segir Lína Björg Tryggvadóttir, verkefnisstjóri hjá Fjórðungssambandi Vestfjarða.Lína Björg TryggvadóttirLína Björg segir sveitarfélögin hafa þurft að standast 25 mælikvarða. Nokkur sveigjanleiki hafi verið á mælingunum og máttu sveitarfélögin mælast örlítið undir striki eða yfir. Alls segir hún að þau hafi mælst yfir striki í sautján atriðum. „Vottunin segir það að sveitarfélögin á Vestfjörðum starfi í anda samfélagslegrar ábyrgðar og vinni að því að svæðið verði sjálfbært. Þau kaupa vottaðar vörur, huga að því að minnka orkunotkun ásamt því að flokka sorp og minnka sorpmagn og þess háttar,“ segir Lína. Hún segir starfið kallast á við það sem sé að gerast í heiminum í dag og nefnir í því samhengi Parísarsamkomulagið. „Það er verið að reyna að minnka losun óæskilegra efna. Sveitarfélögin sýna samfélagslega ábyrgð með því að taka þátt í þessu verkefni.“ EarthCheck, sem veita vottunina, eru alþjóðleg samtök sem hafa höfuðstöðvar í Ástralíu. Þau eru einu samtökin sem gefa út umhverfisvottun fyrir starfsemi sveitarfélaga og eru þar þættir á borð við innkaup, orkunýtingu, vatnsnotkun og sorpförgun skoðaðir. Ásamt því að vinna að því að fá fyrrnefnda vottun hafa sveitarfélögin á Vestfjörðum staðið að verkefninu Plastpokalausir Vestfirðir. Það verkefni er í raun sprottið út frá umhverfisvottunarverkefninu og hefur Lína stýrt verkefnunum hvoru samhliða öðru. Ásamt sveitarfélögunum á Vestfjörðum eru sveitarfélögin á Snæfellsnesi með vottun frá EarthCheck. Sú er gullvottun.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira