Einkaneysla líklega ekki meiri frá árinu 2005 Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. nóvember 2016 08:30 Mögulega verður þetta lengsta samfellda tímabil vaxandi einkaneyslu frá stofnun lýðveldisins. vísir/gva Útlit er fyrir að vöxtur einkaneyslu árið 2016 verði sá mesti frá árinu 2005 þegar einkaneysla jókst um 12 prósent á milli ára. Einkaneysla jókst um 7,7 prósent að raungildi á fyrri helmingi ársins en gert er ráð fyrir áframhaldandi vexti á síðari helmingi ársins sem nemi allt að 8,2 prósentum fyrir árið í heild. Þetta kemur fram í tímaritinu Þjóðhag, hagspá Landsbankans fyrir árin 2016 til 2019. Gert er ráð fyrir að aðeins hægist á vextinum á næsta ári en að hann verði engu að síður kröftugur, eða um 6,5 prósent. Þá er reiknað með að einkaneysla haldi áfram að aukast; verði um 4,5 prósent árið 2018 og 3,7 prósent árið 2019.Lengsta samfellda tímabil frá stofnun lýðveldis Gangi þessi spá um áframhaldandi vöxt einkaneyslu á þessu tímabili verður núverandi vaxtarskeið einkaneyslu að minnsta kosti níu ár. Það verður þá lengsta samfellda tímabil vaxandi einkaneyslu frá stofnun lýðveldisins. Í tímaritinu segir að meiri innistæða sé fyrir aukinni einkaneyslu síðustu missera en oft áður, þar sem bæði húsnæðis- og yfirdráttarlán heimila hafi lækkað samhliða aukinni neyslu. Hún sé því ekki knúin áfram af skuldsetningu. „Heimilin virðast því sýna meiri ráðdeild en oft áður á uppgangstímum. Minningin um mikinn vöxt en síðan fordæmalausan samdrátt einkaneyslu á árinum 2008-2010 er sjálfsagt enn ljóslifandi í hugum flestra,“ segir í ritinu. Flestir þættir sem hafa áhrif á þróun einkaneyslu eru með hagstæðasta móti um þessar mundir. Meðal þessara þátta eru staða atvinnumála, þróun kaupmáttar launa og ráðstöfunartekna auk eigna- og skuldastöðu heimilanna. Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira
Útlit er fyrir að vöxtur einkaneyslu árið 2016 verði sá mesti frá árinu 2005 þegar einkaneysla jókst um 12 prósent á milli ára. Einkaneysla jókst um 7,7 prósent að raungildi á fyrri helmingi ársins en gert er ráð fyrir áframhaldandi vexti á síðari helmingi ársins sem nemi allt að 8,2 prósentum fyrir árið í heild. Þetta kemur fram í tímaritinu Þjóðhag, hagspá Landsbankans fyrir árin 2016 til 2019. Gert er ráð fyrir að aðeins hægist á vextinum á næsta ári en að hann verði engu að síður kröftugur, eða um 6,5 prósent. Þá er reiknað með að einkaneysla haldi áfram að aukast; verði um 4,5 prósent árið 2018 og 3,7 prósent árið 2019.Lengsta samfellda tímabil frá stofnun lýðveldis Gangi þessi spá um áframhaldandi vöxt einkaneyslu á þessu tímabili verður núverandi vaxtarskeið einkaneyslu að minnsta kosti níu ár. Það verður þá lengsta samfellda tímabil vaxandi einkaneyslu frá stofnun lýðveldisins. Í tímaritinu segir að meiri innistæða sé fyrir aukinni einkaneyslu síðustu missera en oft áður, þar sem bæði húsnæðis- og yfirdráttarlán heimila hafi lækkað samhliða aukinni neyslu. Hún sé því ekki knúin áfram af skuldsetningu. „Heimilin virðast því sýna meiri ráðdeild en oft áður á uppgangstímum. Minningin um mikinn vöxt en síðan fordæmalausan samdrátt einkaneyslu á árinum 2008-2010 er sjálfsagt enn ljóslifandi í hugum flestra,“ segir í ritinu. Flestir þættir sem hafa áhrif á þróun einkaneyslu eru með hagstæðasta móti um þessar mundir. Meðal þessara þátta eru staða atvinnumála, þróun kaupmáttar launa og ráðstöfunartekna auk eigna- og skuldastöðu heimilanna.
Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira