Einkaneysla líklega ekki meiri frá árinu 2005 Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. nóvember 2016 08:30 Mögulega verður þetta lengsta samfellda tímabil vaxandi einkaneyslu frá stofnun lýðveldisins. vísir/gva Útlit er fyrir að vöxtur einkaneyslu árið 2016 verði sá mesti frá árinu 2005 þegar einkaneysla jókst um 12 prósent á milli ára. Einkaneysla jókst um 7,7 prósent að raungildi á fyrri helmingi ársins en gert er ráð fyrir áframhaldandi vexti á síðari helmingi ársins sem nemi allt að 8,2 prósentum fyrir árið í heild. Þetta kemur fram í tímaritinu Þjóðhag, hagspá Landsbankans fyrir árin 2016 til 2019. Gert er ráð fyrir að aðeins hægist á vextinum á næsta ári en að hann verði engu að síður kröftugur, eða um 6,5 prósent. Þá er reiknað með að einkaneysla haldi áfram að aukast; verði um 4,5 prósent árið 2018 og 3,7 prósent árið 2019.Lengsta samfellda tímabil frá stofnun lýðveldis Gangi þessi spá um áframhaldandi vöxt einkaneyslu á þessu tímabili verður núverandi vaxtarskeið einkaneyslu að minnsta kosti níu ár. Það verður þá lengsta samfellda tímabil vaxandi einkaneyslu frá stofnun lýðveldisins. Í tímaritinu segir að meiri innistæða sé fyrir aukinni einkaneyslu síðustu missera en oft áður, þar sem bæði húsnæðis- og yfirdráttarlán heimila hafi lækkað samhliða aukinni neyslu. Hún sé því ekki knúin áfram af skuldsetningu. „Heimilin virðast því sýna meiri ráðdeild en oft áður á uppgangstímum. Minningin um mikinn vöxt en síðan fordæmalausan samdrátt einkaneyslu á árinum 2008-2010 er sjálfsagt enn ljóslifandi í hugum flestra,“ segir í ritinu. Flestir þættir sem hafa áhrif á þróun einkaneyslu eru með hagstæðasta móti um þessar mundir. Meðal þessara þátta eru staða atvinnumála, þróun kaupmáttar launa og ráðstöfunartekna auk eigna- og skuldastöðu heimilanna. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Útlit er fyrir að vöxtur einkaneyslu árið 2016 verði sá mesti frá árinu 2005 þegar einkaneysla jókst um 12 prósent á milli ára. Einkaneysla jókst um 7,7 prósent að raungildi á fyrri helmingi ársins en gert er ráð fyrir áframhaldandi vexti á síðari helmingi ársins sem nemi allt að 8,2 prósentum fyrir árið í heild. Þetta kemur fram í tímaritinu Þjóðhag, hagspá Landsbankans fyrir árin 2016 til 2019. Gert er ráð fyrir að aðeins hægist á vextinum á næsta ári en að hann verði engu að síður kröftugur, eða um 6,5 prósent. Þá er reiknað með að einkaneysla haldi áfram að aukast; verði um 4,5 prósent árið 2018 og 3,7 prósent árið 2019.Lengsta samfellda tímabil frá stofnun lýðveldis Gangi þessi spá um áframhaldandi vöxt einkaneyslu á þessu tímabili verður núverandi vaxtarskeið einkaneyslu að minnsta kosti níu ár. Það verður þá lengsta samfellda tímabil vaxandi einkaneyslu frá stofnun lýðveldisins. Í tímaritinu segir að meiri innistæða sé fyrir aukinni einkaneyslu síðustu missera en oft áður, þar sem bæði húsnæðis- og yfirdráttarlán heimila hafi lækkað samhliða aukinni neyslu. Hún sé því ekki knúin áfram af skuldsetningu. „Heimilin virðast því sýna meiri ráðdeild en oft áður á uppgangstímum. Minningin um mikinn vöxt en síðan fordæmalausan samdrátt einkaneyslu á árinum 2008-2010 er sjálfsagt enn ljóslifandi í hugum flestra,“ segir í ritinu. Flestir þættir sem hafa áhrif á þróun einkaneyslu eru með hagstæðasta móti um þessar mundir. Meðal þessara þátta eru staða atvinnumála, þróun kaupmáttar launa og ráðstöfunartekna auk eigna- og skuldastöðu heimilanna.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira