Gera ráð fyrir að 8,75 milljónir manna fari um Keflavíkurflugvöll á næsta ári Atli Ísleifsson skrifar 23. nóvember 2016 11:02 Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia. Mynd/Isavia Isavia gerir ráð fyrir að 8,75 milljónir manna muni fara um Kelfavíkurflugvöll á næsta ári. Farþegaspáin var kynnt á fundi í morgun. Í tilkynningu frá Isavia segir að spáin sýni að áframhald verði á vexti í farþegafjölda og nái vöxturinn bæði til farþega til og frá landinu sem og skiptifarþega sem einungis millilenda hér á leið sinni yfir Atlantshafið. „Ánægjulegustu teiknin sem sjást í spánni eru þau að það átak sem ferðaþjónustan í heild hefur farið í við að fjölga ferðamönnum yfir vetrartímann hefur skilað miklum árangri,“ segir í tilkynningunni. Þá gerir spáin ráð fyrir að umferð farþega dreifist betur yfir sólarhringinn, en þannig fáist enn betri nýting mannvirkjanna á Keflavíkurflugvelli.Íslendingar á faraldsfætiSpáin gerir ráð fyrir 7,4 prósent aukningu íslenskra ferðamanna milli ára en þær tölur eru byggðar á upplýsingum sem fengnar hafa verið frá stærstu notendum Keflavíkurflugvallar. „Gangi sú spá eftir mun heildarfjöldi íslenskra brottfararfarþega verða um 563 þúsund. Íslendingar hafa aldrei ferðast jafnmikið, en metið frá árinu 2007 verður slegið í ár og, ef spáin fyrir 2017 rætist verður það aftur slegið árið 2017. Þrátt fyrir þetta met verða Íslendingar einungis um 20% þeirra farþega sem ferðast um Keflavíkurflugvöll til og frá Íslandi,“ segir í frétt Isavia.Á síðasta ári gerði farþegaspá Isavia ráð fyrir að 6.249.825 farþegar færu um völlinn á árinu 2016, en í morgun kom fram að„allt stefni í að árið 2016 muni enda í 6,8 milljónum farþega sem er 40,3% fjölgun frá fyrra ári.“ Sjá má upptöku af morgunverðarfundinum þar sem farþegaspáin var kynnt að neðan, en kynningin hefst þegar um fjórtán mínútur eru liðnar af upptökunni. Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Isavia gerir ráð fyrir að 8,75 milljónir manna muni fara um Kelfavíkurflugvöll á næsta ári. Farþegaspáin var kynnt á fundi í morgun. Í tilkynningu frá Isavia segir að spáin sýni að áframhald verði á vexti í farþegafjölda og nái vöxturinn bæði til farþega til og frá landinu sem og skiptifarþega sem einungis millilenda hér á leið sinni yfir Atlantshafið. „Ánægjulegustu teiknin sem sjást í spánni eru þau að það átak sem ferðaþjónustan í heild hefur farið í við að fjölga ferðamönnum yfir vetrartímann hefur skilað miklum árangri,“ segir í tilkynningunni. Þá gerir spáin ráð fyrir að umferð farþega dreifist betur yfir sólarhringinn, en þannig fáist enn betri nýting mannvirkjanna á Keflavíkurflugvelli.Íslendingar á faraldsfætiSpáin gerir ráð fyrir 7,4 prósent aukningu íslenskra ferðamanna milli ára en þær tölur eru byggðar á upplýsingum sem fengnar hafa verið frá stærstu notendum Keflavíkurflugvallar. „Gangi sú spá eftir mun heildarfjöldi íslenskra brottfararfarþega verða um 563 þúsund. Íslendingar hafa aldrei ferðast jafnmikið, en metið frá árinu 2007 verður slegið í ár og, ef spáin fyrir 2017 rætist verður það aftur slegið árið 2017. Þrátt fyrir þetta met verða Íslendingar einungis um 20% þeirra farþega sem ferðast um Keflavíkurflugvöll til og frá Íslandi,“ segir í frétt Isavia.Á síðasta ári gerði farþegaspá Isavia ráð fyrir að 6.249.825 farþegar færu um völlinn á árinu 2016, en í morgun kom fram að„allt stefni í að árið 2016 muni enda í 6,8 milljónum farþega sem er 40,3% fjölgun frá fyrra ári.“ Sjá má upptöku af morgunverðarfundinum þar sem farþegaspáin var kynnt að neðan, en kynningin hefst þegar um fjórtán mínútur eru liðnar af upptökunni.
Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira