ESA sammála ríkinu um losun fjármagnshafta Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2016 11:33 Vísir/Valli Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) segir lög um aflandsskrónur vera í samræmi við EES-samninginn. Stofnunin hefur nú lokið athugunum á tveimur málum vegna kvartana varðandi löggjöfina um eign á aflandskrónum. Auk þess að snúa að lögum um aflandskrónur snúa kvartanirnar að að uppboði Seðlabankans á aflandskrónueignum þar sem eigendum var boðið að breyta krónum í gjaldeyri með verulegum afföllum. Annars yrðu eignirnar læstar á reikningum með litla sem enga vexti. Kvartanirnar byggðu á því að rök íslenskra stjórnvalda og tilvísun í verndarsjónarmið eigi sér ekki stoð því núverandi efnahagsástand á Íslandi sé gott. ESA segir þó að þótt efnahagur ríkisins hafi styrkst á undanförnum árum felur það ekki í sér að greiðslujöfnunarvandi ríkisins hafi verið leystur. „Því sé enn ekki tryggt að ekki verði óstöðugleiki í kjölfar afnáms hafta. Standi EES-ríki frammi fyrir greiðslujöfnunarvanda eða sé alvarleg hætta á að örðugleikar skapist, hafa stjórnvöld og löggjafinn talsvert svigrúm til að grípa til verndarráðstafana,“ segir í tilkynningu frá stofnuninni. EES-samningurinn heimilar aðildarríkjum að grípa til verndarráðstafana ef þau glíma við greiðslujöfnunarvanda. Í slíkum tilvikum getur efnahags- og peningastefna ríkja miðað af því að yfirstíga efnahagsþrengingar. „ESA telur meðferð íslenskra stjórnvalda á aflandskrónum til ráðstafana sem samræmast EES-samningnum. Markmið laganna er að skapa grundvöll fyrir frjálst flæði íslensku krónunnar, sem á endanum mun gera Íslandi kleift að taka á ný fullan þátt í frjálsum fjármagnsflutningum,“ segir Frank J. Büchel, sem situr í stjórn ESA. Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) segir lög um aflandsskrónur vera í samræmi við EES-samninginn. Stofnunin hefur nú lokið athugunum á tveimur málum vegna kvartana varðandi löggjöfina um eign á aflandskrónum. Auk þess að snúa að lögum um aflandskrónur snúa kvartanirnar að að uppboði Seðlabankans á aflandskrónueignum þar sem eigendum var boðið að breyta krónum í gjaldeyri með verulegum afföllum. Annars yrðu eignirnar læstar á reikningum með litla sem enga vexti. Kvartanirnar byggðu á því að rök íslenskra stjórnvalda og tilvísun í verndarsjónarmið eigi sér ekki stoð því núverandi efnahagsástand á Íslandi sé gott. ESA segir þó að þótt efnahagur ríkisins hafi styrkst á undanförnum árum felur það ekki í sér að greiðslujöfnunarvandi ríkisins hafi verið leystur. „Því sé enn ekki tryggt að ekki verði óstöðugleiki í kjölfar afnáms hafta. Standi EES-ríki frammi fyrir greiðslujöfnunarvanda eða sé alvarleg hætta á að örðugleikar skapist, hafa stjórnvöld og löggjafinn talsvert svigrúm til að grípa til verndarráðstafana,“ segir í tilkynningu frá stofnuninni. EES-samningurinn heimilar aðildarríkjum að grípa til verndarráðstafana ef þau glíma við greiðslujöfnunarvanda. Í slíkum tilvikum getur efnahags- og peningastefna ríkja miðað af því að yfirstíga efnahagsþrengingar. „ESA telur meðferð íslenskra stjórnvalda á aflandskrónum til ráðstafana sem samræmast EES-samningnum. Markmið laganna er að skapa grundvöll fyrir frjálst flæði íslensku krónunnar, sem á endanum mun gera Íslandi kleift að taka á ný fullan þátt í frjálsum fjármagnsflutningum,“ segir Frank J. Büchel, sem situr í stjórn ESA.
Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira