Glamour

Tommy Hilfiger tekur upp hanskann fyrir Melania Trump

Ritstjórn skrifar
Tommy Hilfiger er virtur bandarískur hönnuður.
Tommy Hilfiger er virtur bandarískur hönnuður. Mynd/Getty

Bandaríski fatahönnuðurinn Tommy Hilfiger hefur komið tilvonandi forsetafrúnni Melania Trump til varnar. Í seinustu viku sagðist tískuvefurinn Fashionista ætla að minnka umfjöllun sinni um Melaniu ásamt því að fatahönnuðurinn Sophie Theallet sagðist ekki ætla að klæða hana. 

Tommy sagði í viðtali við WWD að honum finnst nýja forsetafrúin afar falleg og að það væri heiður fyrir hvaða fatahönnuð sem er að fá að klæða hana. Hilfiger er fyrsti hönnuðurinn sem hefur komið fram opinberlega og sagst vilja klæða Melaniu. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.