Þann fyrsta janúar verður verð hækkað á ákveðnum þjónustuþáttum símafyrirtækisins Nova. Samhliða þeim breytingum verður verð þó lækkað á öðrum þjónustuþáttum og fyrirtækið muni nýjungar til lækkunar sem taka gildi þann 1. desember.
Samkvæmt upplýsingum frá Nova mun verðbreytingin heilt yfir fela í sér lækkun til viðskiptavina.
Meðal þess sem mun hækka er þjónustan 0 kr. Nova í alla! 500 mín. Hún hækkar úr 990 krónum í 1.190. Fimm GB netpakkar í síma munu einnig hækka úr 1.990 í 2.290. Hægt er að fara yfir það sem hækkar í verði hér á vef Nova.

