Gæðarúmföt á damask.is 11. nóvember 2016 12:00 Björn Þór Heiðdal er mikill áhugamaður um gæðarúmföt og selur slík í Þvottahúsi A. Smith á Bergstaðastræti 52. Mynd/GVA Björn Þór Heiðdal er þriðji ættliðurinn í þvottahúsinu A. Smith sem stofnað var árið 1946 og er því sjötíu ára í ár. Þar hefur síðustu ár verið hægt að kaupa gæðasængurföt en Björn leggur mikinn metnað í að bjóða upp á það allra besta, en á sem bestu verði. „Við erum meira fyrir að vera með þúsund þræði heldur en þúsund prósent álagningu,“ segir Björn glettinn en hann hefur síðustu fimmtán árin flutt inn gæðasængurföt frá Ítalíu og Asíu. „Allra bestu rúmfötin eru frá Ítalíu og eru 600 til 1.000 þræðir en við bjóðum einnig upp á áprentuð damask-rúmföt sem eru 300-400 þræðir.“Ítalska merkið Quagliotti framleiðir sængurföt af miklum gæðum.Afi Björns, Adolf Smith, stofnaði þvottahúsið A. Smith á Bergstaðastræti 52 árið 1946 og þar stendur það enn í dag. A. Smith er enn þvottahús í grunninn en fyrir um fimmtán árum fór Björn að flytja inn og selja gæðarúmföt. „Ég fékk áhuga á þessu enda alltaf með rúmföt í höndunum í þvottahúsinu sem voru af misjöfnum gæðum. Mér fannst enginn vera að sinna því almennilega að flytja inn gæðarúmföt og ákvað því að fara í það sjálfur,“ segir Björn. Hann fann fljótlega ítalska framleiðandann Quagliotti sem meðal annars selur rúmföt á Ritz-hótelið í París, til Hollywood-stjarna og bresku kóngafjölskyldunnar. Hann hefur einnig flutt inn sængurföt frá Asíu, sér í lagi fyrir hótelin en Björn selur bæði hótelum og einstaklingum. „Hér í búðinni er mikið úrval, fólk getur valið á milli fjörutíu til fimmtíu ólíkra tegunda og við erum alltaf að breikka úrvalið,“ segir Björn en hann flytur einnig inn gott efni frá Ítalíu sem hann lætur sauma rúmföt úr hér heima. „Þannig getur fólk sérpantað stærðir.“ Gæði skipta Björn höfuðmáli. „Ég spyr aldrei hvað sé ódýrt, bara hvað sé það besta. Sumir sætta sig kannski við 200 þræði en ég vil það flottasta.“ Björn segir sængurfötin fremur áhugamál en bissness í sínum huga og því reyni hann að hafa álagningu í lágmarki. „Verðið fyrir rúmfötin er því ekki hátt miðað við gæðin,“ segir Björn sem telur fólk hugsa allt of lítið um það í hverju það sefur. „Fólk virðist spara við sig þegar kemur að rúmfötum en þeir sem kynnast almennilegum gæðum snúa ekki til baka.“ Nánari upplýsingar má finna á damask.is Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Viltu vinna spennandi vinninga í vorleik Vísis? Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Sumarið er komið á Boozt Að eiga tæki frá Stihl er lífsstíll Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Grillað ofan í helstu áhrifavalda landsins Sjá meira
Björn Þór Heiðdal er þriðji ættliðurinn í þvottahúsinu A. Smith sem stofnað var árið 1946 og er því sjötíu ára í ár. Þar hefur síðustu ár verið hægt að kaupa gæðasængurföt en Björn leggur mikinn metnað í að bjóða upp á það allra besta, en á sem bestu verði. „Við erum meira fyrir að vera með þúsund þræði heldur en þúsund prósent álagningu,“ segir Björn glettinn en hann hefur síðustu fimmtán árin flutt inn gæðasængurföt frá Ítalíu og Asíu. „Allra bestu rúmfötin eru frá Ítalíu og eru 600 til 1.000 þræðir en við bjóðum einnig upp á áprentuð damask-rúmföt sem eru 300-400 þræðir.“Ítalska merkið Quagliotti framleiðir sængurföt af miklum gæðum.Afi Björns, Adolf Smith, stofnaði þvottahúsið A. Smith á Bergstaðastræti 52 árið 1946 og þar stendur það enn í dag. A. Smith er enn þvottahús í grunninn en fyrir um fimmtán árum fór Björn að flytja inn og selja gæðarúmföt. „Ég fékk áhuga á þessu enda alltaf með rúmföt í höndunum í þvottahúsinu sem voru af misjöfnum gæðum. Mér fannst enginn vera að sinna því almennilega að flytja inn gæðarúmföt og ákvað því að fara í það sjálfur,“ segir Björn. Hann fann fljótlega ítalska framleiðandann Quagliotti sem meðal annars selur rúmföt á Ritz-hótelið í París, til Hollywood-stjarna og bresku kóngafjölskyldunnar. Hann hefur einnig flutt inn sængurföt frá Asíu, sér í lagi fyrir hótelin en Björn selur bæði hótelum og einstaklingum. „Hér í búðinni er mikið úrval, fólk getur valið á milli fjörutíu til fimmtíu ólíkra tegunda og við erum alltaf að breikka úrvalið,“ segir Björn en hann flytur einnig inn gott efni frá Ítalíu sem hann lætur sauma rúmföt úr hér heima. „Þannig getur fólk sérpantað stærðir.“ Gæði skipta Björn höfuðmáli. „Ég spyr aldrei hvað sé ódýrt, bara hvað sé það besta. Sumir sætta sig kannski við 200 þræði en ég vil það flottasta.“ Björn segir sængurfötin fremur áhugamál en bissness í sínum huga og því reyni hann að hafa álagningu í lágmarki. „Verðið fyrir rúmfötin er því ekki hátt miðað við gæðin,“ segir Björn sem telur fólk hugsa allt of lítið um það í hverju það sefur. „Fólk virðist spara við sig þegar kemur að rúmfötum en þeir sem kynnast almennilegum gæðum snúa ekki til baka.“ Nánari upplýsingar má finna á damask.is
Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Viltu vinna spennandi vinninga í vorleik Vísis? Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Sumarið er komið á Boozt Að eiga tæki frá Stihl er lífsstíll Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Grillað ofan í helstu áhrifavalda landsins Sjá meira