Formaður Tindastóls: „Leiðir okkar Costa lágu ekki saman“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. nóvember 2016 11:15 Jose Costa er hættur og Israel Martin tekur við Tindastóli á nýjan leik en Martin hóf tímabilið sem aðstoðarþjálfari Costa. vísir/anton brink „Staðreyndin er sú að stjórnin tók ákvörðun um að við vildum skipta út Senegölunum; bæði Pape Seck og Mamadou Samb. Í framhaldinu var gert samkomulag um að Costa myndi stíga til hliðar.“ Þetta segir Stefán Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, við Vísi um fréttir gærkvöldsins. Eins og kom fram í gær var Jose Costa látinn fara sem þjálfari liðsins og senegölsku leikmennirnir Mamadou Samb og Pape Seck leystir undan samningi. Costa tók við Tindastóli snemma á síðustu leiktíð og kom liðinu í undanúrslit Dominos-deildarinnar en liðið er nú í þriðja sæti. Seck og Samb hafa ekki þótt standa undir væntingum. „Þetta var ekki gert í illu. Leiðir okkar Costa lágu bara ekki saman,“ segir Stefán, en hvað á hann við með því? „Það gefur augað leið að við vildum vera með Bandaríkjamann,“ segir formaðurinn sem samdi við bandaríska miðherjann Antonio Hester.Mamadou Samb er farinn heim og Antonio Hester mættur.vísir/anton brinkTók sinn tíma Hester var kominn til Stólanna fyrir tímabilið en þá bauðst Costa að fá Samb í Skagafjörðinn og var þjálfarinn mjög spenntur fyrir því. Samb er með flotta ferilskrá og var eitt sinn á mála hjá Barcelona. „Við þurftum að hafa helling fyrir því að ráða þessa stráka. Það var ekki bara pappírsvinnan heldur tók bara hellings tíma að koma Seck inn í deildina. Það fór langur tími í þetta og það er eins leiðinlegt að standa í því að láta þá fara og það var að koma þeim inn,“ segir Stefán. „Staðreyndin er bara sú að þetta er okkar skoðun. Þeir voru ekki að standa undir væntingum. Við erum samt í þriðja sæti í deildinni og ætlum okkur alla leið. Við erum ekkert hættir.“ Israel Martin var ráðinn á ný sem aðalþjálfari Tindastóls en hann stýrði liðinu fyrir tveimur árum með góðum árangri og er dýrkaður og dáður í Skagafirðinum. Hvernig svarar Stefán þeim gagnrýnisröddum að Costa hafi nánast alltaf verið á útleið eftir að hinn vinsæli Martin kom aftur og var gerður að yfirþjálfara Tindastóls?Jose Costa náði næstum sama árangri og Martin á síðustu leiktíð og er í þriðja sæti en Martin er tekinn aftur við.vísir/anton brinkSamb ekki lélegur „Það var aldrei nokkurn tíma í spilinu. Þeir eru báðir svo miklir fagmenn að þetta samstarf þeirra truflaði þá ekki í eina sekúndu. Báðir höfðu nóg að gera og voru sáttir. Costa er algjör eðaldrengur og toppmaður. Það var frábært að starfa með honum. Svo má ekki gleyma að Costa er ekkert búinn að misstíga sig. Að þessu sinni lágu leiðir okkar bara ekki saman,“ segir Stefán. Þegar Vísir ræddi við Stefán í morgun var hann á leiðinni heim á Sauðárkrók frá Keflavík þar sem hann var að skutla Mamadou Samb út á flugvöll. Um leið sótti hann Antonio Hester en þeir félagarnir voru að berjast í gegnum hríðina á Holtavörðuheiðinni. „Formaðurinn fer alltaf í svona mál,“ segir Stefán. „Samb er alls ekkert lélegur leikmaður og hann verður kominn með lið innan tíðar. Seck er nú þegar kominn með lið á Spáni. Þetta eru eðaldrengir báðir tveir og það var nú ekki brasið á þeim,“ segir Stefán Jónsson. Formaðurinn bætir við að Hester ætti að vera klár í slaginn þegar Tindastóll mætir Stjörnunni í Garðabænum á fimmtudagskvöldið en sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Costa og Senegalarnir látnir fara frá Stólunum Jose Maria Costa hefur verið látinn fara sem þjálfari Tindastóls og þá hafa Senegalarnir tveir hjá félaginu, Mamadou Samb og Pape Seck, verið sendir heim. 14. nóvember 2016 20:51 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
„Staðreyndin er sú að stjórnin tók ákvörðun um að við vildum skipta út Senegölunum; bæði Pape Seck og Mamadou Samb. Í framhaldinu var gert samkomulag um að Costa myndi stíga til hliðar.“ Þetta segir Stefán Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, við Vísi um fréttir gærkvöldsins. Eins og kom fram í gær var Jose Costa látinn fara sem þjálfari liðsins og senegölsku leikmennirnir Mamadou Samb og Pape Seck leystir undan samningi. Costa tók við Tindastóli snemma á síðustu leiktíð og kom liðinu í undanúrslit Dominos-deildarinnar en liðið er nú í þriðja sæti. Seck og Samb hafa ekki þótt standa undir væntingum. „Þetta var ekki gert í illu. Leiðir okkar Costa lágu bara ekki saman,“ segir Stefán, en hvað á hann við með því? „Það gefur augað leið að við vildum vera með Bandaríkjamann,“ segir formaðurinn sem samdi við bandaríska miðherjann Antonio Hester.Mamadou Samb er farinn heim og Antonio Hester mættur.vísir/anton brinkTók sinn tíma Hester var kominn til Stólanna fyrir tímabilið en þá bauðst Costa að fá Samb í Skagafjörðinn og var þjálfarinn mjög spenntur fyrir því. Samb er með flotta ferilskrá og var eitt sinn á mála hjá Barcelona. „Við þurftum að hafa helling fyrir því að ráða þessa stráka. Það var ekki bara pappírsvinnan heldur tók bara hellings tíma að koma Seck inn í deildina. Það fór langur tími í þetta og það er eins leiðinlegt að standa í því að láta þá fara og það var að koma þeim inn,“ segir Stefán. „Staðreyndin er bara sú að þetta er okkar skoðun. Þeir voru ekki að standa undir væntingum. Við erum samt í þriðja sæti í deildinni og ætlum okkur alla leið. Við erum ekkert hættir.“ Israel Martin var ráðinn á ný sem aðalþjálfari Tindastóls en hann stýrði liðinu fyrir tveimur árum með góðum árangri og er dýrkaður og dáður í Skagafirðinum. Hvernig svarar Stefán þeim gagnrýnisröddum að Costa hafi nánast alltaf verið á útleið eftir að hinn vinsæli Martin kom aftur og var gerður að yfirþjálfara Tindastóls?Jose Costa náði næstum sama árangri og Martin á síðustu leiktíð og er í þriðja sæti en Martin er tekinn aftur við.vísir/anton brinkSamb ekki lélegur „Það var aldrei nokkurn tíma í spilinu. Þeir eru báðir svo miklir fagmenn að þetta samstarf þeirra truflaði þá ekki í eina sekúndu. Báðir höfðu nóg að gera og voru sáttir. Costa er algjör eðaldrengur og toppmaður. Það var frábært að starfa með honum. Svo má ekki gleyma að Costa er ekkert búinn að misstíga sig. Að þessu sinni lágu leiðir okkar bara ekki saman,“ segir Stefán. Þegar Vísir ræddi við Stefán í morgun var hann á leiðinni heim á Sauðárkrók frá Keflavík þar sem hann var að skutla Mamadou Samb út á flugvöll. Um leið sótti hann Antonio Hester en þeir félagarnir voru að berjast í gegnum hríðina á Holtavörðuheiðinni. „Formaðurinn fer alltaf í svona mál,“ segir Stefán. „Samb er alls ekkert lélegur leikmaður og hann verður kominn með lið innan tíðar. Seck er nú þegar kominn með lið á Spáni. Þetta eru eðaldrengir báðir tveir og það var nú ekki brasið á þeim,“ segir Stefán Jónsson. Formaðurinn bætir við að Hester ætti að vera klár í slaginn þegar Tindastóll mætir Stjörnunni í Garðabænum á fimmtudagskvöldið en sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Costa og Senegalarnir látnir fara frá Stólunum Jose Maria Costa hefur verið látinn fara sem þjálfari Tindastóls og þá hafa Senegalarnir tveir hjá félaginu, Mamadou Samb og Pape Seck, verið sendir heim. 14. nóvember 2016 20:51 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Costa og Senegalarnir látnir fara frá Stólunum Jose Maria Costa hefur verið látinn fara sem þjálfari Tindastóls og þá hafa Senegalarnir tveir hjá félaginu, Mamadou Samb og Pape Seck, verið sendir heim. 14. nóvember 2016 20:51