Þarf hundruð milljóna fyrir Hegningarhúsið 16. nóvember 2016 11:00 Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg var lokað snemma í sumar og við blasir að ráðast þarf í framkvæmdir við það á næstunni. Fréttablaðið/E.Ól. Ráðast þarf í endurbætur á húsnæðinu sem hýsti fangelsið á Skólavörðustíg. Fangelsinu var lokað í sumar, enda verið að taka nýtt fangelsi á Hólmsheiði í notkun. Gera má ráð fyrir að engin starfsemi verði í húsinu fyrr en seinni hluta ársins 2018. Snævar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ríkiseigna, sem hafa umsjón með fasteignum í eigu ríkisins, segir að kostnaður við endurbæturnar muni ekki verða undir 240 milljónum króna. „Það var gerð mjög gróf kostnaðaráætlun 2014, sem Fangelsismálastofnun lét gera. Sú áætlun hljóðaði upp á 240 milljónir eða eitthvað svoleiðis. Við teljum að það sé of lág áætlun, enda var það bara viðmið þannig að menn áttuðu sig eitthvað á stærðargráðunni,“ segir Snævar. Hann segist ekki geta ímyndað sér að kostnaðurinn verði undir þeirri upphæð.Mjög sérhæft Snævar segir að frá því að Ríkiseignir tóku við húsinu í byrjun sumars hafi verið unnið að undirbúningi varðandi viðhaldsmál. „Það væntanlega liggur fyrir einhver frumkostnaðaráætlun í desember. Við gerum ráð fyrir að næsta ár fari í undirbúning. Þetta er mjög sérhæft bæði varðandi steinhleðslurnar og þökin og annað,“ segir hann. Snævar tekur fram að meginframkvæmdaþunginn verði árið 2018. Hann bendir á að húsið sé friðað að utan og að hluta til að innan.Auglýsa eftir viðskiptahugmyndum Snævar segir að ekki sé farin af stað nein vinna við að ákveða hvað á að gera viðð húsið að loknum framkvæmdum. Sú vinna sé í höndum fjármálaráðuneytisins. „Það hefur verið talað á þeim nótum að það verði auglýst eftir einhvers konar viðskiptahugmyndum,“ segir hann. Hugmyndir hafa verið reifaðar um einhvers konar tekjuberandi starfsemi eða safnrekstur. „Lengra er þetta mál ekki komið og svo sem ekkert sérstakt sem rekur á eftir því annað en að þetta er hús sem hefur ekki verið í neinum notum í fjóra mánuði,“ segir Snævar. Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Ráðast þarf í endurbætur á húsnæðinu sem hýsti fangelsið á Skólavörðustíg. Fangelsinu var lokað í sumar, enda verið að taka nýtt fangelsi á Hólmsheiði í notkun. Gera má ráð fyrir að engin starfsemi verði í húsinu fyrr en seinni hluta ársins 2018. Snævar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ríkiseigna, sem hafa umsjón með fasteignum í eigu ríkisins, segir að kostnaður við endurbæturnar muni ekki verða undir 240 milljónum króna. „Það var gerð mjög gróf kostnaðaráætlun 2014, sem Fangelsismálastofnun lét gera. Sú áætlun hljóðaði upp á 240 milljónir eða eitthvað svoleiðis. Við teljum að það sé of lág áætlun, enda var það bara viðmið þannig að menn áttuðu sig eitthvað á stærðargráðunni,“ segir Snævar. Hann segist ekki geta ímyndað sér að kostnaðurinn verði undir þeirri upphæð.Mjög sérhæft Snævar segir að frá því að Ríkiseignir tóku við húsinu í byrjun sumars hafi verið unnið að undirbúningi varðandi viðhaldsmál. „Það væntanlega liggur fyrir einhver frumkostnaðaráætlun í desember. Við gerum ráð fyrir að næsta ár fari í undirbúning. Þetta er mjög sérhæft bæði varðandi steinhleðslurnar og þökin og annað,“ segir hann. Snævar tekur fram að meginframkvæmdaþunginn verði árið 2018. Hann bendir á að húsið sé friðað að utan og að hluta til að innan.Auglýsa eftir viðskiptahugmyndum Snævar segir að ekki sé farin af stað nein vinna við að ákveða hvað á að gera viðð húsið að loknum framkvæmdum. Sú vinna sé í höndum fjármálaráðuneytisins. „Það hefur verið talað á þeim nótum að það verði auglýst eftir einhvers konar viðskiptahugmyndum,“ segir hann. Hugmyndir hafa verið reifaðar um einhvers konar tekjuberandi starfsemi eða safnrekstur. „Lengra er þetta mál ekki komið og svo sem ekkert sérstakt sem rekur á eftir því annað en að þetta er hús sem hefur ekki verið í neinum notum í fjóra mánuði,“ segir Snævar.
Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira