Þarf hundruð milljóna fyrir Hegningarhúsið 16. nóvember 2016 11:00 Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg var lokað snemma í sumar og við blasir að ráðast þarf í framkvæmdir við það á næstunni. Fréttablaðið/E.Ól. Ráðast þarf í endurbætur á húsnæðinu sem hýsti fangelsið á Skólavörðustíg. Fangelsinu var lokað í sumar, enda verið að taka nýtt fangelsi á Hólmsheiði í notkun. Gera má ráð fyrir að engin starfsemi verði í húsinu fyrr en seinni hluta ársins 2018. Snævar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ríkiseigna, sem hafa umsjón með fasteignum í eigu ríkisins, segir að kostnaður við endurbæturnar muni ekki verða undir 240 milljónum króna. „Það var gerð mjög gróf kostnaðaráætlun 2014, sem Fangelsismálastofnun lét gera. Sú áætlun hljóðaði upp á 240 milljónir eða eitthvað svoleiðis. Við teljum að það sé of lág áætlun, enda var það bara viðmið þannig að menn áttuðu sig eitthvað á stærðargráðunni,“ segir Snævar. Hann segist ekki geta ímyndað sér að kostnaðurinn verði undir þeirri upphæð.Mjög sérhæft Snævar segir að frá því að Ríkiseignir tóku við húsinu í byrjun sumars hafi verið unnið að undirbúningi varðandi viðhaldsmál. „Það væntanlega liggur fyrir einhver frumkostnaðaráætlun í desember. Við gerum ráð fyrir að næsta ár fari í undirbúning. Þetta er mjög sérhæft bæði varðandi steinhleðslurnar og þökin og annað,“ segir hann. Snævar tekur fram að meginframkvæmdaþunginn verði árið 2018. Hann bendir á að húsið sé friðað að utan og að hluta til að innan.Auglýsa eftir viðskiptahugmyndum Snævar segir að ekki sé farin af stað nein vinna við að ákveða hvað á að gera viðð húsið að loknum framkvæmdum. Sú vinna sé í höndum fjármálaráðuneytisins. „Það hefur verið talað á þeim nótum að það verði auglýst eftir einhvers konar viðskiptahugmyndum,“ segir hann. Hugmyndir hafa verið reifaðar um einhvers konar tekjuberandi starfsemi eða safnrekstur. „Lengra er þetta mál ekki komið og svo sem ekkert sérstakt sem rekur á eftir því annað en að þetta er hús sem hefur ekki verið í neinum notum í fjóra mánuði,“ segir Snævar. Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Ráðast þarf í endurbætur á húsnæðinu sem hýsti fangelsið á Skólavörðustíg. Fangelsinu var lokað í sumar, enda verið að taka nýtt fangelsi á Hólmsheiði í notkun. Gera má ráð fyrir að engin starfsemi verði í húsinu fyrr en seinni hluta ársins 2018. Snævar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ríkiseigna, sem hafa umsjón með fasteignum í eigu ríkisins, segir að kostnaður við endurbæturnar muni ekki verða undir 240 milljónum króna. „Það var gerð mjög gróf kostnaðaráætlun 2014, sem Fangelsismálastofnun lét gera. Sú áætlun hljóðaði upp á 240 milljónir eða eitthvað svoleiðis. Við teljum að það sé of lág áætlun, enda var það bara viðmið þannig að menn áttuðu sig eitthvað á stærðargráðunni,“ segir Snævar. Hann segist ekki geta ímyndað sér að kostnaðurinn verði undir þeirri upphæð.Mjög sérhæft Snævar segir að frá því að Ríkiseignir tóku við húsinu í byrjun sumars hafi verið unnið að undirbúningi varðandi viðhaldsmál. „Það væntanlega liggur fyrir einhver frumkostnaðaráætlun í desember. Við gerum ráð fyrir að næsta ár fari í undirbúning. Þetta er mjög sérhæft bæði varðandi steinhleðslurnar og þökin og annað,“ segir hann. Snævar tekur fram að meginframkvæmdaþunginn verði árið 2018. Hann bendir á að húsið sé friðað að utan og að hluta til að innan.Auglýsa eftir viðskiptahugmyndum Snævar segir að ekki sé farin af stað nein vinna við að ákveða hvað á að gera viðð húsið að loknum framkvæmdum. Sú vinna sé í höndum fjármálaráðuneytisins. „Það hefur verið talað á þeim nótum að það verði auglýst eftir einhvers konar viðskiptahugmyndum,“ segir hann. Hugmyndir hafa verið reifaðar um einhvers konar tekjuberandi starfsemi eða safnrekstur. „Lengra er þetta mál ekki komið og svo sem ekkert sérstakt sem rekur á eftir því annað en að þetta er hús sem hefur ekki verið í neinum notum í fjóra mánuði,“ segir Snævar.
Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira